Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 4

Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 4
 Að fá svo margar mælingar úr einu dýri þýðir að dýrum í lyfjaprófunum hefur fækk- að mikið. Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 534 4433 UMBOÐSAÐILI 336 manns hafa nú náð bata af COVID-19 hér á landi. COVID-19 Stjörnu-Oddi í Garða- bæ annar nú vart eftirspurn eftir mælum sem fyrirtækið framleiðir fyrir veirurannsóknir, sem eru þó ekki gerðar hér á landi. Mælarnir eru seldir til ríkisstofnana, lyfja- fyrirtækja, háskóla og rannsóknar- stofnana og notaðir við rannsóknir á dýrum. Í öndunarfærasjúkdóma- rannsóknum, eins og á COVID-19, eru helst stundaðar rannsóknir á mörðum, enda eru öndunarfæri þeirra einna líkust manna. Hjá Stjörnu-Odda starfa 23, þar af einn í Barcelona og annar í Stokk- hólmi. Fyrirtækið hefur starfað í þessum geira síðan 1993 en þar áður í þróun farsíma. Til að mynda hefur það framleitt mæla fyrir rannsóknir á inf lúensu, til dæmis svínaf lensufaraldurinn sem reið yfir heiminn árið 2009. Þegar Fréttablaðið náði tali af Sig- mari Guðbjörnssyni framkvæmda- stjóra var nýbúið að afgreiða send- ingu til Ástralíu. „Það er gríðarlega mikið að gera og allir menn á dekki. Við gerum allt sem við getum til að standa við afgreiðslur til þeirra sem eru að rannsaka bóluefni gegn COVID-19 og í sumum tilvikum fengið að fresta afgreiðslum til annarra rannsókna,“ segir hann. „Í gær fengum við til dæmis pöntun frá lyfjafyrirtæki sem er hálfs árs framleiðsla af þeirri gerð af mæli í venjulegu árferði.“ Þrátt fyrir mikla fjölgun verk- efna getur fyrirtækið ekki bætt við sig mannskap að svo stöddu vegna takmarkana samkomubannsins. Þetta sé þó til skoðunar innan- húss. Enginn starfsmaður hefur smitast af COVID-19 og fyrirtækið, eins og mörg önnur, hefur gert var- úðarráðstafanir, svo sem að stúka starfsstöðvar af. „Okkar starfsfólk er í framlínunni á alþjóðavettvangi þar sem við getum lagt þekkingu okkar á vogarskálina. Við erum með gott starfsfólk, sem er virki- lega að standa sig vel,“ segir Sigmar. Samkvæmt lögum verða prófanir á dýrum að hafa átt sér stað áður en hægt er að prófa fólk. Mælarnir, sem eru litlir, eru settir í dýrin áður en þau eru sýkt með veiru. „Með þessum mælum er hægt að fá tug- þúsundir mælinga úr líkama dýrs- ins, svo sem hitastig, raf boð hjart- ans og f leira,“ segir Sigmar. „Að fá svo margar mælingar úr einu dýri þýðir að dýrum í lyfjaprófunum hefur fækkað mikið.“ Strangar reglur gilda um prófanir á dýrum og ef þau verða mjög veik eða sýna einhvern af brigðileika eru þau tekin úr prófunum. Sigmar telur að faraldurinn sem ríður nú yfir heimsbyggðina, og kom aftan að mörgum, muni hafa mikil áhrif á sviði veirurannsókna. „Ég á von á því að ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir og rannsókna- sjóðir taki mið af þessu og sjái að það þýðir ekkert að slaka á,“ segir Sigmar. Stuðningur Tækniþróunar- sjóðs og skattaívilnun vegna þró- unarkostnaðar hefur til að mynda komið sér vel fyrir Stjörnu-Odda. kristinnhaukur@frettabladid.is Marðarannsóknir mikilvægar í leit að bóluefni við COVID Fyrirtækið Stjörnu-Oddi framleiðir veirurannsóknarmæla fyrir dýr. Í leitinni að bóluefni gegn COVID-19 er helst stuðst við rannsóknir á mörðum, enda öndunarfærin álík manna. Hefur fyrirtækið vart undan að framleiða mæla til að senda til erlendra ríkisstofnana, lyfjafyrirtækja og háskóla. Sigmar segir Stjörnu-Odda setja í forgang að aðstoða rannsóknir á bóluefnum fyrir COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Ef lingar sagði suma atvinnu- rekendur notfæra sér COVID-19 faraldurinn til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Ef ling hefur fengið ábendingar um að starfsfólk, sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur vegna farald- ursins, sé enn látið vinna fullt starf. Fyrirtæki hafi þannig fært launakostnað yfir á ríkið á sama tíma og það þiggi vinnu starfs- fólksins. Þór ólfur Guðna son sótt varna læknir lagði til að sam- komu bann yrði framlengt hér á landi til 4. maí að minnsta kosti. Svan dís Svavars dóttir heil brigðis ráð herra samþykkti framlenginguna en banninu átti upprunalega að ljúka 13. apríl. Á upp lýsinga fundi al manna varna sagði Þórólfur að þörf væri á áfram haldandi að gerðum til að hefta út breiðslu Co vid-19 í ljósi stöðunnar hér á landi. Þorbjörg Marinósdóttir ritstjóri var ráðinn nýr rit- stjóri DV í vikunni en Samkeppnis- eftirlitið samþykkti í liðinni viku kaup útgáfufélagsins Torgs á DV, dv.is og tengdum miðlum. „Ég hlakka til að takast á við að ritstýra DV og dv.is. Net- miðillinn ásamt undirmiðlunum er einn sá fjölsóttasti hér á landi og nú tekur við að laga þar til í efnisvali og efnistökum,“ sagði Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er oftast kölluð. Þrjú í fréttum Fyrirtæki, framlenging og fjölmiðlar 0,23% hækkun varð á vísi- tölu neysluverðs frá febrúar til mars á þessu ári. 101 starfsmanni var sagt upp hjá Isavia. Þá var 37 boðið áfram- haldandi starf með minnkað starfshlutfall. 25% meiri rauðvíns- sala var í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra miðað við tölur ÁTVR. 116 bakverðir hafa verið ráðnir í bak- varðasveit heilbrigðisþjónust- unnar vegna COVID-19. Þá hafa rúmlega þúsund skráð sig á lista. TÖLUR VIKUNNAR 29.03.2020 TIL 04.04.2020 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.