Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 12
Niðurstaðan var að hækka viðmiðin með 0,35 m varúðarmörk- um og hefur Vegagerðin stuðst við það í sínum umsögnum síðan um áramót. Sigurður Sigurðarson, strandverk- fræðingur Vega- gerðarinnar Hnattræn hlýnun hækkar sjávarborð. Aukið rúmmál hafsins vegna hlýnunar skýrir um 30 til 45 prósent hækkunarinnar en bráðnun jökla afganginn. Fyrsta bréf ið til Jef fs Moneda í nýju stjórnun-arstarfi í borginni Foster City við San Francisco f lóa í Kaliforníu ýtti verulega við honum. „Talandi um stress. Fyrsti pósturinn var bréf frá almannavörnum Banda- ríkjanna, FEMA, þar sem sagði: „Þú verður að hækka alla sjóvarnargarða annars verðum við að skilgreina alla borgina á flóðasvæði,“ sagði Moneda borgarstjóri í viðtali við dagblaðið Los Angeles Times nýverið. Fasteignaeigendur borgarinnar enduðu á að samþykkja, með meira en 80 prósentum atkvæða, að greiða sérstakan 90 milljóna dala skatt til hækkunar flóðgarða um 2,7 metra. Framkvæmdir hefjast í sumar. San Francisco, fjórða stærsta borg Kaliforníu, gaf nýlega út ný og hærri viðmið um örugga sjávarstöðu fyrir framtíðarskipulag. Skýringa er að leita í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Með aukinni losun g róðurhúsalof tteg unda mun hitastig áfram fara hækkandi og öfgar í veðurfari aukast næstu áratugina. Borgin áætlar að til ársins 2100 muni sjávarborð hækka um 1,68 metra, en að auki er gert ráð fyrir 1,07 metrum vegna aukins stormviðris og háflóða. Þetta er því veruleg hækkun frá því sem áður var. Gróðurhúsaáhrif á sjávarstöðu Ýmsir þættir hafa áhrif á sjávar- stöðu. Í fyrsta lagi eru það sjávar- föllin sem stafa af aðdráttaraf li tungls, sólar og reikistjarna. Þá valda ýmsir veðurfarsþættir hækk- un sjávarborðs, svokölluðum áhlaðanda. Þar ber fyrst að nefna áhlaðanda vegna loftþrýstings en einnig koma til vindáhlaðandi og ölduáhlaðandi, sá síðarnefndi getur hækkað sjávarstöðu mikið á afmörkuðum svæðum innan brimgarðs upp við ströndina. Að auki ræðst afstaða láðs og lagar af landrisi eða landsigi, nokkuð sem skiptir miklu hér á landi. Allt frá 19. öld hefur það verið mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækki meðalhita jarðar. Vissar loft- tegundir lofthjúpsins breyta varma- geislun frá jörðinni þannig að neðri hluti hjúpsins og yfirborð jarðar hitna og mynda gróðurhúsaáhrif. Þetta er margítrekuð niður- staða Milliríkjanefndar um lofts- lagsbreytingar (IPCC) sem er vísindaráð á vegum Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinn- ar. Að baki henni er starf þúsunda vísindamanna. Ein alvarlegasta afleiðing hnatt- rænnar hlýnunar er hækkun sjávarborðs. Það skýrist einkum af tvennu: Við hlýnun þenst sjór út og rúmmál hafsins vex. Þessi varmaþensla skýrir í dag um 30 til 45 prósenta hækkun sjávar- borðs. Afgangurinn kemur til af rýrnun Grænlandsjökuls, Suður- skautslandsins og jökla utan heimskautasvæða, þegar meira leysingavatn rennur til hafs. Vísindalegar mælingar sýna að sjávarmál í heiminum hækkaði að jafnaði um 3,6 mm á ári á tíma- bilinu 2005-2015 og er sú hækkun 2,5 sinnum meiri en var á árabilinu 1901-1990, þegar hækkunin var að jafnaði 1,4 mm á ári. Af hverju skiptir þetta máli? Það þarf ekki mikla breytingu á sjávarstöðu til að hafa umtalsverð áhrif á daglegt líf fólks. Til þessa verður að taka tillit við hönnun mannvirkja í og við sjó á næstu ára- tugum. Það á einkanlega við um byggð á lágsvæðum nærri sjó, hafnarmannvirki og fráveitukerfi sem liggja út í sjó. