Fréttablaðið - 21.04.2020, Qupperneq 18
Geoffrey
Huntington-
Williams og Örn
Tönsberg ásamt
bílaflota Priksins
sem býður nú
upp á safaríkan
veganmat víðs
vegar um borgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
BÍLABLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Mest lesna bílablað landsins kemur út þriðjudaginn 5. maí næstkomandi.
Ritstjóri blaðsins er Njáll Gunnlaugsson.
Tryggðu þér pláss í mest lesna blaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Atli Bergmann, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5657 / atli@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMARDEKK
Örn Tönsberg situr ekki auðum höndum þó að mörg okkar séu hrein-
lega neydd til þess í ástandinu
sem nú ríkir. Örn hefur í seinni
tíð verið þekktastur fyrir að vera
tónlistar- og myndlistarmaður en
undanfarna mánuði hefur hann
sýnt listir sínar í eldhúsi Priksins
og það við gerð á veganmat sem
sannarlega hefur slegið í gegn.
„Seint á síðasta ári nálgaðist
Geoffrey, eigandi Priksins, mig
upp á að gera vegan pop-up eld-
hús á Prikinu. Að sjálfsögðu tók
ég vel í þá snilldarhugmynd og út
frá því fæddist B12. Þar gerðum
við sveittan en grænan matseðil
í samstarfi við Atla Snæ hjá Kore.
Upphaflega stóð bara til að hafa
þetta í Veganúar en vegna góðra
undirtekta var ákveðið að halda
áfram með verkefnið,“ skýrir Örn
frá.
Hvernig kom það til að þið
ákváðuð að taka þátt í þessu
verkefni?
„Í ljósi samkomubannsins
blasti nýr tími við í rekstri. Meiri
áhersla var lögð á heimsendingar
og því virkjuðum við rafmagns-
hjólin til að snattast um nær-
hverfin með mat. Hægt er að sjá
matseðilinn á Facebook-síðu
Priksins og panta svo í gamla
landlínusímann 551 2866.
Síðan nálgaðist Róbert Aron
hjá RVK Street Food okkur um
að taka þátt í ævintýrinu Götu-
biti á hjólum og við slógum til þar
sem Matvagn Priksins var klár í
slaginn.“
Hvað felst í þessu verkefni?
„Það er f lóra af matvögnum
sem fara saman í mismunandi
hverfi frá fimmtudegi til sunnu-
dags og mynda þar litla mathöll
á bílastæðum sem eru illa nýtt í
sam komubanninu.“
Hver er munurinn á hefðbundn-
um veitingastað og „veitingastað á
hjólum“?
„Þú þarft ekki að fara inn að
panta, auðvelt er að tryggja tvo
metra frá viðskiptavinum og
enginn undir sama þaki, þú getur
líka beðið í bílnum á meðan
maturinn er gerður klár og fengið
sent beint í hann. Það eru líka
fáir veitingastaðir sem koma með
þessum hætti í hverfið þitt.“
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„Vonum framar, viðtökurnar
eru mjög góðar og fólk mjög sátt
við svona skemmtilegt framtak á
þessum tímum.“
Hverjir eru helstu viðskipta-
vinirnir?
„Það er öll f lóran, aðallega fólk
sem kann að meta alvöru sveittan
skyndibita sem er 100% vegan.“
Hvað er næst á dagskrá?
„Að kynna nýjan matseðil
á næstunni og halda áfram að
trukka.“
Fjórhjóladrifnar kræsingar
Á sama tíma og umferð hefur farið minnkandi hafa heimsendingar af öllu tagi færst í
aukana. Það hefur því sjaldan verið jafn tilvalið að kynna sér þjónustu matvagna.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Það er flóra af
matvögnum sem
fara saman í mismun
andi hverfi frá fimmtu
degi til sunnudags og
mynda þar litla mathöll
á bílastæðum sem eru
illa nýtt í samkomu
banninu.