Fréttablaðið - 21.04.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 21.04.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 3 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Njóttu hækkandi sólar á rúntinum. Uppáhaldsbíllinn þinn bíður! HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun MENNTUN Mikill fjöldi framhalds- skólanema hefur fengið símtöl frá kennurum og starfsfólki skólanna á undanförnum dögum og vikum vegna hættu á stórauknu brott- hvarfi. „Við höfum alltaf áhyggjur af brotthvarfi en núna höfum við áhyggjur af því jafnt hjá nemend- um sem standa höllum fæti og hjá þeim sem almennt standa sterkar, því nemendur hafa aldrei upplifað svona aðstæður áður,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Framhaldsskólanemar hafa ekki mætt í skólann síðan samkomubann var sett á 16. mars og hafa skólarnir brugðist við með því að færa kennsl- una yfir á rafrænt form. „Þetta er að valda kvíða og jafn- vel þunglyndi,“ segir Steinn og vísar til einangrunar nemenda sem geta ekki hitt vini og skólafélaga og rætt um námið eins og þeir eru vanir. Margir skólar hafi brugðið á það ráð að hringja í þá nemendur sem hafa verið óvirkir í rafrænum tímum og ekki skilað verkefnum sem lögð hafa verið fyrir. Reynt sé að mæta þörfum nemenda með einstaklings- bundnum hætti til að sporna gegn brotthvarfi. „Í okkar nemendahópi eru margir af erlendum uppruna og krakkar sem komu ekki með háar einkunnir úr grunnskóla,“ segir Magnús Ingva- son, skólameistari Fjölbrautaskól- ans við Ármúla. Þessir hópar standi höllum fæti auk fjölda nemenda skólans sem hafi greiningar eins og lesblindu og ADHD. Magnús segir að af 900 nemendum í dagskóla sé starfsfólkið búið að hringja í rúm- lega 600, suma oftar en einu sinni. „Okkar aðalverkefni þessa önn verður að bjarga verðmætum,“ segir Magnús. Staðan er svipuð í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti en Elvar Jónsson skólameistari telur að áður en yfir lýkur muni starfsfólk skólans hafa rætt í síma við f lesta nemendur í dagnámi en þeir eru um þúsund. – aá Í símasambandi við þúsundir Skólastjórnendur hafa miklar áhyggjur af auknu brotthvarfi úr framhaldsskólum. Reyna að ná utan um nemendur og hringja í þá sem eru óvirkir í tímum. Björgunarstarf er stærsta verkefni vorannarinnar. Meira á frettabladid.is UMHVERFISMÁL Íbúar á Kjalarnesi segjast munu leita til ráðamanna á Norðurlöndunum til að knýja yfir- völd til að bregðast við mikilli blý- mengun frá skotæfingum á Álfsnesi. „Blýmengunin er grafalvarleg og getum við ekki séð hvernig hægt verður að hreinsa í hið minnsta tugi tonna af blýi sem liggja í sjónum og fjörunni í Kollafirði,“ segir í bréfi sem 49 íbúar á svæðinu skrifa undir og krefjast þess að skotæfingavæði á Álfsnesi verði lögð af. Rakið er að margir fuglar éti litla steina til að hjálpa við meltingu. Þeir ruglist á blýhöglum sem festist í meltingarveginum og dragi þá til dauða. Að sögn bréfritaranna hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dauf heyrst við athugasemdum þeirra. – gar / sjá síðu 4 Blýmengun í Kollafirði Þó að sundlaugar landsins séu lokaðar um þessar mundir er samt sem áður hægt að fá sér sundsprett. Þær Elín Signý, Elín Kristjáns og Ásta Karen sýndu það og sönnuðu þegar þær stukku út í sjóinn af kletti við Nauthólsvík í gær. Ætluðu þær upphaf lega að skella sér á brimbretti en skortur á öldum varð til þess að þær ákváðu að hoppa í sjóinn í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.