Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 46

Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 46
Skólastjóri Ölduselsskóla Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla. Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli í Breiðholti með um 510 nemendur í 1.-10. bekk. Einkunnarorð skólans eru færni, virðing og metnaður. Áhersla er lögð á að starfsmenn og nemendur sýni metnað í starfi, geri kröfur til sjálfs sín, leitist við að bæta færni sína á sem flestum sviðum og beri virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu. Skólastarfið einkennist af öflugri kennslu í bóklegum og verklegum greinum, teymiskennslu og mikilli samvinnu kennara sem miðar að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, styrkja samskipti innan nemendahópsins og skapa metnaðarfullt námsumhverfi án aðgreiningar. Unnið er eftir Uppbyggingarstefnunni – Uppeldi til ábyrgðar og Olweusaráætlun gegn einelti. Ölduselsskóli tekur þátt í þróunarverkefnunum „Heilsueflandi Breiðholt“ og „Læsi allra mál“. Skólinn státar af fjölmenningarlegu umhverfi og því að vera símalaus skóli. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag með langa sögu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélag Íslands. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita: Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, fagstjóri grunnskóla í skóla- og frístundadeild Breiðholts (sigurlaug.hrund.svavarsdottir@reykjavik.is), sími 411-1300 og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri (ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is), sími 411-1111. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 „Látum draumana rætast.“ • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: •: Leyfi til að nota starfsheitið kennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi, stærðfræðikennara á elsta stigi og staða kenn- ara í hönnun og smíði frá og með næsta hausti. Í skólanum eru um 720 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjan- lega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymis- vinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Leitað er að umsækjendum með kennsluréttindi og sérhæfingu á grunnskólastigi, áhuga og reynslu af teymiskennslu og góða sam- skiptahæfni. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is og í tölvupósti: birgir@sunnulaek.is Umsóknarfrestur er til 13. apríl 2020 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2020. Sækja þarf um stöðurnar á vef Sveitarfélagsins Árborgar, http://starf.arborg.is. Skólastjóri Við erum alltaf með bókara á skrá hagvangur.is 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.