Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 6
10 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 11
1. H é r e r u k u n n u gl e g s k y l d u s t y k k i ú r h a n d a v i n n u á s í ð u s t u ö l d .
2 B a n d p r j ó n a r ú r re k a v i ð i a f M e l ra k k a s l e t t u – J e n n ý s m í ð a ð i .
3 . Ve t t l i n ga s k ú f f a n – b l á a ve t t l i n g i n n p r j ó n a ð i J e n n ý á þ e ga r h ú n va r b a r n e n h ú n á a ð e i n s a n n a n e f t i r.
4 . J u r t a l i t a ð a b a n d i ð h e n n a r J e n n ý j a r.
5 . B a k k a b ö n d .
var stundum svolítið strembið með sjö og átta manns
í heimili að finna stundir til að sauma á daginn og oft
kom ég meiru í verk á tveimur til þremur tímum að
kvöldi og að næturlagi en á daginn. Þetta endaði með
því að ég fékk óbeit á saumavélinni og er varla búin að
taka hana í sátt ennþá.“
Kennslustörf og menntun
„Minn kennsluferill byrjaði í Barnaskólanum á
Hrafnagili árið 1967 hjá Eddu Eiríksdóttur, sem þar
var þá skólastjóri. Hún fékk mig til að fara á handa-
vinnukennaranámskeið fyrir sunnan og vildi að ég
kæmi að kenna hjá sér. Ég kenndi svo smávegis á
Hrafnagili í þrjú ár og síðasta árið kenndi ég yngstu
krökkunum þrjá daga í viku. Eftir það rak ég svo
smábarnaskóla heima einn vetur. Kennaraskortur
var þá á Akureyri og Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri
bað mig að koma og kenna við Barnaskóla Akureyrar.
Þar var ég í þrettán ár (1974-1987) og kenndi yngstu
árgöngunum. Til að gera langa sögu stutta fór ég í
svokallað réttindanám og náði mér í kennararéttindi
sem ég fékk árið 1982. Mér fannst námið erfitt því
langt var síðan ég hafði verið í skóla. Með þessu námi
var ég með 8-10 manns í heimili og kenndi hálfa
kennslu. Þetta var krefjandi nám, að hluta bréfaskóli
en einnig var kennt í námslotum, til dæmis vorum
við sex vikur í Reykjavík í þrjú sumur. Stuttu eftir að
ég hætti að kenna á Akureyri og var farin að kenna
í Valsárskóla á Svalbarðsströnd átti ég kost á því að
fara í sérkennslunám en fannst þá komið nóg af námi
í bili, gat ekki hugsað mér meira.“ Það fór því ekki
svo að Jenný tæki ekki formleg próf í handverki því
að í kennaranáminu tók hún tvær valgreinar, yngri-
barnakennslu og smíðakennslu og er því með smíða-
kennarapróf. ,,Eina sumarönnina var ég í málmsmíði
hjá úrvalskennara, Björgvini S. Svavarssyni, og þar
smíðaði ég meðal annars skírnarskál. Ég tók svo aðra
sumarönn í trésmíði hjá Bjarna Ólafssyni. Þeir voru
miklir öðlingar báðir. Síðan hef ég ekki snert á smíða-
kennslu sem heitið getur, lagði aldrei í smíðakennslu
því mér fundust smíðavélarnar ógnandi. Ég var alltaf í
almennri kennslu, aðallega kennslu yngri barna. Hins
vegar kenndi ég heimilisfræði á Svalbarðströndinni
og ég get sagt þér það að þegar vinir mínir og ætt-
ingjar komust að því að ég kenndi heimilisfræði kom
á þá undirfurðulegur svipur! Handverkið hefur alltaf
átt hug minn allan og ég var mjög dugleg á árum áður
að sækja námskeið og viða að mér þekkingu þannig
að mér finnst ég í raun og veru hafa nokkuð víðtæka
handverksþekkingu. Þetta voru fyrst og fremst nám-
skeið fyrir kennara sem voru mörg og stóðu oft lengi.
Síðasta námskeið sem ég hef sótt var í víravirki hjá
Júlíu Þrastardóttur gullsmiði hér á Akureyri.“ Jenný
dregur fram fallegt hálsmen með víravirki sem hún
gerði hjá Júlíu en auk þess smíðaði hún sér skraut á
faldbúninginn sinn, nælur og ermahnappa.
Þjóðlegt handverk
Greinarhöfundur man fyrst eftir að hafa séð til
Jennýjar þar sem hún stóð við stóran pott á hlóðum
við Laufásbæinn í Eyjafirði og var að lita band með
jurtalitum og spyr hana hvar hún hafi kynnst jurta-
lituninni? „Það var á handavinnukennaranámskeiði í
gamla Kennaraskólanum við Laufásveg hjá Ingibjörgu
Tryggvadóttur frá Halldórsstöðum í Bárðardal árið
1977. Ég heillaðist alveg af jurtalituninni og síðan hef
ég verið eins og þau segja hérna heima, alveg „bandvit-
laus“! Ég er búin að lita heil reiðinnar ósköp í gegnum
tíðina og mér finnst alltaf jafn spennandi að færa
upp úr pottinum því maður veit aldrei nákvæmlega
hvaða lit maður fær. Það er gaman að gera tilraunir og
prófa eitthvað nýtt og ef ég hef þurft að klippa niður
stofublómin mín hef ég stundum tekið afskurðinn og
sett í pott til að athuga hvaða lit þau gefa mér. Upp á
síðkastið hef ég verið að lita útsaumsband fyrir konur
sem eru að koma sér upp faldbúningi.“
Jenný var orðin fullorðin þegar hún lærði að spinna
en eins og hún segir var bernskan stutt hjá henni
og æska og unglingsár varla til. „Ég kynntist fyrst
ullarvinnu og spuna úti í Svarfaðardal á námskeiði á
vegum Lene Zachariassen og Höddu (Guðrún Hadda
Bjarnadóttir). Ég held að það sé svolítið sambærilegt
að spinna á rokk og hjóla, þú þarft að ná ákveðinni
samhæfingu handa og fóta og svo kemur höfuðið líka
eitthvað við sögu en maður lærir ekki að spinna á
einni helgi. Hadda og Beate Stormo í Kristnesi voru að
vinna með Lene á þessum árum og það varð úr að við,
ásamt fleirum, fórum að koma saman á kvöldin til að
spinna. Þannig náði ég tökum á rokknum.“
Jenný á mynd af sér, nokkurra ára gamalli, í upp-
hlut og hún er beðin að segja mér frá þjóðbúninga-
saumi sínum. „Frænka mín fyrir vestan gaf mér silfur
á upphlut sem mamma saumaði á mig þegar ég var 5
ára. Og áður en mamma dó var hún búin að láta útbúa
allt silfur á nýjan upphlut fyrir mig og var meira að
segja búin að kaupa efnið í hann. En það var svo ekki
fyrr en ég var komin undir þrítugt að ég fékk föður-
systur mína, sem var mér stoð og stytta, til að hjálpa
mér að sauma upphlutinn. Nokkrum árum seinna
saumaði ég mér svo peysuföt á námskeiði sem hér