Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 79
Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur (útg. Bóka-beitan) og Egill spámaður
eftir Lani Yamamoto (útg. Angúst-
úra) eru tilnefndar til Barna- og
unglingabók mennt averðlauna
Norðurlandaráðs fyrir Íslands
hönd.
Söguþráður Villueyjar er á þessa
leið: Á Útsölum stendur aðeins
eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda
man eftir sér hefur þessi skóli verið
hennar annað heimili. Hún hefur
aldrei velt því fyrir sér hvers vegna
hann standi á eyju sem annars er í
eyði, ekki fyrr en daginn sem hún
heldur inn á miðja eyjuna og villist
í þokunni. Smám saman rennur
það upp fyrir Arildu að hún getur
engum treyst. Hún verður sjálf að
leita svara, ekki bara um hrylling-
inn sem býr á Útsölum heldur einn-
ig um sína eigin fjölskyldu.
Egill spámaður segir frá Agli sem
vill helst ekki tala. Hann vill hafa
hlutina í föstum skorðum og fylgist
með sjávarföllunum með aðstoð
almanaks. Dag einn verður nýja
stelpan í bekknum á vegi hans og
setur skipulag tilverunnar í upp-
nám. Myndir eru eftir höfundinn
og auka við og dýpka textann.
HANN VILL HAFA
HLUTINA Í FÖSTUM
SKORÐUM OG FYLGIST MEÐ
SJÁVARFÖLLUNUM MEÐ
AÐSTOÐ ALMANAKS.
Villueyjar og Egill spámaður tilnefndar til verðlauna Norðurlandaráðs
Lani Yamamoto, höfundur Egils spámanns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Bíó Paradís leggur sitt af mörk-um til þess að létta Íslend-ingum í sóttkví lundina. For-
svarsmenn þess segjast hafa fundið
fyrir gríðarlegri velvild frá sam-
félaginu eftir að fréttir um yfirvof-
andi lokun bíósins bárust og vilja
þakka fyrir stuðninginn með því
að gefa þeim sem vilja kvikmynda-
gjöf – þriggja mánaða fría áskrift að
streymisveitu MUBI.
Það eina sem þarf að gera er að
skrá sig á póstlista Bíó Paradísar á
heimasíðu þess, bioparadis.is. Við-
komandi fær þá sendan hlekk á síðu
Bíó Paradísar á MUBI.
MUBI er dreifingaraðili, fram-
leiðandi og streymisveita sem býður
upp á fjölbreytt úrval kvikmynda
alls staðar að úr heiminum, allt frá
nýjum „arthouse“ myndum og yfir
í hrylling. Það bætast nýjar myndir í
safnið á hverjum degi og hver mynd
er aðgengileg í mánuð.
Bíó Paradís hefur tekið höndum
saman við Europa Cinemas og
MUBI til þess að bjóða áskrifendum
fréttabréfsins óheftan aðgang að
kvikmyndasafni MUBI í 90 daga –
án endurgjalds.
Bíó Paradís
þakkar fyrir sig
Bíó Paradís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bókamessan í Gautaborg í Svíþjóð verður haldin dag-ana 24.-27. september. Höf-
undarnir Andri Snær Magnason,
Kristín Eiríksdóttir og Bergur
Ebbi koma fram á mörgum og mis-
munandi viðburðum á aðaldagskrá
hátíðarinnar. Þemu ársins eru staf-
ræn menning (digital culture) og
lestrarhvatning (LÄS! LÄS! LÄS!)
og heiðursgesturinn í ár er Suður-
Afríka.
Miðstöð íslenskra bókmennta
skipuleggur þátttöku íslensku höf-
undanna í samstarfi við stjórn-
endur bókamessunnar. Jafnframt
er miðstöðin með bás á messunni
þar sem bækur íslenskra höfunda
verða kynntar og til sölu.
Bókamessan
í Gautaborg
Kristín Eiríksdóttir.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 4 . A P R Í L 2 0 2 0