Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 28

Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 28
Þessi yfirskrift er ágætis rammi utan um 50 ára sögu Hjálparstarfs kirkjunnar, en í janúar síðastliðnum voru liðin 50 ár frá því að stofnunin var sett á laggirn- ar. Styðjum hvert annað! Um það hefur starfið á Ís- landi og verkefnalöndum erlendis snúist í öll þessi ár og gerir enn. Eins og í lífinu almennt hefur gengið á ýmsu í starfinu, stundum gengið vel og stundum illa, vel tekist til og mistök verið gerð. Það sem skiptir máli er að læra af mistökunum og því sem vel er gert og horfa til framtíðar, halda áfram að styðja hvert annað. Finna nýjar leiðir, aðlagast aðstæðum og hafa sam- starf og notendastýrða nálgun á þjónustu og í verk- efnum. Valdefling kvenna Á vel heppnuðu afmælismálþingi í janúar var yfir- skriftin „Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?“ Niðurstaða okkar er að valdefling kvenna er lykil- þáttur í að ná árangri og framförum á Íslandi og verk- efnalöndum erlendis. Þetta var líka niðurstaða Muhammad Yunus frá Bangladesh sem fékk Nóbels- verðlaunin 2006. Hann vill meina að valdefling kvenna m.a. með örlánum til að bæta tekjugrundvöll og ráð- stöfunarfé kvenna sé grundvöllur efnhagslegra og félagslegra framfara í heiminum. Þess vegna stofnaði hann árið 1983 Grameen Bank sem veitir örlán til þeirra allra fátækustu, sérstaklega kvenna. Starf Muhammad Yunus er fyrirmynd margra annarra að árangursríku starfi. Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna er þverlægt markmið í öllu starfi Hjálparstarfsins. Meðal annars eru veitt örlán til kvenna í verkefninu í Eþíópíu. Virkniverkefni fyrir konur eru í gangi á Íslandi og 71% umsækjenda sem fengu efnislega aðstoð á síðasta starfsári voru konur. Með þinni hjálp Þegar upp er staðið snýst þetta um að styðja hvert annað, vinna að réttlæti, trúa á framtíðina! Þá kemur stóra spurningin til þín og til mín – erum við aflögufær til að veita öðrum stuðning? Getum við lagt okkar af mörkum til að vinna að réttlátari heimi. Ef svo er get- um við tekið þátt í söfnun Hjálpastarfs kirkjunnar undir yfirskriftinni „Styðjum hvert annað!“. Upplýsingar um fjölbreytt starf okkar eru í þessu blaði og einnig upplýsingar um mismunandi leiðir til að styðja starfið. Takk fyrir þinn stuðning. Þurfir þú á stuðningi að halda eru upplýsingar í þessu blaði um hvernig þú getur nálgast stuðning sem er í boði, einnig á heimasíðu okkar help.is. Vegna COVID-19 veirunnar biðjum við sem flesta að byrja á því að hringja í síma 528 4400 (kl. 10:00–15:30) eða fara á heimasíðuna frekar en að koma á skrifstofuna. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi Á óvissutímum eins og við lifum í dag er mikilvægt að muna eftir kærleikanum: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ 1. Korintubréf 13,4–8. Bjarni Gíslason, framkvæmdatjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason Margt smátt …, 1. tbl. 32. árg. 2020 Ábyrgðarmaður: Kristín Ólafsdóttir Myndir: Hjálparstarf kirkjunnar og ACT Alliance nema bls. 4: Kristinn Ingvarsson og bls. 7: Hreinn Hákonarson og biskupsstofa. Prentvinnsla: Umbrot: Pipar\TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Styðjum hvert annað! Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar ÞÖKKUM STUÐNINGINN 2 – Margt smátt ...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.