Fréttablaðið - 28.03.2020, Qupperneq 40
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Hér koma nokkrar góðar hugmyndir að gagnlegri og góðri afþreyingu heima
fyrir, sem stytta stundirnar á
þessum sérstöku tímum.
Horfðu á ferðaþætti
Margir hafa eflaust gert plön um
ferðalög um páskana eða í sumar
en hafa þurft að breyta þeim. En
það er ekki bannað að láta sig
dreyma.
Það er um að gera að horfa á þætti
frá framandi slóðum og drekka í sig
mat og menningu annarra þjóða
úr sófanum heima. Á Netflix, sem
dæmi, er gott úrval af ferðaþáttum
og kvikmyndum.
Prófaðu nýja uppskrift
Hvers vegna ekki að prófa ein-
hverja góða uppskrift? Á heimilum
margra liggur líklega fjöldinn allur
af rykföllnum uppskriftabókum
sem bíða þess að einhver opni
þær. Það er hægt að leyfa öllum í
fjölskyldunni að velja eina upp-
skrift til að elda og svo er bara að
skella sér á netið og panta hráefnið
í heimsendingu. Eins er hægt að
taka eina uppskriftabók fyrir og
prófa allar uppskriftirnar í henni.
Lærðu nýjan dans
Hvers vegna ekki að koma til
baka meðal fólks með trompi
ef samgöngubannið varir
lengi? Marga dreymir um að
Afþreying í samkomubanni
Eflaust er mörgum farið að leiðast heima við þessa daga eftir langa sóttkví eða vinnu heima.
Þá er um að gera að finna upp á einhverju skemmtilegu að gera til þess að brjóta upp daginn.
Sniðugt er að nýta tímann í samgöngubanninu til að elda uppskriftir úr matreiðslubókum heimilisins. MYND/GETTY
vera miðpunktur athyglinnar
á dansgólfinu en finnst sig
skorta færnina. Á Youtube er
haugur kennslumyndbanda af
öllum tegundum. Það er hægt
að læra grunnsporin í ýmsum
samkvæmisdönsum, sem er kjörið
ef tveir eru á heimilinu sem geta æft
sig saman. En svo er líka hægt að
læra einstaklingsdansa eins og hip
hop í þremur einföldum skrefum,
Beyoncé dansa eða nútímalistdans.
Það er nóg í boði og nægur tími til
æfinga. Nú er tækifærið!
Lærðu nýtt tungumál
Internetið er hafsjór fróðleiks og
þar er hægt að skrá sig á námskeið
í nánast öllu því sem hugurinn
girnist. Tungumálanámskeið
eru stórsniðug og gagnleg
afþreying. Ýmsar vefsíður bjóða
upp á tungumálanámskeið fyrir
lítinn pening. Á síðunni Udemy.
com er hægt að læra fjöldann
allan af tungumálum, eins og
rússnesku, kínversku, hollensku,
spænsku, þýsku, hebresku.
Listinn er langur. Kennslan fer
fram með myndböndum og
skýringartextum og má nefna að
149 kennslumyndbönd í kínverskri
málfræði, samtals níu klukkutímar
af efni, kosta tæplega 3.000 krónur.
Lærðu á hljóðfæri
Að læra á hljóðfæri krefst mikilla
æfinga og staðfestu ætli fólk sér
að ná einhverjum árangri. Margir
eiga gítar eða hljómborð heima en
gefa sér aldrei tíma til að byrja að
æfa sig. En hvenær er betri tími til
að byrja en akkúrat núna? Ýmsar
vefsíður bjóða upp á ókeypis
námskeið í hljóðfæraleik en það er
líka hægt að kaupa námskeið fyrir
sanngjarnt verð og fá leiðbeiningar
frá kennara í gegnum netið. Í næsta
fjölskylduboði, hvenær sem þau
verða leyfileg, er svo hægt að troða
upp og koma öllum á óvart.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R