Fréttablaðið - 04.04.2020, Page 82
sjávarsalti
með
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
Gunnar Jónsson,
tónlistarmaður og textahöfundur
Hekla Elísabet
Aðalsteinsdóttir,
texta- og hugmyndasmiður
Mariah Carey
Sem gallharður
meðlimur
Lambily, sem
er sértrúar-
söfnuður sem
snýst um dáð og
snilli Mariah, er
þetta augljóst
val. Enginn kemst með tærnar þar
sem hún hefur hælana varðandi
listsköpun, lagasmíð, persónu-
leikatöfra og raddsvið sem nær
yfir fimm áttundir.
Megan Thee Stallion
Textasmíði, flæði og óstýrilátur
kynþokki. Það er stjarnfræðilega
séð ómögulegt að verða ekki fyrir
áhrifum frá Hot Girl Meg.
John Maus
Heimspekidoktor og syntha-
smiður. Hann lýsir pólitískri stöðu
sinni sem „left of left of left of
left“, en það skín í gegn í texta-
smíðum hans við miðaldaskotið
syntha-popp.
Serge Gainsbourg
Serge, listamaðurinn sem ég hef
alla tíð snobbað takmarkalaust
fyrir, og á þess á milli í siðferðis-
legum átökum innra með mér yfir
vafasamri hegðun hans. Burtséð
frá því að syngja sifjaspellsóð til
dóttur sinnar, eða að vanvirða
Whitney Houston í beinni út-
sendingu, þá verður hann alltaf
mitt „próblematíska“ uppáhald.
Pabllo Vittar
Það er kalt mat mitt að kontra-
tenórar og dragdrottningar
eru fallegustu listform jarðar.
Þannig að þegar ég kynntist hinni
brasilísku Pabllo Vittar fékk ég
vitaskuld slag fyrir hjartað.
Inner City
Tælandi rödd Paris Grey í bland
við pródúseringar Kevin Saunder-
son, en Kevin er talinn vera guð-
faðir Detroit teknósins. Ég treð
hitturum þeirra óforskammað í
nánast öll DJ-settin mín.
Cecilia Bartoli
Talandi um kontratenóra, þá
er algjör skylda að minnast á
safaríkan hljómblæ kólóratúr-
mezzosópransins Ceciliu Bartoli,
sem hefur hvað mest fengist
við barokktúlkun á sínum ferli. Á
nýjustu plötu hennar „Farinelli“
ögrar Cecilia kynjahlutverkum
klassíska heimsins og tekur fyrir
geldingaverk eftir tónskáldið
Farinelli.
Countess Malaise
Skærasta von Íslands, hún er ein-
stök trappstjarna og algjörlega á
undan sinni samtíð.
Sister Sledge
Katalógur Sledge systranna er
hreint út sagt goðsagnakenndur,
þar af margt unnið með hinum
eina sanna Nile Rodgers. Per-
sónulega getið þið alveg eins
gleymt „We are family” og hinum
hitturunum, gullmolarnir leynast
á milli þilja.
Future
„Auto-tune“
verður að
hámenningu
í höndum
Future.
Glerhart
Atlanta trapp
í bland við
melankólískan
leirburð Future,
sem angar oft af kódíni.
Melkorka Þorkelsdóttir,
plötusnúður
2001: A Space Odyssey
Hvað get ég sagt?
Ég treysti ekki
kvikmyndalistum
þar sem 2001 er
ekki í topp þremur
sætunum. Þetta
er einfaldlega eitt
besta og metnað-
arfyllsta verk kvik-
myndasögunnar.
Ef þú fílar hana ekki þá skaltu sko
ekki koma vælandi til mín. Þá ert
þú vandamálið, eða þarft að horfa
á hana fimm sinnum í viðbót.
