Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 6
COVID-19 Enginn af þeim tuttugu
starfsmönnum Heilbrigðisstofn-
unar Norðurlands, sem hlúðu að
COVID-19 smituðum erlendum
ferðamanni sem lést á dögunum,
hefur greinst með sjúkdóminn enn
sem komið er. Sama gildir um tvo
lögreglumenn sem umgengust hinn
látna.
„Ég vil ekki hrósa happi of
snemma en það er að sjálfsögðu
mjög jákvætt að engin smit hafi
greinst hingað til. Við erum von-
góð,“ segir Jón Helgi Björnsson, for-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Norður-
lands.
Ástralski ferðamaðurinn, sem var
á fertugsaldri, lést þann 17. mars síð-
astliðinn. Hann kom alvarlega veikur
undir hendur heilbrigðisstarfsfólks
fyrir norðan og andaðist þrátt fyrir
að allt hafi verið gert til að bjarga lífi
hans. Síðar kom í ljós að maðurinn
þjáðist af COVID-19 sjúkdóminum
og þótt að endanleg dánarorsök liggi
ekki enn fyrir, þá eru miklar líkur
taldar á því að sjúkdómurinn skæði
hafi dregið hann til dauða. Í kjölfarið
var öllum sem veittu hinum látna
aðhlynningu eða umgengust hann
gert að sæta sóttkví. Mikil mildi
þykir því að enginn heilbrigðisstarfs-
maður hafi enn smitast.
Þá var greint frá því í gær að fyrsta
COVID-19 smitið á Húsavík hefði
greinst. Að sögn Jóns Helga greind-
ist smitið hjá einstaklingi sem var
þegar í sóttkví. – bþ
Enginn starfsmaður smitaður á Húsavík
Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands.
Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900
lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is
Ársfundur 2020
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna
Til stendur að ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verði
haldinn miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 17.15 á
Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Þingsal 2-3.
Dagskrá:
1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins
2. Önnur mál
Vakin er athygli á að á fundinum fer fram kosning þriggja
stjórnarmanna af sex og skulu tilkynningar um framboð vegna
stjórnarkjörs, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skrif-
lega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir árs-
fund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins.
Hugsanleg frestun
Í ljósi þess ástands sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19
og samkomubanns sem sett hefur verið í tengslum við það
er hætt við að fundinum kunni að verða frestað. Komi til þess
verður það auglýst sérstaklega með upplýsingum um breyttan
fundartíma og fundarstað. Eru sjóðfélagar hvattir til að fylgjast
með heimasíðu Lífeyrissjóðs bankamanna www.lifbank.is.
Þú finnur allt
á einum stað
í öllum okkar
verslunum!
Mmm ...
bröns!
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
DÓMSMÁL Landsréttur sýknaði í
gær íslenska ríkið af kröfum Jóns
Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar
sem báðir voru meðal umsækjenda
um dómaraembætti við Landsrétt
í aðdraganda þess að rétturinn tók
til starfa.
Jóni voru dæmdar fjórar millj-
ónir í skaðabætur í héraði árið
2018 og réttur Eiríks til skaða-
bóta hafði einnig verið viður-
kenndur í héraði. Landsréttur
sneri dómum þessum við og taldi
þá Jón og Eirík ekki getað gengið
að því sem vísu að þeir yrðu skip-
aðir dómarar við réttinn, þar
sem ráðherra hefði verið heimilt
á grundvelli bráðabirgðaákvæðis
laga að skipa aðra en þá sem hæf-
isnefndin taldi hæfasta að fengnu
samþykki Alþingis.
Einn þriggja setudómara skilaði
séráliti og taldi að staðfesta hefði átt
niðurstöðu héraðsdóms. – aá
Ríkið sýknað í Landsréttarmáli
Landsréttur sneri við dómi héraðs-
dóms og sýknaði ríkið í málinu.
STJÓRNSÝSLA „Við þurftum að loka
afgreiðslunni hérna hjá okkur frá
og með síðastliðnum fimmtudegi.
