Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 57

Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 57
Áform um opið hús fyrir konur í fíknivanda Reykjavík á votum vetrardegi í janúar. Mynd: Hreinn Hákonarson. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur lengi haft hug á að kirkjan veitti heimilislausu fólki þjónustu. Í september 2019 skipaði hún starfshóp til að kanna hvar þörfin væri brýnust og í framhaldinu að leggja til fyrirkomulag slíkrar þjónustu. Í starfshóp biskups um úrræði fyrir heimilislausa eru Ragnheiður Sverr- isdóttir, djákni, sr. Hjalti Jón Sverrisson og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Sr. Hreinn S. Hákonarson, fyrrum fangaprestur, er hópnum til ráðuneytis. Starfshópurinn komst að þeirri niður- stöðu að mestu þörf fyrir þjónustu hefðu konur sem ekki eiga í öruggt hús að venda á daginn en samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar frá 2017 um fjölda og hag utangarðsfólks voru 108 konur heimilislausar í borginni það ár, flestar þeirra á þrítugsaldri. Konukot Rauða krossins og athvarfið á Lindargötu eru opin frá því síðdegin og fram á morgun svo yfir hádaginn eiga margar sem þangað sækja ekki öruggt húsaskjól. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til biskups í desember síðastliðnum um opið hús fyrir heimilislausar konur ásamt kostnaðaráætlun um verkefnið. Hugmyndin er að hafa opið hús alla daga ársins frá klukkan 11.00-17.00 og að bjóða konunum upp á heita máltíð í hádeginu og kaffihressingu síðdegis. Frú Agnes lagið málið fyrir Kirkjuráð sem samþykkti það á fundi sínum 11. desember síðstliðinn og fjárveiting til verkefnisins liggur fyrir á fjárhags- áætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2020. Biskup hefur síðan farið þess á leit við Hjálparstarf kirkjunnar að það hafi umsjón með verkefninu. Undirbúningur er nú hafinn og ef allt fer að óskum munu konur sem hvergi eiga athvarf yfir daginn geta sótt opið hús strax í haust. Fyrirmyndin frá Boston „Lengi hef ég sjálf hugsað til þeirra sem ekki eiga vísan samastað í tilverunni. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur sá ég með eigin augum að úrræði fyrir fólkið á götunni voru ef til vill ekki næg. Eftir fræðsluferð starfsfólks á Biskupsstofu til Boston þar sem við heimsóttum meðal annars lútherska kirkju sem tók á móti fólki á götunni sá ég fyrirmynd sem hægt væri að læra af. Í þessari kirkju hefur safnaðarheimilinu á neðri hæð kirkjunnar verið breytt þannig að hluti af því er tekinn undir kojur þar sem 10–12 manns geta gist, hluti er matsal- ur og restin er hreinlætisaðstaða. Fólk borgar einn til tvo dali fyrir nætur- hvíldina og matinn. Eins og oft er sagt þá geta allir hjálpað einhverjum en enginn getur hjálpað öllum,“ sagði bisk- up Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, um það hvernig hugmyndin um opið hús fyrir konur í fíknivanda kom til. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir. Margt smátt ... – 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.