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vék að þessu í síðustu ársskýrslu félagsins þegar hann sagði frá- veitu borgarinnar viðkvæma fyrir loftslagsbreytingum vegna tíðari hellidemba og hækkandi sjávar- stöðu. Nú þegar eru fráveitulagnir í nokkrum hverfum neðan sjávar- máls og því þurfi dælubúnað til að veita skólpi til sjávar. Endurnýjun fráveitunnar yrði að taka mið af loftslagsbreytingunum. Íslensk skipulagsviðmið Vegagerðin er umsagnaraðili um skipulag þar sem hætta þykir vera á sjávarflóðum. Sigurður Sig- urðarson, strandverkfræðingur Vegagerðarinnar, segir að skipu- lagsviðmið um lágmarkslandhæð haf i ver ið endurskoðuð ár ið 2018. „Hvað varðar hæk k un sjávarstöðu vegna hnattrænnar hlýnunar var byggt á drögum að skýrslu vísindanefndar um lofts- lagsbreytingar frá árinu 2018,“ segir Sigurður. Star f íslensku nefndarinnar hafi verið byggt á samantektum IPCC um hnattræna hækkun sjávarborðs. Að sögn Sigurðar var gert ráð fyrir að um 30 til 40 prósent af hnatt- rænni hækkun væru vegna massa- taps ísbreiða aðallega á Grænlandi, en einnig að nokkru á Suðurskauts- landinu. Viðmið um lágmarksland- hæð byggir á spám um hnattræna hlýnun auk þess sem tekið er tillit til landhæðarbreytinga vegna jarð- skorpuhreyfinga. Varúðarmörk hækkuð 2020 Enn hækka mörkin. Um síðustu áramót gaf Vegagerðin út hærri varúðarmörk vegna óvissu um sjávarstöðuhækkun eftir nýjar upplýsingar frá IPCC síðasta haust. „Niðurstaðan var að hækka viðmið með 0,35 metra varúðarmörkum og hefur Vegagerðin stuðst við það í umsögnum sínum síðan um áramót,“ segir Sigurður. Vegagerðin gerir ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu vegna hnatt- rænnar hlýnunar til loka aldarinnar verði mest um 0,8 til um 1,0 m á Suð- vesturlandi, Reykjanesskaga og Norðvesturlandi. Minni hækkun er áætluð annars staðar á landinu. Í nágrenni Vatnajökuls er hins vegar gert ráð fyrir að land rísi um allt að 1,5 m til loka aldarinnar. Þessu til viðbótar er miðað við um 1,0 til 1,2 m hækkun vegna stjarn- fræðilegra sjávarfalla og byggir það á velþekktri meðalstórstraumsflóð- hæð. Að auki er gerð krafa um að lágmarksgólfhæð sé 0,3 m hærri en lágmarkslandhæð. Duga viðmiðin? Aðspurður hvort þessi varúðar- mörk dugi telur Sigurður svo vera. Hann segir að teikn um hækkaða sjávarstöðu hafi í áratugi verið tekin alvarlega hér á landi. „Að svo stöddu telur Vegagerðin ekki ástæðu til að hækka enn frekar gildandi skipu- lagsviðmið.“ Komi í ljós gildar ástæð- ur til hækkunar verði það skoðað. Auður Magnúsdóttir, umhverfis- sérfræðingur hjá verkfræðistofunni VSÓ, sem leiddi 2016 rannsókn á hækkaðri sjávarstöðu, telur teikn um hana ekki tekin nógu alvarlega hér. „Það er undir hælinn lagt hvort tekið er tillit til hækkunar sjávarborðs við skipulag byggðar. Það skortir samræmda stefnu um hvernig eigi að bregðast við hækkun sjávarborðs þannig að sem minnst hætta skapist fyrir komandi kyn- slóðir,“ segir Auður. „Ef til vill gerir fólk sér ekki grein fyrir hversu nálæg í tíma hækkun sjávarborðs er. Samt sem áður erum við að skipuleggja byggðir sem munu standa næstu ára- tugina, til ársins 2100 eða lengur og verða umhverfi barnanna okkar og barnabarna.“ Sjávarstaða hækkar enn Hækkun sjávarstöðu kallar á ný skipulagsviðmið þar sem miðað er við eins metra hnattræna hækk- un vegna hlýnunar auk 35 cm varúðarmarka. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Meðalstór- Hækkun v. Hækkun v. hnattr. Varúðarmörk Lágmarks Lágmarks straumsflóð sjávarfalla hlýnunar og jarð- Vegagerðarinnar gólfhæð yfir gólfhæð og storma skorpuhreyfinga v. hlýnunar landhæð við strönd Reykjavík +4,0 m 1,2 m 0,54 m 0,35 m 0,3 m +6,4 m Ísafjörður +2,2 m 1,1 m 0,4 m 0,35 m 0,3 m +4,2 m Akureyri +1,4 m 1,1 m 0,0 m 0,35 m 0,3 m +3,2 m Húsavík +1,3 m 1,35 m 0,32 m 0,35 m 0,3 m +3,6 m Höfn í Hornafirði +1,2 m 1,2 m -1,5 m 0,35 m 0,3 m +1,6 m Grindavík +3,3 m 1,5 m 0,64 m 0,35 m 0,3 m +6,1 m ✿ Lágsvæði Nýjar viðmiðunarreglur fyrir landhæð í hæðarkerfi hafna (metrar) UMHVERFIÐ OKKAR Með aukinni losun gróðurhúsalofttegunda mun hitastig fara hækkandi og öfgar í veðurfari aukast. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.