Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 68
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Eggerts Snorra Magnússonar húsasmíðameistara, Strikinu 12, Garðabæ. Hrefna Lárusdóttir Valur Valdimarsson Páll Ármann Eggertsson Kristín Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Þórdísar Steinunnar Sveinsdóttur Sólvangi, áður Smárahvammi 4, Hafnarfirði. Ingibjörg Jónsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason Sigurður Jónsson Helga Arna Guðjónsdóttir Tryggvi Jónsson Guðrún Elva Sverrisdóttir Bryndís Magnúsdóttir Úlfar Hinriksson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurveig Guðmundsdóttir Gaukshólum 2, Reykjavík, lést á LSH þann 29. mars síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigrún Erla Þorleifsdóttir Jörundur Jónsson Sædís Guðríður Þorleifsdóttir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir Þorsteinn Adamsson barnabörn og barnabarnabörn. Í útvarpsprédikun síðasta sunnudag talaði Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni í Áskirkju í Reykjavík, svo sterkt inn í þær aðstæður sem nú eru í heim-inum að eftirtekt vakti. Þegar ég segi henni að það sé í fyrsta sinn sem ég heyri djákna prédika í guðsþjónustu svarar hún glaðlega: „Já, þú verður að spyrja sóknar- prestinn, hann Sigurð Jónsson, af hverju hann treysti mér til þess. En ég er honum afar þakk- lát fyrir tækifærið sem beinir líka sjónum að djáknum í kirkjunni og hlutverki þeirra,“ segir hún og kveðst hafa sterka skoðun á hlut- verki kirkjunnar í samfélaginu. „Kristin sið- fræði segir okkur að lifa í sátt við náttúruna, hlúa að náunganum og að allir séu jafnir. Jesús lét sig jaðarhópa samfélags þess tíma varða og eins á kirkjan að gera. Hún á að beita sér í mál- efnum allra þeirra sem minna mega sín.“ Jóhanna María hóf störf við Áskirkju 1. nóvember 2019. Hún  ber ábyrgð á sunnudagaskólanum og sinnir þeim sem komnir eru á efri ár. Nú hringir hún í þá sem að jafnaði mæta í eldri borgara starfið í Áskirkju og fólk sem dvelur í þjónustuíbúðum aldraðra á Dalbraut og Norðurbrún. „Að öllu jöfnu er ég með samverustundir með þessu fólki vikulega en get ekki hitt það núna, vegna einangrunarinnar, og það er af leitt fyrir okkur öll,“ segir hún. Séra Sigurður þjónar á þessum stöðum líka, auk Skjóls, svo við þekkjum marga eldri borgara og þeir hafa mikið að gefa. Svo erum við í margs konar sálgæslu þar fyrir utan. Fólk getur alltaf hringt í okkur eða droppað inn og fengið áheyrn, til þess erum við.“ Síðustu vikur hefur Áskirkja streymt lestri passíusálmanna gegnum askirkja.is og Fésbókarsíðu og pálmasunnudagsmessan er send þar út líka. Úr eðalárgangi í Eyjum Jóhanna María er Vestmanneyingur í grunninn. „Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari voru bekkjarbræður mínir. Ég heyrði Heimi hrósa Víði í þættinum Ísland í bítið og bætti við að þeir hefðu verið í eðalárgangi – við hin erum ægilega stolt!“ Sextán ára f lutti hún til Reykjavíkur og fór í Verslunarskólann. „Mig langaði að verða annað hvort leikari eða fréttamaður og sótti um í fjölmiðlafræði við bandarískan háskóla en þá varð ég ástfangin og hætti við. Fór í sagnfræði við HÍ, tók fjölmiðlafræði sem aukagrein og var ritstjóri Stúdentablaðsins í eitt ár.“ Spurð hvort trúin hafi alltaf fylgt henni svarar hún: „Ég er alin upp í kaþólskri trú. Var í einu kaþólsku fjölskyldunni í Eyjum, sótti fermingarfræðslu til Reykjavíkur og fermdist í Landakoti, í sama hópi og Guðni forseti. Átta ára gömul gekk ég til prests í Reykjavík og tók altarissakramentið. Trúlega lagði þetta grunn að því sem lífið síðan leiddi mig í. Ég er ekki bókstafstrúarmanneskja en hef heldur aldrei falið að ég væri trúuð, ólíkt mörgum, það þykir ekki flott í dag að vera kristin, því miður. Ég segi „sókn er besta vörnin“ og vil sýna fram á að kristinn boðskapur er grunnur að góðu og gefandi samfélagi og ekkert frábrugðinn því sem við höfum til grundvallar í heimspeki og ýmsum öðrum trúarbrögðum.