Fréttablaðið - 04.04.2020, Page 41

Fréttablaðið - 04.04.2020, Page 41
Verkefni og ábyrgð: • Stjórnun og stefnumótun söludeildar Pfizer • Samskipti við Pfizer í Danmörku • Samstarf við heilbrigðisstarfsfólk • Gerð og eftirfylgni sölu- og markaðsáætlana • Kynning og sala á lyfjum • Gerð kynningarefnis • Myndun og viðhald viðskiptatengsla við heilbrigðisstarfsfólk • Samskipti við aðra aðila í rekstrarumhverfinu til að knýja á um breytingar sem eru verðmætar fyrir viðskiptavini og sjúklinga • Greining og undirbúningur nýrra markaðstækifæra, innleiðing þeirra og eftirfylgni • Verkefnastjórn og þátttaka í útboðum í samstarfi við Pfizer í Danmörku • Þátttaka í og skipulagning funda og ráðstefna hérlendis og erlendis Um þig Þú ert góður liðsfélagi og ert fær um að starfa í flóknu og þverfaglegu umhverfi. Þú hefur góðan skilning á rekstrarumhverfi á sviði heilbrigðis- og lyfjamála á Íslandi. Þér vex ekkert í augum, þú tekur frumkvæði og lýkur verkefnum sem þú byrjar á. Þér veitist létt að eiga samskipti við annað fólk, bæði viðskiptavini og samstarfsfólk og þú átt auðvelt með að tjá þig í ræðu og riti. Ennfremur þurfa umsækjendur að uppfylla eftirtaldar hæfnikröfur: • Háskólamenntun í viðskiptum, heilbrigðisvísindum eða á öðru sviði sem nýst getur í starfi • Reynsla af markaðssetningu og sölu á heilbrigðisvörum eða lyfjum • Góð greiningarhæfni og hæfni til að leggja fram niðurstöður og tillögur með faglegum hætti • Gott vald á íslensku og ensku Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2020. Sótt er um starfið á ráðningarvef Icepharma: www.icepharma.is / Um Icepharma / Atvinna Deildarstjóri á Lyfjasviði (Analytical Business Unit Lead) Pfizer hjá Icepharma leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í spennandi starf á Lyfjasviði Ert þú leiðtogi með reynslu af viðskiptum, heilbrigðisþjónustu og markaðsstörfum? Þá gætum við verið að leita að þér til að taka við nýju og spennandi starfi sem deildarstjóri söludeildar Pfizer hjá Icepharma. Pfizer er eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og býður upp á einna fjölbreyttast vöruúrval allra lyfjafyrirtækja. Starf deildarstjóra söludeildar Pfizer felst í því að styrkja stöðu Pfizer á íslenskum lyfjamarkaði eftir þremur meginleiðum: • Að leiða söludeild Pfizer hjá Icepharma, umboðsaðila Pfizer á Íslandi • Að eiga samskipti við aðra aðila í rekstrarumhverfinu til að knýja á um breytingar sem eru verðmætar fyrir viðskiptavini og sjúklinga • Að annast markaðssetningu og kynningu, þátttöku í útboðum og samskipti við hagsmunaaðila á tilteknum sjúkdómasviðum – einkum á sviði bólgusjúkdóma og ónæmisfræði Ennfremur munt þú taka þátt í verkefnum þvert á rekstrareiningar í nánu samstarfi við samstarfsfólk hjá Icepharma, Pfizer í Danmörku og öðrum löndum. Um teymið Í Pfizer teyminu á Íslandi starfa tveir viðskiptastjórar sem vinna að markaðssetningu og kynningu lyfja á tilteknum sjúkdómasviðum. Þú verður þriðji meðlimur teymisins og tekur jafnframt við ábyrgðinni sem fylgir því að leiða daglegt starf þess. Hvað bjóðum við þér? Við bjóðum þér tækifæri til að vinna að því að íslenskir sjúklingar hafi aðgang að lyfjum Pfizer og þroska hæfileika þína í starfi með mikilli ábyrgð og krefjandi verkefnum. Við ábyrgjumst að samstarfsfólk þitt verður boðið og búið til að hjálpa þér að ná árangri og finnast þú vera á heimavelli, bæði hjá Pfizer og Icepharma. Pfizer starfar um allan heim og getur því einnig boðið atvinnutækifæri utan Íslands. Ýmsir möguleikar eru á alþjóðlegu samstarfi og störfum erlendis í lengri eða skemmri tíma. Um Pfizer Pfizer er lyfjafyrirtæki sem var stofnað í Bandaríkjunum árið 1849 og starfar um allan heim. Leiðarljós um það bil 90.000 starfsmanna fyrirtækisins er að uppgötva nýjungar sem breyta lífi sjúklinga til hins betra. Það hvetur okkur til að ganga til starfa okkar á hverjum degi. Um allan heim vinnur starfsfólk Pfizer saman að því að bæta heilsufar fólks, hvar sem það býr. Samhliða því að uppgötva nýjungar sem breyta lífi sjúklinga til hins betra leitum við stöðugt að nýju samstarfsfólki. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bessi H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma, bessi@icepharma.is. Einnig veitir upplýsingar Jakob Pedersen, tengiliður fyrir Ísland hjá Pfizer í Danmörku, jakob.pedersen@pfizer.com. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf hjá Icepharma. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.