Fréttablaðið - 28.03.2020, Page 31

Fréttablaðið - 28.03.2020, Page 31
MARKAÐSSTJÓRI STAFRÆNS ÍSLANDS Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsýnan sérfræðing til að hafa yfirumsjón með markaðs- og kynningarmálum Stafræns Íslands. Starfið felur í sér að leiða innri og ytri markaðs- og kynningarmál með áherslu á vefinn ísland.is. Leitað er að einstaklingi sem hefur drifkraft og framkvæmdagetu til að stórefla sýnileika ísland.is á meðal stofnana, fyrir- tækja og almennings með það að markmiði að auka stafræna þjónustu hins opinbera. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: » Gerð kynningaráætlunar og eftirfylgni » Samskipti við stofnanir og hagaðila » Ábyrgð á markaðsefni og ímyndarmálum » Verkefnastjórnun viðburða og örnámskeiða » Textagerð ásamt umsjón með fréttaveitu og samfélagsmiðlum » Markaðssetning og kynning á vefnum ísland.is Við leitum að einstaklingi sem býr yfir: » Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum » Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund » Reynslu af verkefnastjórn » Reynslu af kynningarmálum og upplýsingagjöf » Reynslu af gerð og framsetningu á stafrænu kynningarefni » Áhuga og þekkingu á stafrænum lausnum, vef- og tæknimálum » Háskólamenntun sem nýtist í starfi » Mjög góðu valdi á íslensku og ensku í ræðu og riti sem er skilyrði Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um starfið og sækja um á vefnum starfatorg.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Andri Heiðar Kristinsson og Aldís Stefánsdóttir í fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Við erum alltaf með bókara á skrá hagvangur.is ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 L AU G A R DAG U R 2 8 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.