Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 40
Forstöðumaður/Forstjóri
NORDATLANTISK HUS og Det Grønlandske Hus í Odense
óska eftir að ráða nýjan forstöðumann/forstjóra.
Sjá auglýsingu nánar á:
https://www.nordatlantiskhus.dk/
https://www.dgh-odense.dk/
Forstjóri Reykjalundar
endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS
Starfsstjórn Reykjalundar auglýsir laust til umsóknar starf
forstjóra Reykjalundar. Leitað er að öflugum einstaklingi
í krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarf þar sem reynir á
samskiptahæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
Starfsstjórn ræður í starfið til fimm ára frá 1. júní 2020.
Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Á Reykjalundi fer
fram alhliða endurhæfing með það að markmiði að bæta
lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita.
Um þjónustuna gildir þjónustusamningur milli Sjúkratrygg-
inga Íslands og Reykjalundar. Þá annast stofnunin starfsnám
í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði
kennslu heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.
Hjá Reykjalundi starfa 200 starfsmenn.
Hlutverk og ábyrgðasvið
Hlutverk forstjóra er að hafa forystu um að Reykjalundur sé
í fararbroddi á sviði endurhæfingar á landsvísu.
Forstjóri ber ábyrgð á að Reykjalundur starfi í samræmi við
lög og stjórnvaldsfyrirmæli.
Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar,
að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við
þjónustusamning og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan
hátt.
Forstjóri starfar í samræmi við erindisbréf sem stjórn setur
honum.
Undir forstjóra heyra 4 framkvæmdastjórar sem mynda
framkvæmdastjórn ásamt mannauðsstjóra sem hefur seturétt
á framkvæmdastjórnarfundum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á heilbrigðissviði, framhaldsmenntun
er kostur.
• Leiðtogahæfileikar og farsæl reynsla af stjórnun og rekstri.
• Þekking og reynsla af stjórnun í heilbrigðisþjónustu
er kostur.
• Þekking og reynsla af mannauðsmálum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
Hæfni umsækjenda verður metin í samræmi við menntunar-
og hæfniskröfur.
Starfsstjórn sem heilbrigðisráðherra skipaði 12.11.2019 ber
ábyrgð á ráðningu nýs forstjóra skv. erindisbréfi. Viðtöl verða
við þá einstaklinga sem uppfylla kröfur að mati starfsstjórnar.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að
sækja um.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningar-
bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu. Nánari upplýsingar um
starfið veitir Anna Stefánsdóttir starfandi forstjóri Reykjalun-
dar (anna@reykjalundur.is). Umsóknir skulu berast Guðbjörgu
Gunnarsdóttur mannauðsstjóra, Reykjalundur, 270 Mosfells-
bær eða á netfangið: gudbjorg@reykjalundur.is eigi síðar en
25. apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar starfsstjórn hefur tekið
ákvörðun um ráðningu í starfið.
ERT ÞÚ HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SEM HEFUR
ÁHUGA Á AÐ VINNA Í RANNSÓKN Á HEIMSVÍSU?
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi (e. study nurse/study coordinator) í fullt starf við vísindarannsóknina
Blóðskimun til bjargar, skimunarrannsókn og lyfjarannsókn við Læknadeild Háskóla Íslands. Markmið
hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir forstigi mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla
Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Binding Site í Bretlandi, Memorial Sloan Kettering krabbameins-
miðstöðina í New York og International Myeloma Foundation. Skimað er fyrir forstigi mergæxlis með blóðprufu
og þeim einstaklingum sem greinast með forstig mergæxlis fylgt eftir í klínískri rannsókn. Þátttakendur eru
kallaðir inn í frekari rannsóknir og fá eftirfylgd með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast með mergæxli er
hinsvegar boðið að taka þátt í lyfjarannsókn.
Hjúkrunarfræðingar rannsóknarinnar koma bæði að uppvinnslu og eftirfylgd í skimunarrannsókn og uppvinnslu
og meðferð í lyfjarannsókn. Starfið býður upp á einstaka innsýn og reynslu af rannsóknarvinnu og klínísku starfi.
Helstu menntunar- og hæfniskröfur:
• BS-gráða í hjúkrunarfræði, auk íslensks hjúkrunarleyfis
• Reynsla af vinnu við vísindaverkefni er kostur
• Þekking á good clinical practice (GCP) er kostur
• Reynsla af hjúkrun krabbameinsveikra og krabbameins-
lyfjagjöf er kostur
• Reynsla af því að vinna í teymi
• Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
• Framúrskarandi samskiptahæfni, nákvæmni, útsjónarsemi
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka
sér nýjungar á því sviði
Hægt er að sækja um og fá allar
nánari upplýsingar á heimasíðu HÍ:
http://www.hi.is/laus_storf
Umsóknarfrestur er
til og með 14. apríl 2020
Lyfja leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í
starf verkefnastjóra vöruvals. Við leitum að árangursdrifnum
og lausnamiðuðum einstaklingi til að takast á við fjölbreytt
og spennandi verkefni.
Verkefnastjóri vöruvals hefur umsjón með vöruvali, innkaupum
og sölu á lausasölulyfjum, heilsu- og sérvörum félagsins.
HÆFNISKRÖFUR:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af vörustýringu á smásölumarkaði
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um
að sækja um starfið á heimasíðu Lyfju, lyfja.is/störf.
Nánari upplýsingar veitir Sigfríð Eik Arnardóttir
sviðsstjóri vörusviðs, sigfrid@lyfja.is.
VERKEFNASTJÓRI
VÖRUVALS