Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 35
Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 24. mars 2020 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Grundarhvarf.
Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar frá 2007 er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggt einbýlishús
á einni hæð allt að 290 m2 að grunnfleti. Flatarmál lóðarinnar er 1.120 m2 og nýtingarhlutfall
því 0,26. Miðað er við þrjú bílastæði á lóð og hámarkshæð 4,0 m miðað við aðkomuhæð.
Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðinni rísi einnar hæðar parhús,
Grundarhvarf 10b og 10c samtals um 350 m2 að grunnfleti auk kjallara (tæknirými og
geymslur) um 37,0 m2 að flatarmáli. Áætlað nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,34.
Fyrirhuguð hámarkshæð er áætluð 3,9 m miðað við aðkomuhæð. Gert er ráð fyrir bílskýlum
undir Grundarhvarfi 10b og 10c ásamt fjórum bílastæðum á lóð. Tillagan er sett fram á
uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 16. mars 2020.
Nánar er vísað til kynningargagna.
Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir
nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurning á starfsmenn skipulags- og
byggingardeildar Umhverfissviðs á netfangið skipulags@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu
hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200
Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 18. maí
2020.
Skipulagsstjóri Kópavogs
Auglýsing um breytt
deiliskipulag í Kópavogi
kopavogur.is
ÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Útboð 20191 - Ljósbúnaður fyrir Þjóðleikhúsið
Ríkiskaup fyrir hönd
Þjóðleikhússins óska eftir tilboðum
í eftirfarandi ljósbúnað:
• Hreyfiljós Spot/Profile
• Hreyfiljós Wash
• Fastljós Wash
• Upphengjur fyrir ofangreint
Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða
aðgengileg á vef Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ),
miðvikudaginn 18. nóvember nk.
Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105
Reykjavík þar sem þau verða opnuð 22. desember 2015,
kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
21163 – Þjóðgarðsmiðstöð
Hellissandi – Byggingarútboð
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd umhverfis- og
auðlindarráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í verkið:
Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi - Byggingarútboð.
Verkið felst í uppbyggingu nýrrar Þjónustumiðstöðvar í
Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi. Bygging gesta-
stofunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins.
Húsgrunnur nýbyggingar samanstendur af tveimur megin
byggingum er tengjast með miðrými. Hluti byggingar kragar
út yfir grunna, þar sem ekki má valda yfirborðsskemmdum
á landi umfram það sem óhjákvæmilegt er. Húsið er á einni
hæð staðsteypt og stálvirki að hluta, klætt með lerki.
Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja
upp heildargirðingu fyrir verksvæðið, sem var framkvæmt í
sérstöku jarðvinnuútboði. Jarðvinna í þessu verki felst í að
fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endurfylla í lagnaskurði
undir og meðfram húsi. Um jarðvinnu gildir að lágmarka skal
allt jarðrask, þannig að yfirborð lands umhverfis mannvirkin
verði eins ósnortið og mögulegt er. Í fyrra útboði var vinnu-
svæðið girt af. Verktaki tekur við þessum girðingum, sér
um að viðhalda þeim til að hindra óviðkomandi umferð fari
um svæðið. Verktaki tekur á sama hátt við aksturshliði og
gönguhliði og sér til þess að þau séu lokuð utan vinnutíma.
Byggingarreiturinn er á hornlóð og liggur þjóðvegur í þétt-
býli, Útnesvegur, með henni að norðanverðu. Norðan við
þjóðveginn er íbúðabyggð Hellissands.
Helstu stærðir:
Brúttó flötur byggingar: 698 m²
Brúttó rúmmál: 2.400 m³,
Steinsteypa: 400 m³
Stálvirki: 24.000 kg.
Timburklæðning útveggja: 850 m²
Fyllingar: 1.200 m³
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður
að uppfylla verða aðgengilegar í hinu rafræna útboðskerfi
TendSign, laugardaginn 28. mars 2020.
Ákvæði um val á tilboði er í grein 2.7 í ÍST 30 og í 79. gr. laga
um opinber innkaup.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 21163 skulu sendar rafrænt í
gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 26. apríl 2020 en svarfrestur
er til og með 30. apríl 2020.
Tilboðum skal skila rafrænt í TendSign eigi síðar en kl. 12:00
þriðjudaginn 5. maí 2020.
Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni: www.utbodsvefur.is
ÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Útboð 20191 - Ljósbúnaður fyrir Þjóðleikhúsið
Ríkiskaup fyrir hönd
Þjóðleikhússins óska eftir tilboðum
í eftirfarandi ljósbúnað:
• Hreyfiljós Spot/Profile
• Hreyfiljós Wash
• Fastljós Wash
• Upphengjur fyrir ofangreint
Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða
aðgengileg á vef Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ),
miðvikudaginn 18. nóvember nk.
Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105
Reykjavík þar sem þau verða opnuð 22. desember 2015,
kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Ríkiskaup
Allar útboðsauglýsingar eru birtar á
utbodsvefur.is
Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur
opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða
tilkynningar um fyrirhuguð i nkaup opinberra aðila sem falla
undir lög og reglugerðir um opinber innkaup.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 2 8 . M A R S 2 0 2 0