Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 36
Þjóðminjasafnið er lokað eins og öll söfn í núverandi ástandi sóttvarna og veiru-
sýkinga. Það er þó ekki þar með
sagt að engin starfsemi eigi sér
stað innan veggja safnsins. „Við
tókum okkur til nú á dögunum,
endurbættum vefinn okkar og
gerðum fræðsluefni aðgengilegra
fyrir almenning sem getur þá
heimsótt okkur á safnið á netinu,“
segir Jóhanna Bergmann, fræðslu-
stjóri Þjóðminjasafnsins.
Leiðsögn á veraldarvefnum
fyrir fullorðna og börn
Á vefnum kennir nú ýmissa grasa
fyrir þá sem eru forvitnir um
land og sögu þjóðarinnar. „Við
munum reyna að setja inn nýtt
efni á hverjum degi. Meðal annars
verður styttri leiðsögn um grunn-
sýningu Þjóðminjasafnsins fyrir
fullorðna. Grunnsýningunni er
skipt niður í sjö tímabil. Hvert
innslag verður afmarkað hverju
tímabili fyrir sig þar sem sérfræð-
ingur fer um hluta sýningarinnar
og segir frá. Þá er meðal annars
væntanlegt innslag um sull, sem
var alveg hrikalegt sníkjudýr sem
olli miklum usla á sínum tíma.
Einnig verða styttri 5-10 mínútna
fræðslumyndbönd fyrir börn þar
sem við munum kenna krökkum
á sýninguna sem er nú uppi á
Þjóðminjasafninu og draga fram
ýmsa gullmola,“ segir Jóhanna.
Hvernig í ósköpunum komst
kókoshneta til Íslands?
Nú þegar er mikið af áhugaverðu
fræðslu- og skemmtiefni á vef
Þjóðminjasafnsins sem gaman er
að skoða heima fyrir. Eitt af því
sem má finna á safnvefnum eru
Beinin geyma
nefnilega svo
mikið um okkur og geta
gefið vísbendingar um
aldur einstaklingsins,
kyn, næringu og hvort
hann eða hún hafa verið
haldin einhverjum
sjúkdómum.
Beinagrindur,
sullaveiki
og bikar úr
kókoshnetu
Stafræn leiðsögn um Þjóðminjasafn-
ið styttir okkur stundirnar á meðan
húsið er lokað í samkomubanni.
Það kennir ýmissa grasa á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.
Safnið var oftast nefnt Forngripasafnið fram til 1911 þegar það hlaut lög-
formlega það nafn sem enn gildir í dag. Myndin er úr safneign safnsins.
Jóhanna Ber-
mann safn-
fræðslufulltrúi,
Hrafnhildur
Eyjólfsdóttir
safnkennari
og Styrmir Þór
Davíðsson,
umsjónamaður
fasteigna
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
tvö myndbönd af henni Röggu,
sem er sjö ára sagnfræðiáhuga-
kona. Þar segir hún áhorfendum
frá uppáhaldsgripunum sínum
á safninu. Í öðru myndbandinu
segir hún okkur frá um það bil
500 ára gömlum bikar úr silfri og
kókoshnetu og spyr: „Hvernig í
ósköpunum komst kókoshneta
til Íslands?“ „Hún Ragga er alger
gullmoli og tengist einum starfs-
manni safnsins nánum fjölskyldu-
böndum. Hún á sér marga aðra
uppáhaldsgripi og munum við
birta f leiri myndbönd af henni í
náinni framtíð.“
Starfsmenn Þjóðminjasafnsins virða tveggja metra regluna.
Mun grafa upp beinagrind
„Á mánudaginn munum við svo
setja inn glænýtt myndband þar
sem Joe Walser mannabeinafræð-
ingur tekur fram eina af beina-
grindum safnsins og segir okkur
frá ýmsu sem hann getur dregið
ályktanir af, einfaldlega með
því að skoða hvert bein fyrir sig.
Beinin geyma nefnilega svo mikið
um okkur og geta gefið vísbend-
ingar um aldur einstaklingsins,
kyn, næringu og hvort hann eða
hún hafa verið haldin einhverjum
sjúkdómum og um aðstæður á
þeim tíma sem einstaklingurinn
var uppi.“ Það er ekki orðið ljóst
hvaða beinagrind hann ætlar að
skoða, því verður spennandi að
sjá hvað Joe Walser getur lesið úr
beinunum á mánudaginn. „Við
búumst við því að þetta verði vin-
sælt innslag á vefnum okkar enda
er mikill áhugi hjá Íslendingum
á tengdu efni eins og til dæmis
sjónvarpsefni um réttarmeina-
fræðinga.“
Við hvetjum lesendur til að
skoða stafrænt fræðslu- og
skemmtiefni á vef Þjóðminja-
safnsins, en besta leiðin til að
fylgjast með nýju efni er að fylgja
Þjóðminjasafninu á Facebook.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
LIÐVERKIR,
STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í
LIÐUM?
Mest selda liðbætiefni
á Íslandi
2-3ja
mánaða skammtur íhverju glasi
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R