Ran
Ég sá þessa mynd í fyrsta sinn ný-
lega og ég get ekki hætt að hugsa
um hana. Kurosawa er ótrúlegur
leikstjóri og þetta er ein fallegasta
mynd sem ég hef séð. En þetta
er ekki auðvelt áhorf. Raunar er
myndin hálfgert harmkvæði um
hið mannlega ástand og upplausn-
ina og guðleysið sem einkennir líf
okkar. Sorrí með það.
Casablanca
Það eru margir á leiðinni að sjá
Casablanca en hafa ekki enn
þá gert það. Nú er tíminn kæri
Adaptation
Ég er með af-
gerandi blæti fyrir
Charlie Kaufman,
handritshöfundi
þessarar myndir.
Hér sturlast
hann algjörlega,
gefst upp og
skrifar sjálfan sig
inn í myndina
á eftirminnilegan hátt. Fyndin,
hugmyndarík og „sönn“. Þetta er
líka ein af þessum myndum með
Nicolas Cage í aðalhlutverki sem
þú ættir að horfa á þótt þú hatir
Nicolas Cage. Gerðu það fyrir mig.
The Apartment
Ég kynntist Jack Lemmon sem
gömlu manni í gamanmyndum
með Walter Matthau á tíunda ára-
tug síðustu aldar. En hann var víst
einu sinni ungur maður líka og hér
hef ég sönnunina! The Apartment
er stórfengleg, rómantísk gaman-
mynd sem fjallar um að elska og
breyta rétt. Shirley MacLaine er
þarna í skemmtilegu hlutverki.
Ómótstæðileg.
Solaris
Mögulega besta mynd rússneska
leikstjórans Andrei Tarkovsky og
í senn einn besti vísindaskáld-
skapur kvikmyndanna. Þegar vís-
indaskáldskapur er góður notar
hann nýjustu tækni og vísindi til
að kanna mannssálina, og hér er
það gert. Í tætlur.
Hrútar
Væri ekki tilvalið að horfa á eina
íslenska ræmu sem ÓKEI PLÍS
EKKI HÆTTA AÐ LESA! Ég veit hvað
þér finnst um íslenskar kvik-
myndir og já, þessi fjallar vissu-
lega um gamalt deyjandi fólk í
íslenskum ullarpeysum. En það er
hins vegar ekkert um drauga eða
austurevrópsk glæpagengi. Þetta
er að mínu mati besta íslenska
kvikmyndin. Fallega skotin,
frábær leikur og íslenskt veðurfar
er þarna í bitastæðu hlutverki,
sem ég hef aldrei séð gert svona
vel áður.
The Big LebowskI
Enduráhorfsgildi þessarar grín-
myndar sprengir skalann! Ég hef
séð hana svo tugum skiptir og ég
fæ aldrei nóg. Allir karakterarnir
hér taka líf sitt mjög alvarlega og
lenda í alls kyns ævintýrum sem
skipta síðan engu máli. Ég vitna
stans- og samhengislaust í þessa
mynd.
Kvót vikunnar: „My work has
been commended as being
strongly vaginal, which bothers
some men!“
The Holy Mountain
Ef þú hafðir séð þessa mynd fyrir
tíu árum þá varstu mjög kúl. Í dag
ertu hins vegar bara óþolandi
hipster. En ég meina, þetta er góð
mynd. Veisla fyrir (þriðja) augað
og ein sérstæðasta kvikmynda-
upplifun sem í boði er.
Walk Hard:
The Dewey Cox Story
Þessi listi mun fljótlega verða
mjög tilgerðarlegur, svo það er
best að koma smá gríni frá áður
en það gerist. Þetta er vanmetn-
asta grínmynd sem ég hef séð. Ef
þú fílar Bítlana, Johnny Cash, Bob
Dylan, Brian Wilson, Bítlana og/
eða Elvis þá muntu tengja við allt
og veltast um af hlátri.
