Bændablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Gleðin og jákvæðnin er sannarlega
sterkt afl. Það sáum við skýrt og greini-
lega síðustu vikur þegar íslenska lands-
liðið í knattspyrnu gerði garðinn frægan
í Frakklandi. Sannkölluð hamingjubylgja
reið yfir landið þegar Austurríkismenn
féllu í valinn á lokasekúndum leiksins og
ekki var gleðin síðri þegar Englendingar
voru slegnir út nokkrum dögum síðar. Þar
var náð hefndum fyrir öll þorskastríðin,
hryðjuverkalög Gordon Brown og Icesave
á einu bretti. Þúsundum Íslendinga rann
blóðið til skyldunnar og reyndu allt hvað
þeir gátu til þess að fara utan til að berja
goðin augum. Mögulega mestu fólksflutn-
ingar frá tímum móðuharðindanna. Ekki
voru allir jafn heppnir í viðskiptum sínum
við miðasala og einhverjum fannst flugfé-
lögin heldur frek til fjörsins þegar farmiðar
ruku upp í verði nokkrum mínútum eftir að
dómarinn flautaði Englandsleikinn af. Ég
hitti starfsmann í banka á dögunum sem
sagði að nú væru allir yfirdrættir skrúfaðir
í botn hjá landanum. Símalínurnar loguðu
þegar fólk í sigurvímu bað um framlengingu
eða „örlitla“ hækkun á heimildinni. Eins og
Íslendinga er háttur segjum við einfaldlega
„þetta reddast“ og greiðum síðar með takt-
föstum afborgunum til næstu tólf mánaða
eða svo. HÚH!
Það er allt hægt
Gleðigjafarnir í landsliðinu sönnuðu ræki-
lega fyrir okkur að allt er hægt ef viljinn
er fyrir hendi. Ef maður hefur trú á sjálf-
um sér og verkefninu eru líkurnar meiri
að vel takist til en ekki. Þetta sjáum við
svo víða – bæði í leik og starfi. Þeir sem
njóta raunverulegrar velgengni hafa yfir-
leitt unnið til þess með seiglu, heiðarleika
og vinnusemi en ekki síður með jákvæðu
hugarfari. Fólk með bros á vör og jákvæða
afstöðu til lífsins á auðveldara með að láta
hlutina ganga upp. Það getur varla einfald-
að hin daglegu verk ef menn ganga álútir
og önugir inn í daginn, með flest á hornum
sér og tuðandi yfir öllu mögulegu. Raunsæi
og hreinskilni að hætti skógarbóndans Lars
„Lasse“ Lagerbäck, ásamt galsakenndu
fasi Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar,
er málið.
Bændur segja allt gott
Fyrir nokkrum misserum hófu
Bændasamtökin að nota slagorðið
„Bændur segja allt gott“ í sínu kynningar-
starfi. Tilgangurinn er að gefa þau skilaboð
að bændur líti björtum augum til fram-
tíðarinnar. Það er svo miklu auðveldara að
eiga samskipti við aðra á jákvæðu nótun-
um frekar en að mála skrattann á vegginn
með kvarti og kveini. Á Facebook-síðu
Bændasamtakanna má þessa dagana sjá
stutt myndbönd með örsögum úr sveitinni
þar sem bændur leyfa áhorfandanum að
skyggnast inn í sín daglegu störf.
Jákvæðni magnar líka upp hugmynd-
ir og er vítamínsprauta til góðra verka.
Frumkvöðlar í bændastétt, sem við höfum
horft á síðustu ár slá í gegn í ferðaþjónustu
eða með aukinni tæknivæðingu á búum
sínum, væru ekki komnir svona langt nema
fyrir óbilandi trú á landbúnaðinn. Ég gæti
nefnt nokkur nöfn en við þekkjum öll
þetta fólk – bændurna í sveitinni sem eru
öðrum gott fordæmi með verkum sínum
og jákvæðri breytni.
Tileinkum okkur gleðina og tökumst á
við verkefnin fram undan með bros á vör.
Það er svo miklu sigurstranglegra.
/TB
Sigur í
dagsins leik
Ísland er land þitt
Önundarfjörður liggur milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið Flateyri er norðanmegin fjarðarins sem er um 20
brúnum og hyrnum. Undirlendi er talsvert fyrir fjarðarbotninum og víða ganga smádalir, sumir byggðir, inn á milli fjallanna við fjörðinn. Þeir
Landbúnaðurinn nýtur mikils velvilja á
Íslandi. Það er ekki svo langt síðan að sam-
félagið byggði allt á landbúnaði. Lengi
var það þannig að flestir áttu einhver bein
tengsl við sveitina, áttu skyldmenni í sveit,
eða höfðu dvalið þar á sumrin. Nú er það
miklu fátíðara, sem er miður, því að það
skiptir máli að gagnkvæmur skilningur sé
milli dreifbýlis og þéttbýlis. En samfélagið
er breytt, þar með talið sveitirnar, og það
þýðir einfaldlega að tengslin verða að vera
með öðrum hætti. Landbúnaðurinn gegnir
þýðingarmiklu hlutverki í byggðum landsins
og er undirstaða fæðuöryggis. En hann hefur
margþættari þýðingu.
Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma
orðið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðar-
innar. Vöxtur hennar hefur skipt sköpum fyrir
bættan hag þjóðarbúsins og aukinn kaupmátt
almennings.
Um 1,7 milljónir ferðamanna munu sækja
Ísland heim í ár. Gjaldeyristekjur vegna þeirra
eru áætlaðar allt að 1,5 milljarðar króna á dag.
Ekki er síður mikilvægt að tekjur myndast
víða um land þar sem aðrir möguleikar eru
takmarkaðir.
Í ár er neysla erlendra ferðamanna á inn-
lendri matvöru talin verða um 22 tonn á dag.
Þessi viðbót stækkar innlendan markað og
eykur tekjur af innlendum landbúnaði. Neysla
á innlendri matvöru, kjöti, fiski og grænmeti,
er órjúfanlegur hluti af upplifun ferðamanna
og þeim gæðum sem Ísland hefur fram að
færa. Landbúnaður skapar því hluta af því
virði sem ferðaþjónustan byggir á.
Ferðaþjónusta bænda býður 180 gisti-
staði, sveitahótel, bændagistingu og bústaði
víða um land sem gefa ferðamönnum kost
á nálægð við búskap og húsdýr sem mörg-
um er framandi en um leið mjög áhugaverð.
Bændur bjóða ferðafólki margs konar af -
þreyingu sem hundruð þúsunda nýta sér og
má nefna hestaferðir og aðgang að veiði auk
sölu á ýmiss konar heimagerðum varningi
og sveitakrásum. Bændur eru vörslumenn
landsins og sinna ræktun og uppgræðslu. Það
er öryggisatriði fyrir ferðamenn, ekki síst á
veturna, að búseta sé um landið allt. Sú mikla
þjónusta sem bændur veita ferðamönnum
um sveitir landsins byggir á þeirri kjölfestu
sem liggur í atvinnustarfsemi landbúnaðarins.
Nýjar forsendur eru að skapast ótrúlega
víða fyrir atvinnu í sveitum landsins, nýsköp-
un og þróun í vöru og þjónustuframboði svo
og eftirsóttum upplifunum fyrir ferðafólk
jafnt sem landsmenn alla. