Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 83
UPPRUNALEGA ER
ÞETTA LAG UM
HEILSUKVÍÐA, SEM Á ANSI VEL
VIÐ NÚNA BÝST ÉG VIÐ.
M
eð
fyrirvara um
ritvillur. 0
4
.0
4
.20
20
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
Allir vinna átakið, verður í boði til 31. desember 2020.
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ARCTIC TRUCKS
VIÐ LÁNUM
ÞÉR BÍL!
ARCTIC TRUCKS TAKA ÞÁTT Í ÁTAKINU ALLIR VINNA
Virðisaukaskattur verður endurgreiddur
af vinnu við fólksbíla (utan rekstrar)
á þjónustuverkstæði ef upphæðin er
25.000 kr. eða hærri án vsk.
HREINLÆTIS LEIÐBEININGUM VEGNA COVID-19 VERÐUR FYLGT
Við lánum þér bíl á
meðan viðgerð stendur,
endurgjaldslaust*
*Nánari upplýsingar á arctictrucks.is
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 47L A U G A R D A G U R 4 . A P R Í L 2 0 2 0
Hljómsveitin Hjaltalín var að gefa út lagið Needles and Pins. Um er að ræða þriðju
smáskífuna af væntanlegri breið-
skífu sveitarinnar, en hún hefur enn
ekki fengið nafn en gengur undir
vinnuheitinu Úlfaplatan. Hjörtur
Ingvi Jóhannsson er hljómborðs-
leikari sveitarinnar og samdi lagið
Needles and Pins, en við það syngur
Sigríður Thorlacius.
„Upprunalega er þetta lag um
heilsukvíða, sem á ansi vel við núna,
býst ég við. Það varð til í Amsterdam,
þegar ég stundaði þar nám. Þá hafði
ég einhvern óútskýrðan náladofa
út um allan líkamann og vissi
ekki hvað það var og hafði af því
töluverðar áhyggjur,“ segir Hjörtur.
Óþarfi að túlka of mikið
Sem betur fer reyndist þetta ekki
vera neitt segir hann, en það læddist
einhvern veginn í undirmeðvitund
hans og varð að einni hugmynd af
nokkrum sem hann sendi á kollega
sína í Hjaltalín.
„Síðan fór textinn að vinda upp
á sig og varð að einhverri óræðri
ástarsögu þar sem sú sem syngur
lagið heyrir í sínum heittelskaða í
útvarpinu. En maður þarf að passa
sig að túlka ekki of mikið, lög eiga
helst að búa til sína eigin merkingu
fyrir hvern og einn,“ segir hann.
Hann segir dágóðan tíma hafa
liðið frá því að hugmyndin kom þar
til að þau fóru í upptökur.
„Við vorum að taka upp í
félagsheimilinu Brautartungu í
Lundarreykjadal. Þá stakk Högni
upp á því að við myndum renna í
þetta lag og það bættist hellingur
við upprunalegu hugmyndina.
Síðan varð textinn til eftir það og
bættist stöðugt í útsetninguna. Við
tókum svo lagið á tónleikunum
okkar í Hörpu á síðasta ári og þá
kom brassið sem við höfðum þar
svo vel út að við hentum því líka inn
í mixið,“ segir hann.
Nóg að gera
Hjörtur segir allt gott að frétta af
Hjaltalín svona almennt.
„Við höfum verið á fullu að ljúka
við mix og hljóðblöndun á plötunni
og erum bara rosalega spennt fyrir
því þegar hún kemur út. Það eru
engir tónleikar planaðir í augna-
blikinu, en svo tökum við stöðuna
þegar samkomubanni lýkur.“
Sjálfur hefur Hjörtur verið að
vinna að sólóverkefni sem heitir 24
myndir, en það má kynna sér það
betur á heimasíðu hans.
„Það gengur út á að spila 24
stykki á píanóið, sem eru spunnin
á staðnum, auk þess sem ég er að
gefa út 24 lög á árinu með reglulegu
millibili. Ég er búinn að halda tvenna
tónleika með þessu prógrammi, á
Akureyri og í Reykjavík, svo kenni
ég í Menntaskólanum í tónlist, auk
þess sem ég er í hljómsveitinni í
9 líf í Borgarleikhúsinu, þar sem
Guðmundur bassaleikari í Hjaltalín
er tónlistarstjóri. Það hefur verið
mjög skemmtileg og gefandi reynsla
og ég hlakka til þegar við getum
byrjað að sýna aftur.“
Ró og æðruleysi
Hann segist hafa það almennt
nokkuð gott þessa dagana.
„Nokkuð gott miðað við aðstæður,
lífið gengur hægar fyrir sig og tempó-
ið er hægara. Maður nær að eyða
meiri tíma með fjölskyldunni sinni,
sefur meira, andar meira. Þrátt fyrir
Lagið fjallaði upprunalega um heilsukvíða
Hjörtur Ingvi samdi lagið Needles and Pins í Amsterdam á sínum tíma.
að hafa áhyggjur af stöðunni, ekki
síst erlendis, þá kemur yfir mann
einhver ró og æðruleysi. Maður
lærir að þrátt fyrir að geta lagt sitt
af mörkum, þá eru sumir hlutir sem
maður getur ekki stjórnað og maður
verður bara að taka því. Ég held líka
að Kári Stefánsson hafi haft rétt fyrir
sér með að við verðum betra sam-
félag, þegar þetta er um garð gengið,“
segir hann.
Lagið Needles and Pins er hægt
að nálgast á öllum helstu streymis-
veitum. steingerdur@frettabladid.is