Feykir


Feykir - 19.12.2018, Síða 6

Feykir - 19.12.2018, Síða 6
6 48/2018 hefur verið í. Þúsundir plantna hafa verið gróðursettar en af þeim hefur aðeins lítill hluti lifað. Nú er loks farinn að sjást árangur og vonir vakna um að í móanum séu plöntur með lífsmarki sem enn eru að róta sig áður en þær hefja vöxt ofan jarðar Umhverfishópurinn Fegrum bæinn okkar SKAGASTRÖND Á Skagaströnd er mikill mannauður sem lætur sig svo sannarlega varða samfélagið. Hópur fólks tók sig taki sl. sumar og snyrti ýmsa staði í bænum. Umhverfi Hólanes- kirkju var t.d. fegrað og svo var kirkjan þrifin hátt og lágt. Frumkvæði fegrunar- hópsins hafði áhrif á samborgara sem hvatti þá til dáða. Fólk sem lætur sig varða samfélagið, í þessu tilfelli umhverfið, er góð fyrirmynd og til eftirbreytni. Þær sem standa að hópnum eru Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir, Björk Sveinsdóttir, Birna Sveinsdóttir og Helena Mara Velemir. Valdimar Eiríksson VALLANESI Valdimar gekk í gegnum það áfall að fé hans var skorið niður vegna riðu, og það í þriðja skipti á hans ferli sem bóndi. Það er ekki létt verk að takast á við og mikil- vægt að samfélagið standi með viðkom- andi, enda er slíkur sjúkdómur og afleiðingar hans ekki á ábyrgð eins manns heldur allra Skagfirðinga. Sömuleiðis er mikilvægt að með þessari tilnefningu sé sýnt að samfélaginu er ekki sama um að fyrirtaks sauðfjárbú sé lagt niður sí svona. - - - - - Tökum þátt í skemmtilegri kosningu og kjósum mann ársins á Norðurlandi vestra! Kjör á manni ársins 2018 Norðurland vestra Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust níu tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin hefst kl. 13 á föstudaginn, 21. desember og lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar. Tilnefndir eru: Anna Á. Stefánsdóttir STEINHÓLUM Í HJALTADAL Anna vinnur sem leikskólastjóri „út að austan“ en auk þess er hún skógarbóndi ásamt eiginmanni sínum. Anna varð vör við að eitthvað væri óeðlilegt við andardrátt eigin- manns síns er þau voru stödd í sund- lauginni á Hofsósi 17. mars 2018. Hún gekk til hans og reyndi að ýta í hann án árangurs og kallaði þá á hjálp, sundlaugarvörðurinn kom þá að og hjálpaði henni að lyfta eiginmanni hennar upp á bakkann. Anna tók sig strax til og hóf endurlífgun. Þegar eiginmaðurinn hafði snúið til baka og kominn af stað í sjúkraflug hélt hún ótrúlegri ró, fékk þær upplýsingar sem þurfti frá lækninum og fór síðan á eftir eigin-manni sínum. Síðan þetta gerðist hefur hún staðið upprétt og hjálpað eigin-manni sínum af eljusemi, hún er klettur þessi kona. Má leiða að því líkum að hún, ásamt þeim sem voru á staðnum, hafi bjargað lífi mannsins. Brynleifur G. Siglaugsson STEINHÓLUM Í HJALTADAL Brynleifur vinnur í FISK Seafood á Sauðárkróki, ásamt því er hann skógar- UMSJÓN Páll Friðriksson bóndi að Stein- hólum. Brynleifur fékk hjartastopp í sundlauginni á Hofsósi 17. mars 2018. Hann lifði það af, en einungis 25% þeirra sem fá hjartastopp utan sjúkrahúss ná því. Hann gekkst undir hjartaþræðingu þann dag og síðan aftur í lok maí. Eftir seinni aðgerðina átti hann að slaka á í samtals fimm daga, enda nýbúinn í hjartaþræðingu. Skemmst er frá því að segja að á fimmta degi var Brynleifur mættur í skóg- ræktina sína og farinn að planta trjám eins og ekkert hefði gerst. