Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 44
Stjórnandi Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið auglýsir stöðu stjórnanda Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar lausa til umsóknar.
Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir sem starfa í Vesturbæ-Miðbæ, Árbæ-Breiðholti og Grafarvogi og heyra þær
undir skóla- og frístundasvið. Skólahljómsveitir Reykjavíkurborgar starfa á grundvelli menntastefnu borgarinnar auk aðalnámskrár
tónlistarskóla og eru í viðamiklu samstarfi sín á milli. Meginmarkmið þeirra er að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms og stuðla
að hæfni þeirra til að flytja, skapa og njóta tónlistar. Á sjötta hundrað nemenda stunda nám í skólahljómsveitunum og koma þeir
fram á tónleikum hljómsveitanna og við fjölmörg önnur tækifæri sem tengjast starfsstöðum sviðsins. Auk þess taka þær virkan þátt í
viðburðum í hverfum og víðar.
Í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar eru nemendur á grunnskólaaldri og aðsetur hljómsveitarinnar er í Vesturbæjarskóla.
Starfið fer fram í þremur blásarasveitum og skiptast nemendur í þær eftir aldri og getu. Kennt er á málm- og tréblásturshljóðfæri
sem leikið er á í hefðbundnum blásarasveitum, auk slagverks og rafbassa. Megináhersla er lögð á að undirbúa og styðja nemendur
vegna þátttöku í hljómsveitarstarfi.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósin
eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Nánari upplýsingar: www.menntastefna.is
Leitað er að einstaklingi sem hefur kunnáttu og metnað til að leiða starf hljómsveitarinnar, vilja til að taka virkan þátt í öflugu sam-
starfi skólahljómsveita, hefur sýnt árangur í störfum sínum, býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði
tónlistarmenntunar barna.
Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um hugmyndir umsækjanda um gildi og framkvæmd skólahljómsveitarstarfs og möguleika
á samstarfi við grenndarsamfélagið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, upplýsingar um framsækin verkefni sem
umsækjandi hefur leitt og annað sem málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið
á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veitir Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu, sími 411-1111. Netfang: sigfridur.bjornsdottir@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ábyrgð á listrænni stjórnun og framkvæmd stefnu skóla-
hljómsveita.
• Móta stefnu og áherslur skólahljómsveita í samvinnu við
stjórnendur.
• Stjórn og ábyrgð á rekstri, skipulagi og daglegri starfsemi
hljómsveitarinnar.
• Ábyrgð á starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun
og starfsþróun.
• Ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
• Virk þátttaka í sameiginlegum verkefnum á skóla- og
frístundasviði.
• Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Lokapróf á blásturshljóðfæri eða önnur hljóðfæri sem kennt
er á hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar.
• Framhaldsmenntun æskileg.
• Reynsla af stjórnun hljómsveita.
• Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum.
• Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og vilji til að leita
nýrra leiða.
• Reynsla og þekking af rekstri og fjármálum æskileg.
• Góð tækni- og tölvukunnátta.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
Þú ert ráðin/n!
FAST
Ráðningar
Uppáhaldssetningin okkar hjá FAST ráðningum
www.fastradningar.is
Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is