Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 9

Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 9
Sýningarsalir HEKLU á vefnum eru alltaf opnir Við hjá HEKLU leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum góða þjónustu nú sem endranær. Allt kapp er lagt á að vernda starfsfólk og viðskiptavini og fylgjum við tilmælum Landlæknisembættisins um sóttvarnir. Í sýningarsal HEKLU á vefnum getur þú skoðað úrval bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Þú sérð hvaða bílar eru til frá öllum merkjum HEKLU, hvaða litir og útfærslur eru í boði ásamt því að sjá hvað bílar eru væntanlegir til landsins. Þú getur auðveldlega sent inn fyrirspurn um uppáhalds bílinn þinn og auðvitað líka tekið hann frá og pantað. Í vefverslun HEKLU er einnig að finna mikið úrval aukahluta fyrir bílstjóra, farþega og bílinn sjálfan. Þar getur þú keypt allt frá bílstólum og toppbogum yfir í farangursbox og felgur. Komdu í heimsókn í vefverslun HEKLU, þar sem er alltaf opið. www.hekla.is/vefverslun Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta rafrænar leiðir í samskiptum við okkur og kappkostum að svara fyrirspurnum eins hratt og auðið er. Söluráðgjafar HEKLU eru aðgengilegir í síma á opnunartíma í gegnum tölvupóst og netspjall. SÓTTVARNIR Við höfum sett fram nokkur einföld viðmið varðandi afhendingu nýrra bíla. Söluráðgjafi kennir viðskiptavini á helstu atriði nýja bílsins úr fjarlægð eða glugga. Ef nauðsynlega þarf að sýna ákveðin atriði inn í bílnum stendur söluráðgjafi fyrir utan bílinn og leiðbeinir í gegnum opinn glugga hinum megin. Varðandi tengimöguleika bílsins og önnur tæknileg atriði geta söluráðgjafar sent leiðbeiningar í tölvupósti, leiðbeint símleiðis og jafnvel boðið upp á myndsímtal Við hvetjum viðskiptavini verkstæðis til að nýta snertilausa afgreiðslu með því að skilja eftir bíllykilinn í læstum skilakassa sem er við vinstri aðalhurð HEKLU. Þar er umslag sem hægt er að fylla út nánari upplýsingar en svo má einnig ná í upplýsingablað á www.hekla.is til útprentunar, fylla út og setja með í umslagið. Við tæmum skilakassann reglulega. Eins er hægt að nýta snertilausa afgreiðslu við móttöku með því að ganga frá greiðslu símleiðis í síma 590 5030 með greiðslukorti áður en bíllinn er sóttur og fær viðskiptavinur lykilinn afhentan í poka við komu. Í þeim tilfellum er hægt að hringja í síma þjónustuvers eða senda tölvupóst á thjonusta@hekla.is. Afgreiðslutími HEKLU breytist tímabundið. Opið er í sýningarsölum HEKLU á milli klukkan 10.00 og 17.00 virka daga en lokað um helgar. Þjónustumóttaka verkstæðis og varahluta er opin milli klukkan 07.45 til 17:30 virka daga. Við vekjum athygli á því að lokað verður hjá Heklu 6. til 13. apríl. Þá daga verður einungis neyðarþjónusta í gangi. Hefðbundinn afgreiðslutími á virkum dögum hefst aftur 14 apríl. AFGREIÐSLUTÍMI Á verkstæðinu nota bifvélavirkjar okkar viðurkenndar varnir til að vernda sig og viðskiptavini. Áður en starfsmaður sest inn í bílinn er lykill og allt snertisvæði bílsins sótthreinsað, stýri, skiptistöng, handbremsa og hurðarhandföng og einnota ábreiða sett yfir sæti. Fyrir skil er ferlið endurtekið og sótthreinsaður lykill settur í lokaðan poka. Á meðan ástandið varir getum við því miður ekki boðið upp á skutlþjónustu en hægt er að leigja bíl á meðan á viðgerð stendur. Í þeim tilfellum gætum við þess að sótthreinsa bílaleigubílinn vel að innan áður en viðskiptavinur fær bílinn í hendurnar. VERKSTÆÐI AFHENDING NÝRRA BÍLA SNERTILAUS AFGREIÐSLA HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · Hekla.is Við gætum þess að fylgja kröfum varðandi hreinlæti og sótthreinsun svæða. Sóttvarnir eru aðgengilegar í öllum sýningarsölum okkar og beinum einnig tilmælum til viðskiptavina og starfsfólks að hafa tveggja metra fjarlægð á milli. Þá hafa allir sýningarsalir HEKLU verið aðskildir til að takmarka óþarfa umferð og þess er gætt að einungis 20 séu samankomnir á hverju svæði í einu. SÝNINGARSALIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.