Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 22
Við vitum að við þurf-um að anda að okkur súrefni til að frum-urnar okkar fái orku og við getum haldið ok k u r g a ng a nd i . Ekki nóg með það, heldur þurfum við líka að nærast og taka til okkar næringarefni sem við svo brjótum niður með hjálp ýmissa ferla þann- ig að við höfum byggingarefni til að viðhalda okkur og framleiða í grunninn orku. Flest erum við meðvituð um að halda að okkur vökva og drekka, ef við gleymum því lætur líkaminn okkur vita með því að við verðum þyrst. Ef við svo neytum of mikils vökva skila nýrun honum hratt til baka, svo fremi sem þau virki eðli- lega, og við þurfum að fara reglulega á klósettið. Það að verða svangur er einnig merki sem við þekkjum og tökum eftir þannig að við borðum og tökum til okkar bensín ef svo má kalla. Við finnum minna fyrir þörfinni til að anda og er hún býsna ósjálfráð, nema ef við verðum móð og ef öndunin virkar ekki sem skyldi. Brennsla hægari með aldrinum Það eru margir sem tengja vel við orðið brennslu og að á henni hægi með aldrinum, en það eru ýmsar aðrar breytur í menginu sem við getum lítið breytt eins og genin okkar. Líkamsástand, þjálfun og mataræði hafa auðvitað einnig mikil áhrif. Það er mjög reglulega verið að selja fólki þær hugmyndir að auka brennsluna og eru margar þeirra byggðar á þunnum rökum. Það er þó vel þekkt og vísindalega staðfest að það að taka hraustlega á því og reglulega hjálpar til, vöðva- þjálfun sem og úthaldsþjálfun skipta hér máli. Aukin inntaka á próteinum hefur verið nefnd, en sérstaklega þó í tengslum við styrktarþjálfun. Skipulögð fasta skilar árangri Það að drekka nægjanlegan vökva skiptir máli og er líklega vatn besti kosturinn, margir blanda slíku saman við orkudrykki, amínósýrur og koffín sem er meira sölutrix en annað og hafa líklega meiri auka- verkanir í því magni sem þarf til að hafa áhrif. Þar má nefna hækkaðan blóðþrýsting og hjartsláttaróreglu fyrst og fremst, sem orkudrykkja- kynslóðin kannast ágætlega við. Það að borða reglulega og þá einn- ig hollari millimál er skynsamlegt, það heldur líkamanum við efnið segja sumir. Svo eru til gögn sem sýna fram á bætt efnaskipti og þá sérstaklega sykurbúskap og insúlín- viðnám þegar líkaminn er settur í föstu. Ekki eru allir sammála þar en nýlega birtar greinar í nokkr- um af virtustu tímaritum heims í læknisfræði styðja töluvert við það að skipulögð fasta á ákveðnum tíma sólarhrings skili talsverðum árangri í að bæta efnaskiptin. Það á sérstaklega við um þá sem einnig stunda reglubundna hreyfingu og hollt mataræði. Þá er góður svefn lykilatriði Halda meðaltalinu í lagi Meginreglan varðandi föstur og efnaskiptin virðist vera að borða fyrri hluta dags og alls ekki síðla dags eða á kvöldin þannig að við sem höfum gaman af því að bjóða í mat og drykk verðum að byrja klukkan 17 og vera hætt upp úr klukkan 20 á kvöldin svona til að setja þetta í samhengi. En það er eins og með allt annað að það er leyfilegt að svindla aðeins svo lengi sem meðaltalið er í lagi og árangurinn er ásættanlegur. Nú, ef við förum yfir strikið þurfum við að vinna sukkið upp með aukinni hreyfingu og einhverju aðhaldi í mataræði. Þetta er viðkvæm lína jafnvel fyrir hinn venjulega hrausta einstakling, sér í lagi þegar aldurinn færist yfir. Hreyfing ætti að vera byrjunin Sjúkdómar sem hafa áhrif á efna- skipti eru fjölmargir og þarf alltaf að hafa í huga líkt og hinn þekkt- asta, sykursýki, brenglun á starf- semi skjaldkirtils, járnbúskaps og ýmissa f leiri. Þá geta lyf eins og þunglyndis- og kvíðalyf, ýmis hjartalyf, bólgueyðandi og sterar haft letjandi áhrif á kerfið svo það er að mörgu að huga. Ef þér þykja efnaskiptin ekki vera í jafnvægi ættir þú að byrja á því að hreyfa þig og skoða þá þætti sem eru aug- ljósir og svo mögulega leita ráða, til dæmis hjá lækninum þínum. Efnaskiptin þín Líkami okkar er ótrúlegur