Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 29
2018 HUGUR OG HÖND 5756 HUGUR OG HÖND 2018
Haldið áfram með seinna eyrnaskjólið, takið nýja
hnotu (eða hinn endann á hnotunni) og prjónið 1
umferð frá réttu með brugðningum. Á enda umferð-
arinnar eru nú 2 bönd (úr 2 hnotum), notið þau til
að fitja upp 33-33-35 L. Prjónið yfir lykkjur á hinu
eyrnaskjólinu, frá réttu, en nú má slíta frá þá hnotu
sem ekki er notuð áfram. Notið endann vinstra
megin og bandið sem prjónað var með til að fitja upp
15-15-15 L að aftan (= 78-86-92 L).
Tengið í hring og prjónið kant með brugðningum,
1S og 1B til skiptis, passið að brugðningar á eyrna-
skjólum riðlist ekki þegar þau tengjast kantinum.
Prjónið kantinn 6-8-9 umferðir.
Prjónið næstu umferð slétt og aukið í 18-18-20 L
jafnt yfir umferðina (= 96-104-112 L).
Kollurinn: Skiptið yfir á prjóna nr 3½ og prjónið
munstur, þar til húfan mælist 9-11-13 cm frá fit á
kanti.
Úrtökur: Prjónið úrtökur í 2. hverri umferð, á 8
stöðum yfir umferðina: *Prjónið 10-11-12 L eftir
munstri, 2Ss, endurtakið frá * út umferðina.
Prjónið 1 umferð með munstri.
Næsta úrtökuumferð: *Prjónið 9-10-11 L eftir
munstri, 2Ss, endurtakið frá * út umferðina.
Endurtakið úrtökur í 2. hverri umferð og fækkið
prjónuðum lykkjum um eina á milli úrtaka, í hverri
umferð. Passið að halda munstri réttu milli úrtaka.
Slítið frá þegar 8 L eru eftir og dragið endann í
gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
Heklið 2 bönd með lit A, um 25 cm löng: Notið heklu-
nál nr 3 og fitjið upp 25 cm af loftlykkjum, heklið til
baka með fastahekli. Festið böndin í eyrnaskjólin.
Í topp húfunnar eru hekluð sams konar bönd.
Þau geta verið í einum lit eða blanda af litunum í
munstrinu. Heklið 8-10 bönd, hvert um 12 til 20 cm
löng. Heklið þau á sama hátt, en heklið næstu lengju í
framhaldi af þeirri fyrri.
Saumið böndin niður í topp húfunnar. Gangið frá
endum.
FRÁGANGUR