Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 74
Listaverkið
Hún heitir Guðrún Ýr Eyfjörð og
er vel þekkt sem tónlistarkonan
GDRN.
Byrjaðir þú snemma að syngja
Guðrún? Ég söng mikið sem krakki,
svo varð ég feimnari og fór ekki að
syngja aftur fyrr en ég var komin í
menntaskóla. En ég spilaði á fiðlu,
meðal annars á tónleikum.
Hvenær vak naði söng konu-
draumurinn? Þegar að ég fór að
semja tónlist, 19 ára gömul. Hafði
sett stefnu á læknisfræði en söng-
ferillinn fór á f lug og ég fann að þar
lá ástríða mín og áhugi. Ég get alltaf
farið í háskóla og unnið aðra vinnu
síðar.
Hvenær söngst þú fyrst opinber-
lega? Árið 2017 á tónleikum sem
hétu Vakan og voru í Valshöllinni
í beinni útsendingu. Ég var rosa
stressuð en fannst ég samt ótrú-
lega heppin. Ég fæ enn smá fiðrildi í
magann fyrir hverja tónleika.
Áttu f leiri áhugamál? Já, lestur,
útiveru, fjallgöngur og ferðir um
Ísland.
Hvernig ertu í tölvuleikjum? Ekki
góð en finnst ótrúlega gaman að
spila þá samt sem áður.
Varstu í íþróttum sem barn?
Ég prófaði frjálsar og fannst þær
skemmtilegar. Svo var ég hörku-
dugleg í fótbolta og var farin að spila
með meistaraflokki Aftureldingar
bara 15 ára. Ætlaði að verða fót-
boltastjarna, f lytja til Bandaríkj-
anna í High school og fá að spila þar.
Þá slasaðist ég á hné og sá draumur
var úti. En þegar tækifæri renna frá
manni verður maður að treysta því
að önnur og betri komi seinna!
Finnst þér gaman að fara í stóru
rennibrautirnar í laugunum? Jahá,
lang skemmtilegast!
Ertu dýravinur? Þegar ég var
lítil fann ég oft dýr sem mig langaði
að hjálpa. Kom með fuglsunga heim
og lirfur. Fann býflugu sem var eitt-
hvað slöpp. Það var rigning svo ég
ákvað að búa til skjól fyrir hana úr
stórum rabarbaralaufum. Svo stökk
ég heim og náði í hunang og reyndi
að mata hana. Meðan ég reyndi
að hressa hana við notaði ég sjálf
annað rabarbaralauf sem regnhlíf.
Eftir að hafa setið þarna heillengi
hætti loks að rigna. Býflugan fór þá
öll að hressast og ákvað að þakka
fyrir sig með því að stinga mig og
fljúga svo í burtu. Ég ákvað að vera
ekkert að bjarga f leiri býf lugum,
fannst þær ekki kunna að meta það,
nefnilega.
Reyndi að
mata flugu
með hunangi
„Söngferillinn fór á flug og ég fann að þar lá ástríða mín.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÆTLAÐI AÐ VERÐA
FÓTBOLTASTJARNA,
FLYTJA TIL BANDARÍKJANNA Í
HIGH SCHOOL OG FÁ AÐ SPILA
ÞAR. ÞÁ SLASAÐIST ÉG Á HNÉ OG
SÁ DRAUMUR VAR ÚTI. EN
ÞEGAR TÆKIFÆRI RENNA FRÁ
MANNI VERÐUR MAÐUR AÐ
TREYSTA ÞVÍ AÐ ÖNNUR OG
BETRI KOMI SEINNA!
Þessa
skemmti-
legu mynd
fengum við
senda fyrir
fjórum árum
og birtum
hana nú
aftur. Hún
á að minna
ykkur á
það, börnin
góð, að
okkur vantar
myndir frá
ykkur.
1. Hvaða garður er
alltaf blautur?
2. Hvaða blað er ekki
hægt að rífa?
3. Hvað er það sem
brosir við öllum
en hlær þó ekki
að neinum?
4. Stundum hef ég höfuð,
stundum ekki, stundum er ég
með tagl en stundum ekki. Hver
er ég?
5. Hvað er það sem er hnöttótt
eins og egg, hefur fjölda augna
en er þó sjónlaust?
Gátur
SVÖR 1. Tanngarður. 2. Hnífsblað.
3. Sólin. 4. Hárkolla. 5. Kartafla.
„Klukka!“ Sagði Kata
hneyksluð. „Annaðhvort
kann maður á klukku
eða ekki, hér hlýtur
einhver vitleysa að vera
á ferðinni.“ „Kannski er
klukkan vitlaus,“ sagði
Konráð í lágum hljóðum
og það tísti í honum. „Ég
heyrði þetta,“ sagði Kata
byrst. „Enga útúrsnúninga
hér, hver er þrautin
Lísaloppa?“ bætti hún við
og leit á Lísuloppu. „Hér
stendur,“ sagði Lísaloppa.
„Hvað er það sem
er einu sinni í hverri
mínútu, tvisvar í hverjum
klukkutíma en aldrei í
milljón ár?“
Hún leit upp frá
lestrinum og horfði
spyrjandi á Konráð og
Kötu. Núna var jafnvel
Lísaloppa steinhissa
sem ekki gerðist o. Þau
þögðu öll og horfðu á
klukkuna. „Heyrðu nú
mig,“ sagði Kata reiðilega.
„Þetta klukkuskrii getur
alveg sýnt okkur mínútur
og klukkutíma en ekki
milljón ár,“ bætti hún
við hneyksluð.
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
398
Hvað skildi það nú geta verið?
?
?
?„Það er verið að hafa okkur
að fíum eins og
venjulega.“ Lísaloppa
leit af klukkunni og á
Kötu. „Kannski er það
eitthvað annað sem við
eigum að leita að,“ sagði
hún hugsi. „Hu!“ rumdi í
Kötu. „Sem ég segi, alltaf
verið að plata mann,“
sagði hún með þjósti.
„Allt í lagi, allt í lagi,“
bætti hún við en var
augljóslega enn þá
mjög fúl.
„Miljón ár, hvað er ekki
í miljón ár, en einu sinni
í mínútu og tvisvar í
klukkutíma, komumst
þá að því. Svona nú,
hvað er það?“
Lausn á gátunni
Það er bókstafurinn u?
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR