Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 22
Þegar maður var að und-irbúa þetta fór maður auðv itað aðeins að hugsa um þetta og þetta var svolítið skrýtið til að byrja með,“ segir Laddi sem gat ekki varist hugsunum um feigð og eigin dauðleika enda nokkrum árum eldri en Benedikt sem hann leikur í sjónvarpsþátt- unum Jarðarförin mín. „Ég lagðist til dæmis ofan í kistu og allt það fyrir einhverjar mynda- tökur og þá fór maður nú að hugsa sko,“ segir hinn 73 ára gamli Laddi sem þannig er vissulega kominn í seinni hálfleik, hvernig sem á það er litið. „Og ég verð að segja það að ég fékk nú svona smá hugmynd, af því að hann Benedikt var að undirbúa sína jarðarför, hvort ég ætti ekki bara að drífa mig í því líka. Vegna þess að hún verður það stór. Þetta verður svona fjöldagröf hjá mér,“ segir Laddi og hlær um leið og hann bendir á að með honum muni óhjá- kvæmilega kveðja halarófa af per- sónum sem þjóðin hefur fyrir löngu slegið eign sinni á. Kista á kjaft „Allir karakterarnir, þeir fara nátt- úrlega með þannig að ég er búinn að spekúlera í alls konar hlutum og held að það fari alveg hálfur dagur í þessa jarðarför án þess að ég sé nokkuð búinn að hanna það,“ segir Laddi og bendir á að vafaatriðin séu mörg. „Hvort það þurfi að jarða hverja persónu fyrir sig og hvert og eitt fái kistu. Ég veit að þau munu fara að rífa kjaft annars,“ segir Laddi sem kemst síðan ekki lengra þar sem Eiríkur Fjalar grípur skyndi- lega og óvænt fram í fyrir honum: „Hva, á maður ekki að fá sérkistu? Hva, erum við allir saman hérna?!“ Vandlætingartónn f lauelsjakka kassagítarhetjunnar er greinilegur. „Það verður svolítið svona,“ heldur Laddi áfram meðvitaður um að Skúli rafvirki, Elsa Lund, Saxi læknir, Dengsi og f leiri pláss- frekar persónur sem sprottið hafa fram í höfði hans verði ekkert frekar til friðs. Dauðadómur á síðasta degi Talið berst frá litríkum grínfíg- úrum Ladda að honum Benedikt, sem óneitanlega er allt annars eðlis og sjálfsagt dramatískasta per- sónan sem Laddi hefur tekist á við á löngum ferlinum. „Það má segja að þetta sé svolítið öðruvísi en ég hef leikið áður þann- ig að ég þurfti aðeins að hugsa mig um og setja mig í spor þessa manns,“ segir Laddi. „Ég náttúrlega leit aðeins inn á við bara. Líka og af því að við erum svona á svipuðum aldri, ég er aðeins eldri en hann, þá er það mjög svipað þannig að ég náði alveg tengingu við karlinn. Hann er orðinn 67 ára og er að hætta í vinnunni,“ segir Laddi um stöðu Benedikts í fyrsta þætti. „Hann þótti ekki skemmtilegur enda svona þumbari og ekki vin- margur. Átti einn vin sem vann með honum og spilaði með honum golf. Og það var nú allt og sumt. En það er haldin þarna fyrir hann ein- hver veisla og bara fljótlega upp úr því fær hann þessar fréttir. Að hann eigi jafnvel bara nokkrar vikur eftir ólifaðar. Honum bregður náttúrlega að sjálfsögðu og fer að hugsa sín mál og svona og tekur ákvörðun um að gera kannski eitthvað þessar síðustu vikur sem hann lifir. Gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Það verður smá breyting á kallinum og hann fær þessa glimrandi hugmynd og fer bara að undirbúa sína eigin jarðarför.“ Leynigestur í jarðarför „Þetta er nú ekki vel séð hjá fólkinu hans, eða einkasyninum, fyrr- verandi konunni, sem er alltaf að skipta sér af öllu, og tengdadóttur- Í dauðans óvissa gríni Hinn eini sanni Laddi axlar sínar þyngstu dramatísku byrðar á ferlinum í þáttunum Jarðarförin mín. Rúmlega sjötugur hug- leiddi hann óhjákvæmilega dauðann og þá halarófu sem verður grafin með honum. Laddi í þungum þönkum á mörkum lífs og dauða í hlutverki Benedikts. Laddi tekur enga sénsa á tímum kóróna­ veirunnar enda dauðans alvara á ferðum og ekkert hlægilegt við að verja sig og aðra með hönskum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is Á þessum vendipunkti í sögunni má segja að skálduð tilveran renni saman við raunveruleika Ladda, þó á dramatískum forsendum. „Þau hafa ekki sést síðan hann var bara unglingur, átján ára eða eitt- hvað svoleiðis. Nema hvað. Hún er prestur og verður sú sem á að jarða hann og ástin blossar upp þarna hjá manninum sem búinn er að vera einn eiginlega í 30 ár. Ragnheiður Steindórsdóttir leik- ur hana en hún lék líka kærustuna mína í Undir sama þaki ’77,“ segir inni. Það fer ekki vel í þau þetta kjaftæði í honum en hann heldur sínu striki og fer að undirbúa þetta af krafti,“ segir Laddi og ekki leynir sér að hann hefur séð spaugilegar hliðar á þessu grafalvarlega brölti persónunnar. Gömul kærasta „Hann fer að kynna sér alls konar hluti og svona. Fer að lauma sér inn í jarðarfarir og skrifa hjá sér punkta og svona. Svo kemur að því þarna í þessu veseni hans að hann rekst á æskuástina sína.“ 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.