Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 8
Allar nánari upplýsingar er að finna á attin.is
SAMKOMUBANN
ÞÝÐIR EKKI
FRÆÐSLUBANN
Er fyrirtækið þitt búið að sækja um á Áttinni vegna fræðslu?
Nú er tími til að taka til!
Allt að ársgamlir reikningar eru gildir
þegar sótt er um fræðslustyrk.
AUSTURSTRÆTI
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI
AKUREYRI
VESTMANNAEYJUM
Samkvæmt 33. gr. laga Félags tæknifólks í
rafiðnað, skal auglýsa frest til framboðs.
Framboðsfrestur skal vera minnst
14 sólarhringar og skal tillögum skilað til
kjörstjórnar innan þess tíma.
Með hliðsjón af framansögðu hefur
framboðsfrestur verið ákveðinn til
kl. 12 á hádegi 14. apríl 2020
Reykjavík 30. mars 2020
Stjórn Félags tæknifólks í rafiðnað
Framboð í trúnaðarstöður
FTR
DÝRAHALD Hundaeigendur í Kópa-
vogi vilja fá á hreint hvort bálfara-
ofnar á dýraspítölum séu blekking
til að hafa fé af viðskiptavinum.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála tók fyrir kæru þeirra
vegna opinbers eftirlits með bál-
förum gæludýra. Annar eigendanna
sem Fréttablaðið náði sambandi við
vildi ekki tjá sig um málið.
„Kærandi bendir á að tilgangur
kærunnar sé að fá úr því skorið
hvort dýraspítalar á höfuðborgar-
svæðinu hafi gilt starfsleyfi til rekst-
urs bálfaraofna fyrir gæludýr eða
hvort bálfaraofnar á þeirra vegum
séu skraut til að blekkja gæludýra-
eigendur til að borga okurverð fyrir
þjónustu sem sé ekki framkvæmd af
þeim sjálfum heldur sorpbrennslu-
stöðvum annars staðar,“ segir í
umfjöllun úrskurðarnefndarinnar.
„Loks er Dýraspítalinn í Víðidal
kærður fyrir ætlaða sviksemi í þjón-
ustu sinni við gæludýraeigendur.“
Fram kemur að farið hafi verið
með hund kærandans í af lífun til
Dýraspítalans í Víðidal 27. desem-
ber síðastliðinn. Borgað hafi verið
fyrir sérbrennslu og þar til gert box
fyrir ösku. Hundaeigandinn hafi
þremur dögum síðar spurst fyrir um
það hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur hvort dýraspítalinn hefði
starfsleyfi til bálfara eða fyrir bál-
stofu gæludýra og fengið þau svör að
spítalinn hefði gilt starfsleyfi.
Þann 2. janúar bað hundaeigand-
inn heilbrigðiseftirlitið að kanna
hvort brennsluofninn á dýraspítal-
anum hefði verið notaður á bilinu
28. desember 2019 til 6. janúar 2020.
„Vísaði kærandi til þess að hann
hefði borgað 50 þúsund krónur
fyrir förgun á hundinum sínum, en
samkvæmt upplýsingum frá sorp-
eyðingarstöðinni Kölku í Reykja-
nesbæ brenni þeir gæludýr fyrir
Dýraspítalann í Víðidal fyrir um
það bil tvö þúsund krónur.“
Þá segir að heilbrigðiseftirlitið
hafi yfirfarið skráningar. „Og komi
þar fram að hundur kæranda hafi
verið brenndur með sérbrennslu á
Dýraspítalanum í Víðidal 28. des-
ember 2019,“ segir nefndin, Engin
kæranleg ákvörðun liggi fyrir í mál-
inu sem þar með sé vísað frá.
Ólöf Loftsdóttir, dýralæknir og
einn eigenda dýraspítalans, hafnar
ásökunum algerlega. Sérstakt sé að
hundaeigendurnir hafi aldrei rætt
við nokkurn hjá Dýraspítalanum í
Víðidal eftir að hafa tekið við ösk-
unni af hundi sínum.
„Við höldum auðvitað nákvæmt
bókhald yfir hvað fer í ofninn
og þannig gátum við sýnt fram á
hvernig okkar vinnubrögð eru,“
útskýrir Ólöf. Fráleitt sé að halda
því fram að dýraspítalinn sendi
gæludýr til eyðingar í Reykjanesbæ
eða á nokkurn slíka stað. „Ég skil
ekki hvað þeim gengur til, við
höfum aldrei notað Kolku.“
Að sögn Ólafar er mikill metn-
aður lagður í vönduð vinnubrögð
hjá dýraspítalanum enda málið
viðkvæmt. „Þess vegna tekur maður
nærri sér þegar fólk er með svona
fullyrðingar,“ segir hún og harmar
að verið sé að ófrægja spítalann.
„Það getur fólk úti í bæ ásakað
okkur og við höfum aldrei fengið
tök á að verja okkur. Það er algert
rugl. Þetta eru afskaplega alvar-
legar ásakanir því okkar heiður er
að veði.“ gar@frettabladid.is
Brigslað um
blekkingar
við bálfarir
„Ég skil ekki hvað þeim gengur til,“ segir eigandi
dýraspítala sem brigslað er um svik við sér-
brennslu á hundi. Ósatt sé að spítalinn borgi sorp-
eyðingarstöð tvö þúsund krónur fyrir slíka förgun.
Sérbrennslan fór fram, segir Heilbrigðiseftirlitið.
Dýraspítalinn í Víðidal hafnar öllum ásökunum um svik við brennslu á gæludýrum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við höfum aldrei
fengið tök á að verja
okkur. Það er algert rugl.
Ólöf Loftsdóttir,
einn eigenda
Dýraspítalans í
Víðidal
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð