Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.04.2020, Qupperneq 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Það er nefnilega ekki nóg að fjölga þeim sem útskrif- ast úr há- skólum landsins. Það þarf að skapa skilyrði til þess að menntunin og þekkingin nýtist sem best. Við verðum alltaf að hafa það hugfast að fólkið og fjölskyldur landsins eru dýrmætasta eign sam- félagsins. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Hornsófi Chicago 2 horn 3, hægt að panta sem tungusófa, U sófa eða bara eins og hentar. Þau verða mörg viðfangsefnin sem bíða okkar sem samfélags þegar COVID-19 faraldurinn hefur loks runnið sitt skeið. Þótt óvissan sé enn mikil er ljóst að efnahags-legur samdráttur verður lang- vinnari en fyrstu spár bentu til. Það gæti tekið ferðaþjónustuna langan tíma að komast aftur í gang og alls óvíst að hve miklu leyti það tekst. Til skemmri tíma munum við sjá hér atvinnuleysi af áður óþekktri stærðar- gráðu en útlitið til lengri tíma er heldur ekki allt of bjart. Ein leið til að takast á við þann vanda er að ef la háskólastigið þannig að það geti tekið við auknum fjölda nemenda. Eftir hrun fjölgaði fólki í háskólanámi þótt því hafi ekki fylgt aukið fjármagn. Staðreyndin er sú að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það metnaðar- fulla markmið að ná frændþjóðum okkar árið 2025. Það mun kosta töluverða fjármuni og vonandi munu stjórnvöld styðja myndarlega við háskólana þrátt fyrir að fram undan sé gríðarlegt útf læði úr ríkissjóði. Í þessu felast einnig tækifæri og BHM hefur meðal annars sett fram áhugaverða tillögu um sérstakar ívilnanir handa þeim sem fara í háskólanám í greinum þar sem mikil þörf er á nýliðun. Þá er mikilvægt að tryggja sem fyrst framgang frumvarps um Menntasjóð náms- manna. Þar er einmitt að finna heimild fyrir ívilnunum eins og BHM leggur til. Mestu máli skiptir hins vegar ákvæði um að hluta náms- lána verði breytt í styrk ljúki lánþegi námi innan tilskilins tíma. Annað sem stjórnvöld ættu að gera tafar- laust er að auka framlög til rannsókna og þróunar. Þar hefur Ísland líka verið eftir- bátur þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Það ástand sem heimurinn býr við þessa stundina hefur enn og aftur minnt okkur á mikilvægi vísinda og þekkingar. Hér eru margir afar færir vísindamenn sem sinna rannsóknum á fjölbreyttum sviðum. Það þarf að bæta umhverfi þeirra og auka verulega framlög til opinberu rannsóknasjóðanna. Þar er svo sannarlega fjárfest til framtíðar. Það er nefnilega ekki nóg að fjölga þeim sem útskrifast úr háskólum landsins. Það þarf að skapa skilyrði til þess að menntunin og þekkingin nýtist sem best. Hér má ekki einblína um of á einhverjar tilteknar atvinnu- greinar heldur þarf fjölbreytnin að fá að njóta sín. Reynsla okkar af of fábreyttu atvinnu- og efnahagslífi talar sínu máli. Fjárfest til framtíðar COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og fram undan eru miklar áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Heilu atvinnugreinarnar eru lamaðar og ljóst er að fjöldi fyrirtækja hefur orðið fyrir eða mun verða fyrir miklum og jafnvel óyfir- stíganlegum vanda. Um leið og faraldurinn ágerðist var brugðist við með markvissum aðgerðum. Ég lagði strax um miðjan mars fram frumvarp um hlutaatvinnuleysisbætur sem gerði atvinnurekendum kleift að minnka starfshlutfall niður í allt að 25% og Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi atvinnuleysisbætur á móti. Markmiðið með þessu var að viðhalda ráðningarsambandi fólks við vinnu- veitendur sína og tryggja öfluga viðspyrnu þegar þessu tímabundna óveðri slotaði. Verkefnið fram undan er að taka ákvörðun um hvort og með hvaða hætti lögin um hlutaatvinnuleysisbætur verði framlengd. Ég held að öllum sé ljóst að það óvissuástand sem nú ríkir á vinnumarkaði muni vara lengur en við gerðum ráð fyrir í fyrstu og við getum gert ráð fyrir því að fjölda- atvinnuleysi muni dragast á langinn. Í öllum þeim skrefum sem við tökum er það fyrst og fremst skylda okkar að tryggja stöðu heimilanna og framfærslu fjöl- skyldna í landinu við þessar krefjandi aðstæður. Nú er ríkisstjórnin að vinna að nýjum aðgerðapakka sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í okkar samfélagi. Við ætlum að setja fókusinn á börnin og beina sjónum sérstaklega að því að styðja við foreldra í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna umönnunar á langveiku eða fötluðu barni. Við munum einnig kynna fjölþættar aðgerðir sem miða að því að auka stuðning við við- kvæma hópa en munum einnig halda áfram mark- vissum aðgerðum gegn heimilisofbeldi, en reynslan sýnir að það eykst í því ástandi sem er nú. Við verðum alltaf að hafa hugfast að fólkið og fjöl- skyldur landsins eru dýrmætasta eign samfélagsins og þess vegna ætlum við áfram að vinna að aðgerðum til að bæta stöðu viðkvæmra hópa næstu vikur og mánuði. Við eigum og ætlum að standa með fjölskyldum Ásmundur Einar Daðason félags- og barna- málaráðherra Bíða fram í maí Sú hugmynd að færa þingfundi Alþingis yfir í Hörpuna á ekki upp á pallborðið hjá þingforseta. Telur hann að það þurfi langan undirbúningstíma til að koma fyrir allri þeirri tækni sem þarf til að gera allt löglegt. Mun það vera einhvers konar kryptónísk kristalstækni sem sveitarfélögin þurfa ekki að nota. Ef sóttvarna­ læknir er til í að hleypa 63 manns inn í Eldborgarsalinn þá tekur væntanlega við nokkurra mánaða Capacent­ráðningar­ ferli með tilheyrandi kærum til að ákveða hver tekur tímann á ræðum. Svo þarf að kenna öllum varaforsetunum á gongið sem þarf að nota í stað bjöllunn­ ar. Svo þarf að skipa nefnd til að skutla þingmönnum á Klaustur. Er það líklega rétt metið hjá for­ setanum að bíða bara fram í maí. Svartacabana Allra augu eru nú á ferðaþjón­ ustunni og hvað hún getur boðið landsmönnum fyrir peningana sem við fáum frá frúnni í Ham­ borg. Hótelin og veitingastað­ irnir hafa síðustu ár sérhæft sig í að taka á móti erlendum ferða­ mönnum á meðan við heima­ menn djömmum og djúsum á Spáni. Má búast við tilboðum á borð við „Svartacabana strand­ ferð“ við Eyrarbakka, tveggja vikna ferð til Þistilfjarðar sem verður í náinni framtíð þekktur sem „Litla­Mallorca“ og auð­ vitað „Dirty weekend í Vík“. arib@frettabladid.is 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.