og mergjað að velta fyrir sér hversu margt gerist á hverjum degi sem við erum alls ekki meðvituð um, en reynist okkur algerlega lífsnauðsynlegt. Í heiminum eru 1,13 milljarðar manna með háþrýsting, Einn stærsti áhættuþáttur fyrir hjarta og æðasjúkdómum, heilaáfalli og nýrnasjúkdómum. Talið er að allt að 40% einstaklinga yfir 50 ára sé með háþrýsting á Íslandi. Blóðþrýstingur  Eðlilegur Slagbil 120-130 mm Hg  Hlébil <80 mm Hg Hækkaður Slagbil 130-139 mm Hg Hlébil    80-85 mm Hg Háþrýstingur Stig 1 Slagbil >140mm Hg Hlébil   90-100 mm Hg Stig 2 Slagbil  ≥160 mm Hg Hlébil 100-110 mm Hg Stig 3 Slagbil  >180 mmHg Hlébil 110 mmHg Nú í heimsfaraldri kóróna-veirunnar er fólki tíðrætt um hita sem eitt meginein- kenni þess sjúkdóms. Ljóst er að þegar líkaminn er undir álagi, berst við sýkla hvers konar eða glímir við langvarandi sjúkdóma líkt og gigtarsjúkdóma eða jafnvel krabba- mein, getur hiti verið eitt þeirra ein- kenna sem við finnum fyrir. Hægt er að fá hita við ýmislegt til viðbótar sem tengist ekki sýkingum eða bólgu, til dæmis sem aukaverk- un af lyfjum, við notkun eiturlyfja, í fráhvarfi vegna áfengisneyslu, hitaslagi og f leira. Líkamshiti er mismunandi milli einstaklinga en almennt er talað um að 37 gráður sé eðlilegt, við læknar ræðum í f lest- um tilvikum um hita þegar hann fer í 38 gráður eða hærra. Viðbragð líkamans við einhvers konar áreiti getur verið skyndilegt eða langvarandi og er mikilvægt að greina þar á milli. Þá er ekki endi- lega samhengi á milli alvarleika veikinda og hitans sem er mældur, þó það sé býsna augljóst að eftir því sem hitinn er hærri því verr líður yfirleitt einstaklingnum. Hitinn sjálfur hefur ákveðinn til- gang og er ekki alltaf nauðsynlegt að lækka hann þó við eigum ágætar aðferðir til þess. Sýnt hefur verið fram á að hvítu blóðkornin sem verja okkur eru hreyfanlegri við hærra hitastig, fjölga sér hraðar og gengur betur að berjast auk þess sem eiturefni virka verr á líkamann. Hiti er almennt merki um virkt ónæmis- kerfi þó undantekningar séu á því. Meginverkefni læknisins er að átta sig á ástæðu hitans og bregðast við henni með tilheyrandi hætti. Hvað er hiti? Ekki er endilega samhengi á milli alvarleika veikinda og hitans sem mælist. Það að h lu st a á tón l ist v irðist hafa sérlega góð á h r i f á h r ey f ig e t u o g líðan einstaklinga sem þjást af Parkinsonsjúkdómi. Vísindamenn í New York komust að því að þeim gekk betur við athafnir daglegs lífs eins og að klæða sig og matast. Þá var jafnvægi þeirra betra, fallhætta minni og þeir fundu síður fyrir því að frjósa sem er algengt einkenni sjúkdómsins og verulega hamlandi. Ánægjuleg aukaverkun af því að hlusta á tónlist sem var einnig tiltekin er að líðan sjúklinga batnaði og þeir urðu hamingjusamari. Músíkmeðferð ætti að vera hluti af því sem þessum sjúklingahóp er boðið upp á ekki síður en sjúkraþjálfun og annar stuðningur. Ýmsar rannsóknir staðfesta jákvæð áhrif tónlistar á Alzheimer- sjúklinga, þekkt er að kvíði og spenna minnkar og sýnt hefur verið fram á að tónlistarminni helst lengur og getur jafnvel fólk með langt genginn sjúkdóm enn munað texta við lög og sungið með. Vísindamenn hafa sýnt fram á að tónlistarmeðferð geti dregið úr svefntruflunum. Það eitt að hafa tónlist í bakgrunni í samtali við sjúkling getur aukið getu hans til að muna atburði fortíðar. Það er til mikils að vinna að átta sig á uppáhaldstónlist einstaklinga með sjúkdóminn og nýta hana þeim til heilla, ekki síst ef hún getur dregið úr lyfjanotkun, sérstaklega róandi og kvíðastillandi lyfja. Tónlist sem meðferð Teitur Guðmundsson læknir Passaðu þrýstinginn Það eru margir sem tengja vel við orðið brennslu og að á henni hægi með aldrinum en það er ýmislegt sem hefur áhrif, meðal annars gen. MYND/GETTY Tónlist hefur góð áhrif á Parkinson- sjúklinga MYND/GETTY 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.