Afgreiðslan uppfyllti ekki lengur
kröfur Landlæknis um varnir gegn
smithættu,“ segir Haraldur Bjarna-
son, framkvæmdastjóri Auðkennis
sem gefur út rafræn skilríki.
Hert samkomubann tók gildi á
þriðjudaginn og í kjölfarið varð
skerðing á þjónustu hjá mörgum
af samstarfsaðilum Auðkennis.
Afgreiðsla Auðkennis er að sögn
Haraldar meira hugsuð til að sinna
skráningum hjá aðilum sem þurfa
sérstaka aðstoð, meðal annars
vegna tæknilegra mála, en ekki sem
almenn afgreiðsla.
„Á miðvikudaginn myndaðist
löng röð hjá okkur en húsnæði
félagsins er því miður ekki í stakk
búið til þess að mæta afgreiðslu við
þessar aðstæður þar sem öryggi
viðskiptavina og starfsmanna
skiptir höfuðmáli. Síðustu daga og
vikur hefur rafræn þjónusta verið
aukin og opnuðu opinberir aðilar
til dæmis fyrir rafrænar umsóknir
fyrir ýmis úrræði.“
Stór hluti þjóðarinnar er með raf-
ræn skilríki í dag eða rúmlega 230
þúsund manns og hafa því f lestir
getað nýtt þau. Haraldur segir að
margir þeir sem eru ekki með skil-
ríki virðist hafa séð ábata í að fá
sér skilríki nú og hefur það skapað
tímabundið aukið álag.
„Bankar, sparisjóðir og f jar-
skiptafyrirtæki hafa staðið sig frá-
bærlega í því að afgreiða skilríki
við erfiðar aðstæður og allir eru að
gera sitt besta í að mæta breyttum
aðstæðum þar sem öryggi allra er
haft að leiðarljósi,“ segir Haraldur
„Við erum að skoða hvernig er
best að standa að afgreiðslu skil-
ríkja og er meðal annars í skoðun að
Auðkenni setji upp nýja afgreiðslu
á miðlægum stað til að styðja
við útgáfu skilríkja. Það vonandi
skýrist núna á næstu dögum. Ef við
dreifum álaginu á alla er þetta vel
gerlegt.“
Haraldur segir að því miður hafi
ekki allir möguleika á því að mæta
á skráningarstöð þar sem þeir geta
til dæmis verið í sóttkví eða vegna
veikinda.
„Það er líka í skoðun hvort og
hvernig hægt sé að mæta þannig
tilvikum en við viljum brýna fyrir
fólki að mæta ekki til að fá sér skil-
ríki ef til dæmis heilsa eða sóttkví
hamlar, þar sem það ættu alltaf að
vera til aðrar leiðir til þess að mæta
því sem skilríkin eiga að gera.“
Kerfið sé að virka mjög vel en
að sjálfsögðu finnist einstaklingar
sem eru ekki komnir með skilríki.
„Maður getur líka velt því fyrir
sér hvernig staðan væri núna ef
við hefðum ekki þetta kerfi,“ segir
Haraldur.
Þá minnir hann á að mikilvægt
sé að fólk hugi að gildistíma raf-
rænu skilríkjanna sinna. Gildistími
þeirra er fimm ár en hægt er að sjá
hvenær skilríki renna út á síðunni
mitt.audkenni.is. Hægt er að end-
urnýja skilríki sem eru að fara að
renna út á netinu en ef það gleymist
þarf að fara á afgreiðslustað til að fá
ný. sighvatur@frettabladid.is
Skoða hvernig afgreiða
megi rafræn skilríki
Frá því að hert samkomubann tók gildi hefur orðið erfiðara fyrir fólk að fá
rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis segir alla afgreiðsluaðila gera
sitt besta við erfiðar aðstæður. Margir sjái ábata skilríkjanna þessa dagana.
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Maður getur líka
velt því fyrir sér
hvernig staðan væri núna ef
við hefðum ekki þetta kerfi.
Haraldur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Auðkennis
2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð