Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 2
Langflestir sem
leita eftir hjálp
vantar einhvern til þess að
fara í búð fyrir sig.
Sara Lind Annþórsdóttir
Veður
Norðaustan 15-25 m/s með
morgninum, hvassast syðst. Yfir-
leitt hægari NA- og A-lands. Él um
mest allt land en úrkomulítið um
landið SV-vert. Frost 0 til 10 stig,
kaldast í innsveitum fyrir norðan.
SJÁ SÍÐU 40
Einn í heiminum
Á tímum samkomubanns standa kennileiti heimsins auð og yfirgefin. Aðeins sjást nokkrir sem eru að koma sér á milli staða á ferli. Fjölda ferða-
manna á landinu má nánast telja á fingrum annarrar handar. Síðdegis í gær sást til eins manns á ferli við Hallgrímskirkju, á stað þar sem krökkt var
af ferðamönnum fyrir stuttu. Má líkja tilfinningunni við að vera einn í heiminum eins og í sögunni um blessaðan drenginn Palla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
F Y R I R S A N N A S Æ L K E R A
LÖGREGLUMÁL Lög reglan á Suður
nesjum hefur til rann sóknar and lát
sem varð í heima húsi þar sem kona
á sex tugs aldri lést. Í til kynningu
sem lög regla sendi frá sér vegna
málsins kemur fram að and látið sé
rann sakað sem saka mál.
Karl maður á sex tugs aldri hefur
verið úr skurðaður í gæslu varð
hald til 8. apríl næst komandi. Að
sögn lög reglu er unnið að rann
sókn málsins og er ekki unnt að
veita frekari upp lýsingar að svo
stöddu. – eþs
Rannsaka
andlát konu
COVID-19 „Það virðist vera þannig
að þeir sem þurfi mest á hjálpinni
að halda séu annað hvort ekki inni
á Facebook eða finnist erfitt að biðja
um hjálp,“ segir Sara Lind Arnþórs
dóttir, annar stofnandi Facebook
hópsins Hjálpum fólki í áhættu
hópi.
Sara stofnaði hópinn ásamt Elínu
Ástu Finnsdóttur um miðjan síðasta
mánuð og er markmið hópsins
að létta undir með þeim sem eru
í áhættuhópi vegna COVID19. Í
hópnum eru tæplega þrjú þúsund
meðlimir sem geta annað hvort
boðið fram hjálp sína eða óskað
eftir hjálp.
„Mamma mín er í mik lum
áhættuhópi og hefur rætt það við
mig að hún sé smeyk við veiruna,
þá fór ég að hugsa um að líklega
væru f leiri í hennar sporum. Hún
býr í Vestmannaeyjum og ég hér
á höfuðborgarsvæðinu svo ég get
ekki hjálpað henni eins mikið og
ég myndi vilja og hún hefur ekki
marga til að hjálpa sér í Eyjum,“
segir Sara.
Hún bjóst ekki við því að hópur
inn yrði eins fjölmennur og raun
ber vitni en segir magnað að sjá
góðvild fólks og samstöðu. „Það
eru allir boðnir og búnir að hjálpa.
Langf lestir sem leita eftir hjálp
vantar einhvern til þess að fara
í búð fyrir sig,“ segir hún en Sara
hefur sjálf farið í allnokkrar búðar
ferðir fyrir meðlimi hópsins.
„Það er líka algengt að fólk sé að
fara í göngutúr með hunda, sérstak
lega hunda fólks sem er í einangrun,
það er mjög algengt,“ segir Sara og
bætir við að fjölmargir hafi tekið
að sér að fara út með hund fyrir
einstaklinga í einangrun daglega
í nokkrar vikur. „Þá er kannski
bara ákveðið að manneskjan mæti
klukkan fimm á hverjum degi og
viðri hundinn,“ segir hún.
Sara segir að töluvert f leiri bjóði
fram hjálp sína en óskir eru eftir
hjálp. „Það er stór hópur sem hefur
bæði óskað eftir hjálp og þegið hana
í hópnum en það eru mun fleiri sem
hafa boðist til þess að hjálpa.“.
„Okkur grunar þó að hópurinn
sem þarf á hjálp að halda sé mun
stærri, kannski eru einhverjir sem
vita ekki af Facebookhópnum, eru
ekki nettengdir eða þykir óþægi
legt að biðja um hjálp. En öllum
sem vantar hjálp er velkomið að
hafa samband við mig eða Elínu
eða fá einhvern til að hafa sam
band við okkur fyrir sig. Við
getum þá komið skilaboðunum
inn í hópinn og vonandi hjálpað.“
birnadrofn@frettabladid.is
Mun fleiri sem eru að
bjóðast til að hjálpa
Tæplega 3.000 manns eru meðlimir í Facebook-hóp þar sem sameinast er um
að hjálpa þeim sem eru í áhættuhópi vegna COVID-19 að sinna daglegu lífi.
Hægt er að óska eftir hjálp í hópnum en mun fleiri eru að bjóða fram hjálp.
Elín Ásta og Sara Lind standa að baki hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
COVID -19 Vakta á lags auk i sem
hjúkrunar fræðingar á Land spítala
hafa fengið vegna til rauna verk efnis
spítalans verður fram lengdur til
næstu mánaða og nauð syn legar
fjár veitingar tryggðar.
Bjarni Benediktsson, fjár mála
og efna hags ráð herra, og Svandís
Svavarsdóttir, heil br igðis ráð
herra, hafa sent Páli Matthíassyni,
for stjóra Land spítala, bréf vegna
málsins. Mikillar ó á nægju hefur
gætt síðustu daga vegna þess að
greiðslurnar féllu niður nú um
mánaða mótin. Verða greiðslurnar
framlengdar fram í október.
Mikið mæðir á heilbrigðisstarfs
fólki um þessar mundir vegna
COVID19 faraldursins.Tilfellum
fjölgaði um 45 í gær og eru því
1.364 manns með staðfest smit hér
á landi. Þá eru um 6.300 manns í
sóttkví. 309 manns hafa náð sér.
Á Landspítala eru 44 einstakl
ingar með COVID19, þar af ell
efu á gjörgæslu. Á Akureyri hafa
tveir verið lagðir inn og er einn
á gjörgæslu. Átta manns eru nú
í öndunarvél, sá yngsti er 37 ára
gamall. Fjórir hafa látist hér á landi
af völdum veirunnar.
Fr a m kom í k völd f rét t u m
Stöðvar 2 í gærkvöldi að aðeins 0,5
prósent þátttakenda í slembiúrtaki
Íslenskrar erfðagreiningar hafi
reynst smitaðir. – eþs
Vaktaálagsauki
framlengdur
Mikið mæðir á heilbrigðisstarfs-
fólki þessa dagana. MYND/VILHELM
Lögreglustöðin á Suðurnesjum.
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð