Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 54

Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 54
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þetta eru ólíkir réttir en allir bragðgóðir og einfaldir í mat-reiðslu. Taco-pottréttur Þessi uppskrift er vinsæl hjá öllum aldri. Þetta er dæmigerður föstu- dagsréttur en má auðvitað vera með á hverjum degi. Uppskriftin miðast við fjóra. 400 g nautahakk 2 msk. maísolía 2 laukar 2 gulrætur 2 rauðar paprikur 2 hvítlauksrif ½ poki taco-krydd 1 dós hakkaðir tómatar 2 msk. tómatpuré 2 dl vatn 1 grænmetisteningur 1 dós niðursoðnar svartar baunir 4 msk. sýrður rjómi 1 lúka ferskt kóríander 2 vorlaukar 2 límónur Tortilla-nasl Hitið olíu og steikið hakkið. Setjið hakkið í skál á meðan niðurskorið grænmetið er steikt í olíu. Þegar laukur og annað grænmeti er steikt er hakkið sett aftur út í pottinn og taco-kryddinu stráð yfir. Bætið þá við tómötum, tómatpuré, vatni og krafti og látið suðuna koma upp. Látið malla í svolitla stund í viðbót og bætið við vatni ef rétturinn er of þykkur. Skolið baunirnar og setjið saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið vorlaukinn og stráið honum yfir áður en rétturinn er borinn fram. Berið réttinn fram rjúkandi Kitlaðu bragðlaukana Vantar þig hugmyndir fyrir kvöld- matinn? Hér eru nokkrar uppskriftir sem ættu að gleðja bragðlaukana um helgina eða bara á virkum dögum. Taco-pottréttur getur létt lund- ina. Hægt er að bæta út í réttinn uppáhalds- grænmetinu. Vínarsnitsel er þjóðarréttur í Austurríki. Það er þó einnig mikið borðað á Ítalíu en þar heitir rétturinn Milanese. Kjúklingur í karríi með sætum kartöflum. heitan með sýrðum rjóma, fersku kóríander, límónubátum og nasl- inu til hliðar. Gott brauð passar líka vel með þessum rétti eða hrís- grjón en það er ekki nauðsynlegt. Kjúklingur í karríi með sætkartöflum Þetta er mjög góður réttur sem hefur innblástur frá Karíbahafi. Uppskriftin miðast við fjóra. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri 1 laukur 3 hvítlauksrif 50 g ferskt engifer 1 rauður chilipipar 3 msk. tómatpuré 1 msk. kóríanderduft 1 msk. cumin ½ dl ólífuolía 4 dl kókosmjólk 2 dl kjúklingasoð 700 g sætar kartöflur 1 tsk. salt ½ tsk. pipar 200 g strengjabaunir Fersk minta og ferskt kóríander Setjið lauk, hvítlauk, engifer og chili í matvinnsluvél og maukið saman með tómatpuré, kóríander, cumin og olíu. Skerið kjúklinginn í bita. Hitið barmháa pönnu og setjið krydd- maukið út á. Steikið og hrærið í þrjár mínútur. Bætið því næst kjúklingabitunum við og steikið áfram í þrjár mínútur eða þar til þeir fá lit. Þá fer kókosmjólkin saman við ásamt kjúklingasoði. Látið suðuna koma upp og látið malla í fimm mínútur. Skerið kartöflurnar í litla bita og setjið út í réttinn. Sjóðið áfram í tíu mínútur eða þangað til kartöfl- urnar verða mjúkar. Hrærið af og til, bragðbætið með salti og pipar. Loks eru baunirnar settar saman við ásamt mintu og kóríander. Berið réttinn fram með góðu brauði. Vínarsnitsel Vínarsnitsel er alltaf mjög gott. Það er gert með þunnum sneiðum af kálfakjöti sem eru settar í hveiti, egg og brauðrasp. Vínarsnitsel er oft borið fram með frönskum eða soðnum kartöflum og stundum majónessósu. Uppskriftin miðast við fjóra. 800 g gott kálfakjöt 1 tsk. salt ½ tsk. nýmalaður pipar 4 egg 5 dl hveiti 3 msk. smjör til að steikja upp úr 3 msk. olía Sítrónubátar Skerið kjötið í fjórar sneiðar og berjið það niður í um það bil 5 cm þykkt. Bragðbætið með salti og pipar á báðum hliðum. Setjið hveiti í eina skál, hrærð egg í aðra og brauðrasp í þá þriðju. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Leggið kjötið fyrst í hveiti, síðan eggið og loks allt í raspinn. Leggið á pappírinn. Hitið pönnu og setjið fyrst um það bil einn fjórða af smjörinu og olíu. Steikið tvær sneiðar í einu þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Leggið aftur á bökunarpappír á meðan hinar tvær eru steiktar. Hafið hita á ofninum og geymið kjötið þar inni á meðan meðlæti er gert klárt. Það gæti verið baunir eða hrásalat eftir smekk hvers og eins. Majónes með sólþurrkuðum tómötum Þessi kalda sósa gengur vel með vínarsnitseli en einnig með alls kyns fiski. Majónes er gert frá grunni en vitaskuld má nota til- búið úr búðinni. 2 eggjarauður ½ tsk. salt 1½ msk. sítrónusafi eða hvítvínsedik 4 dl olía, um það bil ¼ tsk. nýmalaður pipar ¼ kajennpipar 1 hvítlauksrif 8 sólþurrkaðir tómatar í olíu 1 msk. tómatpuré ½ tsk. sykur Þeytið eggjarauður með saltinu þar til þær verða ljósar og þykkar. Bætið þá kryddi og sítrónusafa saman við. Þeytið áfram og látið olíuna saman við í mjórri bunu hægt og rólega þar til majónesið verður nægilega þykkt. Hakkið hvítlauk og sólþurrkaða tómata í blandara og setjið síðan saman við majónesið. Bragðbætið með sykri, salti, pipar og kajenn- pipar ásamt sítrónusafa. Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. n Rannsóknir sýna að Astaxanthin er allt að 6000 sinnum sterkara andoxunarefni en C vítamín. n Náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis, en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu? Styrktu ónæmiskerfið með Astaxanthin!* * Park JS et al. Nutr Metab. 2010;7:18. TILBOÐ 2 fyrir 1 í apríl 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.