Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 79

Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 79
Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur (útg. Bóka-beitan) og Egill spámaður eftir Lani Yamamoto (útg. Angúst- úra) eru tilnefndar til Barna- og unglingabók mennt averðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd. Söguþráður Villueyjar er á þessa leið: Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hrylling- inn sem býr á Útsölum heldur einn- ig um sína eigin fjölskyldu. Egill spámaður segir frá Agli sem vill helst ekki tala. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjávarföllunum með aðstoð almanaks. Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans og setur skipulag tilverunnar í upp- nám. Myndir eru eftir höfundinn og auka við og dýpka textann. HANN VILL HAFA HLUTINA Í FÖSTUM SKORÐUM OG FYLGIST MEÐ SJÁVARFÖLLUNUM MEÐ AÐSTOÐ ALMANAKS. Villueyjar og Egill spámaður tilnefndar til verðlauna Norðurlandaráðs Lani Yamamoto, höfundur Egils spámanns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bíó Paradís leggur sitt af mörk-um til þess að létta Íslend-ingum í sóttkví lundina. For- svarsmenn þess segjast hafa fundið fyrir gríðarlegri velvild frá sam- félaginu eftir að fréttir um yfirvof- andi lokun bíósins bárust og vilja þakka fyrir stuðninginn með því að gefa þeim sem vilja kvikmynda- gjöf – þriggja mánaða fría áskrift að streymisveitu MUBI. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á póstlista Bíó Paradísar á heimasíðu þess, bioparadis.is. Við- komandi fær þá sendan hlekk á síðu Bíó Paradísar á MUBI. MUBI er dreifingaraðili, fram- leiðandi og streymisveita sem býður upp á fjölbreytt úrval kvikmynda alls staðar að úr heiminum, allt frá nýjum „arthouse“ myndum og yfir í hrylling. Það bætast nýjar myndir í safnið á hverjum degi og hver mynd er aðgengileg í mánuð. Bíó Paradís hefur tekið höndum saman við Europa Cinemas og MUBI til þess að bjóða áskrifendum fréttabréfsins óheftan aðgang að kvikmyndasafni MUBI í 90 daga – án endurgjalds. Bíó Paradís þakkar fyrir sig Bíó Paradís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bókamessan í Gautaborg í Svíþjóð verður haldin dag-ana 24.-27. september. Höf- undarnir Andri Snær Magnason, Kristín Eiríksdóttir og Bergur Ebbi koma fram á mörgum og mis- munandi viðburðum á aðaldagskrá hátíðarinnar. Þemu ársins eru staf- ræn menning (digital culture) og lestrarhvatning (LÄS! LÄS! LÄS!) og heiðursgesturinn í ár er Suður- Afríka. Miðstöð íslenskra bókmennta skipuleggur þátttöku íslensku höf- undanna í samstarfi við stjórn- endur bókamessunnar. Jafnframt er miðstöðin með bás á messunni þar sem bækur íslenskra höfunda verða kynntar og til sölu. Bókamessan í Gautaborg Kristín Eiríksdóttir. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 4 . A P R Í L 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.