“ Hugmyndir kaþólskunnar og Jóhönnu Maríu fóru ekki alltaf saman, til dæmis í jafnréttismálum, sem varð til þess að 28 ára gömul gerðist hún lúterstrúar. „Ég gifti mig í lúterskri kirkju og synir mínir voru skírðir þar en er samt þakklát fyrir minn kaþólska arf. Aðalatriðið er að við erum öll saman á þessari jörð, hvaða trúarbrögð sem við aðhyllumst. Nunnurnar í Karmelklaustrinu eru góðar vinkonur mínar sem ég heimsæki reglulega. Þær samglöddust mér innilega þegar ég vígðist, verst að þær máttu ekki vera viðstaddar í Dómkirkjunni, reglan þeirra leyfir ekki samgang úti á meðal fólks. Jóhanna María og synir hennar urðu fyrir þeirri raun að missa föður drengjanna fyrir átta árum. „Hann var fyrrverandi maðurinn minn þegar hann lést, við höfðum verið skilin í fjögur ár en áttum 20 ár saman. Hann háði áralanga baráttu við geðræn veikindi og tók líf sitt. Það var mikill harmur. Ég hef beitt mér í sjálfsvígsforvörnum í kjölfarið á því, var formaður Píetasamtakanna. Áður hafði ég verið formaður klúbbsins Geysis og beitt mér í geðverndarmálum. Hjá Píeta lagði ég ríka áherslu á að opna umræðuna um sjálfsvíg. Að orða hlutina og fara ekki í felur með þá. Það dregur úr sektarkennd og hjálpar ástvinum að lifa með missi sem þessum, sem óneitanlega vekur oft og tíðum upp spurningar sem enginn mun geta veitt svör við.“ Eins og djákninn á Myrká? Frá 25 ára aldri til liðlega 45 vann Jóhanna María tvisvar á RÚV, með millibili og tvívegis hjá menntamálaráðuneytinu. „Hliðarskrefið mitt var pólitík, ég er ekkert alltaf að flagga því en það gaf mér reynslu sem ég bý að. Í ráðuneytinu leiddi ég eineltisverkefni og heilsuef lingu í framhaldsskólum, meðal annars geðrækt. Það styrkti áhuga minn á litrófi mannlífsins. Mér var sagt upp 2014 vegna hagræðingaraðgerða. Var að verða 47 ára og langaði að vinna að velferðarmálum. Þá fór ég að kynna mér djáknastarfið. Djákni vinnur við kærleiks- og líknarþjónustu og ég hugsaði: Þarna gætu kannski kraftar mínir og persónuleg reynsla nýst, auk áhuga míns á að láta gott af mér leiða og skráði mig því í guðfræðideildina. Þegar ég sagði sonum mínum að ég ætlaði í skóla aftur spurði sá yngri, níu ára: Hvað ætlar þú að gera í skóla, ertu ekki búin að fara í háskóla? „Jú, en núna ætla ég í djáknanám.“ Drengurinn hvítnaði í framan og sagði: „Ætlarðu þá að verða eins og djákninn á Myrká?“ Auk djáknanámsins fór Jóhanna María  í uppeldis- og menntunarfræði. „Hugur minn stóð svo til að fara í  sálgæslunám til Bandaríkjanna því mig langaði að verða sjúkrahúsdjákni, þá settu eigin veikindi strik í reikninginn. Ég varð að hætta við og fór þess í stað að vinna á útfararstofu. Svo leiddi lífið mig inn í Áskirkju. En ég starfa líka hjá menntasviði Kópavogs að stuðningsþjónustu í grunnskólunum fyrir börn og ungmenni sem líður ekki vel,“ lýsir hún og segir þessi tvö störf tengjast fallega. „Ég finn það skýrt núna, í þessu ástandi, hvað unga kynslóðin saknar ömmu og afa og líka hvað eldri kynslóðinni finnst ánægjulegt að heyra í barnabörnunum.“ Jóhanna María bendir á að það að hjálpa náunganum  sé meðal þess sem kristin trú boðar. „Ég hef lent í talsverðum mótbyr á lífsleiðinni, eins og margir, en öll reynsla, hvort sem hún er góð eða slæm getur orðið manni til góðs, ef maður ber gæfu til að vinna rétt úr henni og þiggja þá hjálp sem þarf.“ gun@frettabladid.is Hef aldrei falið að ég væri trúuð Jóhanna María Eyjólfsdóttir vígðist í byrjun mars sem djákni til þjónustu í Áskirkju og fullyrða má að hún hafi byrjað feril sinn með stæl er hún messaði yfir alþjóð um síðastliðna helgi. Hún vill láta gott af sér leiða með því að styðja fólk og ljá því eyra. „Fólk getur alltaf hringt í okkur eða droppað inn og fengið áheyrn,“ segir Jóhanna María Eyjólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég finn það skýrt núna, í þessu ástandi, hvað unga kynslóðin saknar ömmu og afa og líka hvað eldri kynslóðinni finnst ánægjulegt að heyra í barnabörnunum. 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.