Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 18
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Allt fyrir
páskaveisluna
1399 kr.kg
Lambalæri frá Norðlenska
OPIÐ ALLA
PÁSKANA!
Sjá nánar á
kronan.is
589 kr.kg
Fjólubláar sætar kartöflur
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Brjálaðir bónusar íþróttamanna
Alexis Sanchez er með besta samning í heimi. Það hlýtur að vera. Hann er búinn að fá milljarð í laun og fékk tryggðarbónus í
vikunni. En þetta er ekki eini furðubónusinn sem íþróttamenn hafa sett í samninga sína. Fjarri því, eins og óformleg leit sýnir.
Sjónvarpssamningur aldarinnar
Þegar NBA vildi fá fjögur lið úr ABA-deildinni inn í sína deild
missti St Louis af lestinni. Eigendur liðsins sömdu þó um að
fá hluta af sjónvarpstekjum þessara liða svo lengi sem NBA-
deildin væri til, meðal annars San Antonio Spurs. Hluturinn
var metinn á hálfan milljarð dollara árið 2014.
Elskar körfubolta
Michael Jordan, besti körfuboltaleikmaður allra tíma, hafði
í sínum samningi að hann mætti spila körfubolta hvar og
hvenær sem er. Chicago Bulls reyndi reglulega að fá hann til
að hætta að spila á hörðu malbiki eða í einhverjum sýning-
arleikjum en Jordan hélt þessari klásúlu allan sinn feril.
Fékk borgað alveg sama hvað
Rick Mirer, samdi við Seattle Seahawks í NFL-deildinni
1993. Umboðsmenn hans voru þá óreyndir og sömdu um
milljarða greiðslur sem Mirer myndi fá, sama hvað gerðist.
Jafnvel þó jörðin myndi farast. „… up to and including the
end of the world,“ eins og stóð orðrétt í samningnum.
Ekkert er ókeypis
Þegar PSG keypti Neymar frá Barcelona og gerði hann að
dýrasta knattspyrnumanni heims fékk hann nokkrar góðar
klásúlur í sinn ofursamning. Meðal annars 2,5 milljónir dala
á ári ef hann gagnrýnir ekki þjálfarann og 375 þúsund fyrir
að heilsa aðdáendum, svo fátt eitt sé nefnt.
Borgað fyrir tapleiki
Sigurbónusar eru trúlega þekktasta stærðin í íþróttasamn-
ingum. Þegar samningur Hugo Lloris, fyrirliða franska lands-
liðsins og leikmanns Tottenham, lak í fjölmiðla kom í ljós
að hann fær fjölmarga bónusa eins og hinn klassíska bónus
fyrir sigurleiki en einnig 3.500 pund ef liðið bíður lægri hlut.
Fyrirtækið naut góðs af samningnum
Daniel Agger, fyrrverandi leikmaður Liverpool, setti í sinn
samning að í hvert sinn sem hann væri í Liverpool-liðinu
fengi fyrirtæki hans ókeypis birtingu á skiltunum við
Anfield. Agger spilaði 175 leiki fyrir Liverpool áður en hann
snéri aftur til Danmerkur þar sem fyrirtækið blómstrar.