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir SAUÐADALSÁ Á VATNSNESI (FYRIR HÖND ÍBÚA Á VATNSNESI OG VESTURHÓPI) Hún hefur nú í haust og í byrjun vetrar leitt baráttu íbúa fyrir vegabótum á Vatnsnesvegi, verið í forsvari fyrir íbúa í ræðu og riti, gengist fyrir íbúafundum, m.a. með samgöngu- ráðherra, og verið óþreytandi að kynna málið í fjölmiðlum. Svo virðist að það hylli undir árangur í þeirri baráttu, allavega er Vatnsnes- vegur nú kominn inn í umræðuna og þingmenn farnir að nefna hann í viðtölum í fjölmiðlum um veggjöld m.a. annars af Jóni, „ekki samgöngu- ráðherra“, þó hans hafi í engu verið getið í vegaáætlun. Ólöf Ólafsdóttir TANNSTAÐABAKKA Í HÚNAÞINGI VESTRA Ólöf er þvílík gull- kona, hún er með parkinson en það stoppar hana ekki í því að gefa endalaust af sér. Til dæmis saumar hún teppi (bútasaum) og selur og gefur svo allan ágóða til góðgerða- mála. Mikil perla. Óskar G. Björnsson SKÓLASTJÓRI ÁRSKÓLA Óskar hefur stýrt Árskóla af miklum myndarbrag síðan 1998 og gert skól- ann að einum þeim fremsta á landinu. Óskar er einstaklega þægilegur í sam- skiptum og sam- vinnu, alltaf tilbúinn að leysa mál og er skólastjóri í fremstu röð. Rúnar Páll Hreinsson GRINDUM, DEILDARDAL Rúnar Páll vinnur sem sundlaugar- vörður á Hofsósi meðfram búskap sínum að Grindum. Hann var að vinna þann 17. mars sl. þegar sundlaugar- gestur fékk hjarta- stopp í vaðlauginni. Hann hjálpaði eigin- konu mannsins að koma honum upp úr vaðlauginni og hefja endurlífgun sem og nýta hjartastuðtæki sem var á staðnum. Rúnar hélt ró sinni allan tímann og hafði fulla stjórn á þeim aðstæðum sem í gangi voru. Það er enginn vafi á því að hann, ásamt þeim sem voru á staðnum, björguðu lífi mannsins. Steinn Kárason FRÁ SAUÐARKRÓKI Steinn hefur frá árinu 1995 haldið úti verkefninu Brimnes- skógar og unnið að því verkefni launa- laust og af mikilli hugsjón. Ýmis ljón hafa verið í veginum en stærst þeirra er hversu kostarýrt landið er sem plantað Þó tilefnið hafi verið á alvarlegu nótunum þá fékk Pálmi Ragnarsson í Garðakoti tilnefningu til manns ársins vegna jákvæðni sinnar í baráttu hans við krabbamein misserin á undan. Þrátt fyrir veikindin hélt Pálmi lífsgleðinni og kraftinum og að því dáðist fólk og var hann kjörinn Maður ársins 2017. Hann varð þó að láta í minni pokann fyrir vágesti sínum og lést hann á sjúkrahúsinu á Akureyri 22. mars sl. Pálmi Ragnarsson Garðakoti Maður ársins 2017 Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í jólablaði Feykis. Ágæt þátttaka var meðal lesenda sem voru ekki í vandræðum með lausnina að þessu sinni. Lausnin er eftirfarandi: Tindastóll er ríkjandi bikarmeistari í körfubolta og nú er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil og spennandi vetur/tímabil framundan. Tindastóll - err í k - (f) jandi - bikar - meis - tár í körfubolta - ógn - ú(r) - (b) er - stefna - n - set - t á ís - land - s - m - eista - ra - tí - t í l (t) og - spenna - (a) ndi – vetur/tímabil - f r á m - und á n. Þrír bókavinningar eru í boði og vinningshafar eftirfarandi: Steinunn Arnljótsdóttir Varmahlíð :: Hvítabirnir á Íslandi, eftir Rósu Rut Þórisdóttur. Ingibergur Guðmundsson Skagaströnd :: Ekki misskilja mig vitlaust. – Mismæli og ambögur. Hjalti Þórðarson Sauðárkróki :: Fléttu- bönd eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson. Feykir þakkar þátttakendum fyrir inn- sendar lausnir og óskar vinningshöfum til hamingju. /PF Jólamyndagáta Feykis Þrír heppnir fá bókavinninga

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.