Feykir - 19.12.2018, Síða 14
14 48/2018
Á Skagaströnd býr ellefu ára
gömul stúlka, Sóley Sif Jónsdóttir,
sem óhætt er að segja að haldi
merki bókaorma hátt á lofti enda
les hún ósköpin öll. Sóley var
nýlega valin í bókaormaráð hjá
KrakkaRÚV en þar fá krakkar á
aldrinum 9-12 ára það hlutverk
að gagnrýna barna- og unglinga-
bækur ásamt því að gegna
hlutverki spyrils.
Blaðamaður Feykis ákvað að
forvitnast nánar um hvernig það
sé að vera bókaormur og hitti
Sóleyju Sif að máli að loknum
skóla, dag einn í síðustu viku. Við
byrjuðum á að koma við á
bókasafni skólans sem er hið
notalegasta og vel búið bókum.
Fyrsta spurningin var að
sjálfsögðu hvaða bækur á safninu
væru í mestu uppáhaldi.
„Það eru Harry Potter bæk-
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
urnar,“ segir Sóley, „ég held ég
hafi byrjað að lesa þær í sumar
og ég er búin með þær allar.“
Harry Potter bækurnar eru átta
talsins og flestar mjög efnis-
miklar. Sóley segir að sér þyki
þær skemmtilegar og spennandi
enda hafi hún mjög gaman af
spennandi ævintýrabókum og
lesi mikið af þeim. Aðspurð
Bókaormurinn Sóley Sif Jónsdóttir
Hefur lesið flestar
bækurnar á bókasafninu
segist hún vera búin að lesa
flestar bækurnar á bókasafninu
og nú sé hún að lesa bókaseríu
sem kallast Stelpubækurnar en
hvað verði svo fyrir valinu sé
óákveðið.
Hefurðu líka gaman af að grúska
í fræðibókum? „Nei, ég er meira
fyrir svona spennusögur. Ef ég er
að lesa einhverja bók og það
kemur spennandi partur, þá
bara tek ég hana í kipp, byrja
kannski klukkan tíu og enda
klukkan hálf eitt.“
En hefur þú alltaf lesið svona
mikið? „Já, eiginlega, ég byrjaði
að lesa fyrstu bækurnar þegar ég
var þriggja ára. Það voru svona
Léttlestrarbækur sem eru
eiginlega bara stök orð, en þegar
ég var kannski svona fimm var
ég byrjuð að lesa létta útgáfu af
Hans og Grétu og þannig.“
Þegar Sóley Sif er beðin um að
velja sér þrjár uppáhaldsbækur
á safninu, bækur sem hún tæki
með sér á eyðieyju, þarf hún
ekki að hugsa sig lengi um:
„Örugglega þessar þrjár“, segir
hún og gengur að hillunni með
Harry Potter bókunum, „Harry
Potter og eldbikarinn, Harry
Potter og blendingsprinsinn og
Harry Potter og dauðadjásnin.“
Sóley segir að í skólanum á
Skagaströnd sé mikið gert til að
hvetja krakkana til lestrar. „Það
er oft svona lestrarkeppni, ég
vann í Ævars vísindamanns-
keppninni í fyrra. Ég var líka
dregin út þar sem allir í bekknum
mínum eða skólanum voru
settir í pott. Svo er svona fram-
sagnarkeppni hérna fyrir 5. - 7.
bekk, ég hef keppt tvisvar og
vann í bæði skiptin. Svo er ég að
fara að keppa í undankeppni
fyrir Stóru upplestrarkeppnina
eftir áramót.“
Margir skólar hafa tekið upp
þann sið að hafa sérstakan tíma
á stundatöflu sem er ætlaður til
yndislestrar. Er það líka gert hér?
„Já, þegar við komum á
morgnana þá er alltaf lesið í
svona hálftíma og svo byrjar
venjulegur skóladagur. En
annars les ég stundum í
útifrímínútum líka. Þá fer ég
bara út með bókina mína og sest
hérna framan við dyrnar,“ segir
Sóley og þegar blaðamaður
rekur upp stór augu og spyr
hvort hinir krakkarnir geri þetta
Sóley á æfingu með kirkjukórnum á síðasta ári.
MYND: HUGRÚN SIF HALLGRÍMSDÓTTIR
Margir hafa af því áhyggjur að bóklestur heyri brátt sögunni til þar sem fólk nú til
dags sé sokkið ofan í tölvur og snjalltæki og því sé þess ekki langt að bíða að
bókaútgáfa líði undir lok. Það er nú sem betur fer ekki alveg raunsönn mynd því
enn eru til margir sem hafa gaman af að gleyma sér yfir góðri bók.