Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 9
16 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 17 Landsmenn fagna nú 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Í tilefni þessara tímamóta auglýsti afmælisnefnd, sem skipuð var af Alþingi, eftir dagskrárliðum. Veittir voru styrkir til félagasamtaka, einstaklinga og stofnana til verkefna sem á einn eða annan hátt tengjast fullveldis- afmælinu. Viðburðirnir eru hluti af afmælisdagskrá sem birt er á vefsíðunni www.fullveldi1918.is. Heimilisiðnaðarfélag Íslands hlaut styrk fyrir verk- efnið Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk. Mark- miðið er að vekja athygli á þeim fjölda þjóðbúninga sem leynast í skápum, kistum og kössum um allt land, og fá fólk til að draga þá fram í dagsljósið. Sérstaklega er hvatt til þess að ungar konur klæðist búningum formæðra sinna, en með því flyst á milli kynslóða sá menningararfur sem felst í þjóðbúningum. Viðburðir félagsins í tilefni af fullveldisafmælinu eru fjórir, sumir eiga sér nokkra hefð en aðrir eru nýir af nál- inni. Í janúar var haldið þjóðbúningakaffi í Hannesarholti við Grundarstíg þar sem Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur flutti erindi um Sigurð Guðmundsson málara. Þjóðbúningadagur var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Þjóð- dansafélag Reykjavíkur um miðjan mars. Þann dag flutti Árni Björnsson þjóðháttafræðingur erindi og Þórarinn Már Baldursson fór með rímur. Báðir þessir viðburðir voru vel sóttir. Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk var sérlega viðeigandi yfirskrift viðburðar í byrjun aprílmánaðar þar sem almenningi var boðið að koma með þjóðbúninga og búningahluta til skoðunar og mátunar. Á staðnum, til ráðgjafar og ráðlegginga voru þær Jófríður Benedikts- dóttir og Oddný Kristjánsdóttir klæðskerar ásamt Dóru Jónsdóttur gullsmiði. Fyrirmyndin að þessum viðburði er fengin frá Þjóðminjasafninu þar sem almenningi hefur á tilteknum dögum boðist að koma með gripi og fá um þá upplýsingar hjá sérfræðingum safnsins. Fjöldi gesta kom í Nethylinn þennan dag og óhætt að segja að mikil ánægja hafi verið með framtakið. Fólk kom í ýmsum tilgangi; til að láta skoða búningasilfur, fá leiðbeiningar um að klæðast búningum, til að máta gamla búninga og fá upp- lýsingar um hvaða breytingar þarf að gera til að þeir passi eða hreinlega til að fá vitneskju um hvað það væri með í höndunum. Kona af Laufásveginum kom með heljarmik- inn poka, ásamt pappakassa fullan af klæðum og klútum frá ömmu sinni og nöfnu. Eftir aðstoð og mátun var hún með tvenn peysuföt og einn upphlut sem smellpössuðu á hana ásamt slifsum og svuntum til skiptana en jafnframt einn kassa af flíkum sem ekki tengdust þjóðbúningum. Viðkvæði hennar og margra fleiri var að lengi hefði staðið til að skoða þjóðbúningana en sú aðstoð sem þarna var boðið upp á hefði orðið til þess að úr varð. Því er ljóst að full ástæða er til að bjóða upp á þessa þjónustu að ári. Fjórði og síðasti viðburðurinn í tengslum við fullveldis- afmælið er sýning á þjóðbúningum í Árbæjarsafni dagna 9.-17. júní næstkomandi. Félagið er í góðu samstarfi við safnið, ekki síst á seinni árum eftir að starfsemin fluttist í Nethyl. Sú stemning sem ríkir á safninu skapar skemmti- lega og viðeigandi umgjörð utan um sýningu á þjóðbún- ingum auk þess sem þjóðhátíðardagurinn er sérstaklega viðeigandi lokapunktur sýningarinnar. Viðtökur við þeim viðburðum sem þegar hafa verið haldnir undir yfirskriftinni Út úr skápnum – þjóðbún- ingana í brúk! hafa sýnt að áhugi á þjóðbúningum er umtalsverður og vaxandi um þessar mundir. Látum það verða okkur til hvatningar til áframhaldandi góðra verka. Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk! H ö f u n d u r : Margrét Valdimarsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Heimir Hoffr i tz

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.