Fleabag
Hetjan mín, Phoebe Waller-Bridge,
skrifar og leikur í þessum tragi-
kómísku þáttum um filterslausa
unga konu sem gengur illa að
fóta sig á flestum sviðum lífsins.
Magnað handrit og fílingur.
Breaking Bad
Hið heilaga gral sjónvarpsþátta-
gerðar. Aldrei verður neitt jafn
gott og þessir þættir um ævintýri
eðlisfræðikennarans og met-
amfetamínframleiðandans Wal-
ters White. Ég get ekki einu sinni
lýst því hvað ég er þakklát fyrir
þetta sturlaða meistaraverk.
Six Feet Under
Þessir þættir um fjölskyldu sem
rekur útfararstofu á heimilinu
sínu hófu göngu sína fyrir tæpum
20 árum og tróna enn á toppnum
hjá mér. Ég tek þó fram að þeir
kveiktu á heilsukvíðaröskun hjá
mér sem ekki sér fyrir endann á
svo ég mæli ekki með þeim fyrir
taugaveiklaða á þessum síðustu
og verstu.
Better Call Saul
Að loknum Breaking Bad máttu
byrja á þessum og jafnvel þótt þú
hatir alla þættina verður allt þess
virði þegar þú kemur að 5. þætti í
3. seríu. Ég lofa kaþarsis, flugelda-
sýningu og andlegri raðfullnæg-
ingu. Ég gat varla talað í fimm daga
eftir áhorf.
Girls
Ótrúlega vel skrifaðir, hráir og
heiðarlegir þættir um óþolandi
vinkvennahóp með stóra drauma
en takmarkaða getu til að láta þá
rætast. Ég get horft á þá aftur og
aftur.
PEN15
Sprellikonurnar Maya Erskine og
Anna Konkle skrifa um og leika
bestu vinkonur í sjöunda bekk
sem eru að tækla gelgjuskeiðið og
kynþroskann árið 2000. Leikkon-
urnar eru báðar rúmlega þrítugar
en mótleikararnir á fermingar-
aldri. Fyndnasta sem ég hef séð í
langan tíma.
Seinfeld
Stundum dugar klassíkin best til
að slökkva á þrálátum hugsunum
um málefni líðandi stundar og
Seinfeld eru að mínu mati einir
bestu gamanþættir allra tíma. Ég
hugsa um á hverjum degi hvernig
gengið myndi tækla kóróna-
veiruna.
Unbreakable Kimmy Schmidt
Geggjaðir og því miður sjúklega
vanmetnir gamanþættir úr smiðju
Tinu Fey sem ég get varla lýst
öðruvísi en sem barnaþáttum
fyrir fullorðna. Erfið málefni eru
tekin fyrir með súrrealískum
„feel-good” húmor og á einhvern
undraverðan hátt virkar það.
Jarðarförin mín
Þeir eru reyndar ekki komnir út
enn þá en ég hef góða tilfinningu
fyrir því að þeir verði stórfengleg-
ir, enda tók ég þátt í að skrifa þá.
Þeir detta inn á Sjónvarp Símans
þann 8. apríl næstkomandi.
Succession
Það er afrek að
skrifa heila seríu
í kringum karakt-
era sem eru svo
meingallaðir og
illa innrættir að
það er enginn
séns að finna
til samkenndar
með þeim. Samt
getur maður ekki hætt að horfa.
Topp tíu á fordæmalausum tímum
Ólíkt vanalega eru nú allir hvattir til að vera heima við. Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga til að mæla
með afþreyingarefni til að næra sálina, eða bara til að stytta okkur stundir á þessum fordæmalausu tímum.
KvikmyndirÞættir
Tónlist
lesandi. Ekki láta svart-hvítuna
fæla þig frá. Þessi er mjög auðveld
áhorfs. Ógeðslega rómó, brjál-
æðislega fyndin og endirinn er
svakalegur og ber virðingu fyrir
siðferði þínu. Handritið er eitt það
þéttasta og léttasta sem til er.