Fréttablaðið - 28.03.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 28.03.2020, Síða 20
Þegar fund okkar ber að eru Kári og hans teymi á lokametrunum að skila vísindagrein í erlent fræðirit sem hann getur að svo stöddu ekki gefið upp nafnið á. „Venjulega tekur það okkur þrjá til sex mánuði að skrifa vísindagrein. Nú erum við að gera það á þremur dögum,“ útskýrir Kári. Gögnunum sem greinin er byggð á var jafnframt safnað dagana tíu þar á undan. Hvort tveggja er óvanalega stuttur tími enda þarf vart að taka fram að aðstæður séu fordæmalausar. Það var föstudaginn 13. mars að Kári fékk þá hugmynd að Íslensk erfðagreining skyldi leggja sitt af mörkum í baráttunni við COVID-19 með því að skima fyrir veirunni í samfélaginu almennt. „Mér fannst ólíklegt að hægt væri að skilja vírusinn án þess að vera með þannig gögn,“ segir Kári og útskýrir að ef vírusinn fyndist í 95 prósentum þeirra sem skimaðir eru hefði það enga þýðingu að finna hann í þeim sem veikjast. „Þannig að það varð að gera þetta og við vorum með tækin, þekkinguna og fjármagnið til þess.“ Kraftaverk að þetta hafi tekist Íslensk erfðagreining hefur lengi vel framkvæmt heilsufarsrannsóknir í Turninum í Kópavogi þar sem 50 manns starfa. Nú á meðan heims- faraldur geisar þótti ekki réttlætan- legt að halda þeim áfram enda um blóðsýnatöku að ræða. „Við urðum því að loka þeirri starfsemi og vorum þá með 50 starfsmenn lausa sem gátu séð um að taka sýni.“ Kári segir einmitt þurfa 50 starfsmenn til að ná 1.000 sýnum á dag og fyrir- tækið hafi því strax hafist handa við að undirbúa skimanir og setja þær undir eins af stað. „Eins og ég sé það, er það algjört kraftaverk að okkur skuli hafa tekist að koma upp þessari framkvæmd í Turninum þar sem við getum tekið á móti fólki án þess að setja það í hættu. Að ná að koma upp rannsóknarstofu sem er að greina þessa RNA-veiru á þennan hátt, setja upp aðstöðu til þess að raðgreina veiruna og vera búin að búa til af þessu ákveðna mynd og ákveðna þekkingu sem hægt er að senda út í heim; mér finnst þetta mjög f lott. Hér hefur fólk unnið dag og nótt. Það hefur enginn spurt hvenær það megi fara heim eða hvort það fái sérstaklega borgað fyrir þessa vinnu eða sérstakt kredit. Það hafa allir lagst á eitt.“ Veiran sem rústar heiminum Hvert er markmiðið með skimunum til lengri og skemmri tíma litið? „Markmiðið er að skilja það sem er að gerast vegna þess að sá skiln- ingur er forsenda þess að geta tekist á við þetta. Það er ekkert annað markmið með þessum skimunum. Ég vildi bara leggja okkar af mörk- um til þess að búa til skilning á þess- ari veiru sem er að rústa heiminum eins og stendur.“ Hefur það komið þér á óvart hversu skæður faraldurinn er? „Nei. Vegna þess að ég hef engar forsendur til að gera mér í hugar- lund hvernig faraldur verður. Hvernig fer þetta? Maður er oft að velta því fyrir sér hvort þessi veira verði eins banvæn og menn eru að spá. Hún breiðist greinilega mjög hratt út og er að deyða fólk sem er veikt fyrir en maður veit ekki hversu banvæn hún reynist í lokin. Árið 1918 voru í kringum 98.000 íbúar á Íslandi og spænska veikin dró 487 manns til dauða. Þannig að til þess að geta keppt við spænsku veikina yrðu að deyja hér í kringum 1.600 manns. Það er svolítið ógn- vekjandi.“ Er einhver sérstaða sem myndast við rannsóknir hér á Íslandi sem gæti nýst í baráttunni? „Við vitum meira um dreifingu þessarar veiru hjá íslenskri þjóð heldur en nokkur önnur þjóð í nokkru öðru landi, því við höfum skimað svo miklu meira. Við vitum að að minnsta kosti eitt prósent þeirra sem komu í skimun hjá okkur voru jákvæðir fyrir veirunni sem þýðir ekki endilega að eitt prósent þjóðarinnar sé með hana. Ég reikna með því að þeir sem eru hræddir séu líklegri til að koma en hinir. Og sumir þeirra sem eru hræddir hafa ástæðu til að vera það. Ég reikna því með því að tíðnin sé eitthvað minni í samfélaginu almennt. Hversu mikið minni veit ég ekki en ég hugsa að hún sé svo- lítið minni. Það var búið að greina, þegar ég skoðaði þetta síðast, í kringum 800 manns, en eitt prósent af íslenskri þjóð er 3.600 manns. Þannig að ef sú tala væri rétt væru tæplega 3.000 manns að sveima um samfélagið sýktir og að smita út frá sér.“ Skepnan hlífir börnunum okkar Kári bendir á að það sé ýmislegt sem bendi til þess að eitt prósent talan sé of há. „Númer eitt, börn og unglingar smitast síður en full- orðnir. Ef þau smitast þá veikjast þau jafnframt minna.“ Kári segir í kringum 700 börn hafa verið skimuð hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítalanum og feikilega fá reynst jávæð. „Í okkar þýði fundum við ekkert barn undir 10 ára aldri og í þýði Landspítalans fundust þrjú. Þannig að það voru þrjú af 700 undir 10 ára sem sýktust og sumir þessara krakka eiga báða foreldra sýkta. Þannig að náttúran hefur einhvern veginn hannað þessa skepnu þannig að hún hlífi börnunum okkar, sem mér finnst mjög elegant og f lott. Við erum greinilega að takast á við veiru sem er einhvers konar heiðursveira,“ segir Kári í léttum tón. Hvaða þýðingu hefur það að fjöl- margar stökkbreytingar veirunnar hafa greinst? „Ég veit ekki hvað getur kallast margar stökkbreytingar, en þessi veira stökkbreytist mjög mikið. Við höfum fundið hundrað og þrjátíu stökkbreytingar sem ekki hafa fundist utan Íslands, en það þýðir ekki endilega að þær sé ekki að finna utan Íslands. Við höfum raðgreint svo miklu meira en allir aðrir. Við höfum raðgreint yfir 370 veirur á meðan allur heimurinn samanlagt hefur raðgreint 1.000. Kári segir meira vitað um dreifingu veirunnar hjá íslenskri þjóð heldur en nokkurri annarri þjóð í nokkru öðru landi, því hér hafi verið skimað svo miklu meira. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Samfélagið verður á hliðinni í tvö ár Kári Stefánsson tekur á móti blaðamanni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar um kvöldmatarleytið. Vinnudeginum er hvergi nærri lokið, enda dagarnir langir þegar leitað er svara við heimsfaraldri sem lamað hefur þjóðir heims, stöðvað ýmiss konar atvinnustarfsemi og lagt yfir tuttugu þúsund manns í valinn. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.