Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 59
Ashraf - leggðu nafnið á minnið!
Draumar krakkanna í fátækrahverfunum
í Kampala virðast ekki stórir
– þau dreymir um að lifa því sem við köllum venjulegu lífi. Námið í smiðjum UYDEL og Hjálparstarfs kirkjunnar gefur þeim
tækifæri til að láta þennan hófstillta draum sinn rætast. UYDEL getur rekið smiðjurnar vegna þess að hjartahlýtt fólk á Íslandi
vill gefa unglingunum þetta tækifæri! Kærar þakkir fyrir það!
Ashraf með ömmu sinni við saumavélina. Frænka Ashraf sýnir kjólinn sem hann hannaði og saumaði.
Saga Ashraf sem er 19 ára gamall er
saga sigurvegara. Hann býr hjá ömmu
sinni ásamt yngri systur í fátækrahverfi
í Kampala. Ashraf gat ekki haldið áfram í
framhaldsskóla sökum efnaleysis en
sagði að í smiðju UYDEL og Hjálparstarfs
kirkjunnar hefði hann fengið tækifæri
til að elta draum sinn um að verða dag
einn frægur fatahönnuður. Ashraf
útskrifaðist með hæstu einkunn úr
smiðjunni snemma vors 2019 og í
verðlaun fékk hann saumavél sem hann
notar við vinnu sína heima við.
Í maí 2019 var hann líka orðinn vinsæll
kennari UYDEL í fatahönnun og sauma-
skaup. Ekki nóg með það heldur stjórnar
hann einnig trumbuslætti undir hefð-
bundnum dansi og sinnir jafningja-
fræðslu um lífsleikni og kynheilbrigði.
Heima hjá sér klæðskerasaumar Ashraf
fyrir fólk en segist vilja byrja smátt og
rukka ekki of háu verði fyrir vinnu sína
heldur byggja upp kúnnahóp og verða
þekktur fyrir gæði og gott verð. Fötin
sem hann klæðist á myndunum hannaði
hann og saumaði sjálfur.
Á myndinni hér að ofan(til hægri) sýnir
frænka Ashraf kjól sem hann hannaði og
saumaði. Hann tók skýrt fram að kjóllinn
færi betur konunni sem hefði pantað
hann enda sniðinn á hana en ekki frænk-
una. Alls staðar þar sem fulltrúar Hjálp-
arstarfsins fóru um með Ashraf í maí
2019 var augljóst að hann er leiðtogi í
eigin lífi og mikil fyrirmynd annarra
unglinga í hverfinu sem hann býr í. Hver
veit nema flíkur hans verði á forsíðu
Vogue einn daginn!
Í smiðjum UYDEL og Hjálparstarfs
kirkjunnar í Kampala starfa félags-
ráðgjafar með unglingum sem hafa ekki
getað haldið áfram í skóla sökum
fátæktar og búa við ömurlegar
aðstæður. Markmiðið er að hjálpa
börnum og ungmennum á aldrinum
13–24 ára með því að bjóða þeim upp á
ársnám í iðngrein sem þau geta svo
notað til að sjá fyrir sér. Líka að
unglingarnir taki þátt í uppbyggilegum
tómstundum og námskeiðum sem
styrkja sjálfsmyndina.
Í jafningafræðslu eru unglingarnir
upplýstir um kynheilbrigði og rétt sinn
til heilbrigðisþjónustu. Í Úganda verða
stelpur gjarnan mæður mjög ungar en
með fræðslu til bæði stelpnanna og ekki
síður til strákanna, meðal annars um
notkun smokka, fá þær tækifæri til að
fresta barneignum. Unglingarnir fá
smokka í smiðjunum en notkun þeirra
kemur einnig í veg fyrir smit kynsjúk-
dóma.
Í smiðjunum er boðið upp á nám í tölvu-
og farsímaviðgerðum, rafvirkjun,
fatasaumi og fataprjóni, töskugerð,
sápugerð, hárgreiðslu og förðun,
eldamennsku og þjónastarfi. Skipulagið
er yfirleitt þannig að kennsla í iðngrein-
um er fyrir hádegi en boðið er upp á
söng, íþróttir og jafningjafræðslu eftir
hádegi.
Eftir ársnám hafa unglingarnir lært það
mikið að þeir geta komist í starfsnám í
fyrirtækjum eða komið sér upp eigin
sölu- eða viðgerðarbásum.
Félagsráðgjafar UYDEL hafa milligöngu
um starfsnámið og fylgja krökkunum
eftir og athuga hvernig þeim reiðir af
eftir námið.
Samkvæmt könnun félagsráðgjafa
UYDEL meðal unglinga sem höfðu
stundað nám í smiðjunum námsárið
2017–2018 voru 63% þeirra sem fóru í
starfsþjálfun komin í launað starf árið
2019, 21% höfðu hafið eigin rekstur en
16% voru enn án vinnu.
Ashraf, Bjarni Gíslason og starfsfólk UYDEL á leið um fátækrahverfi í Kampala.
Margt smátt ... – 9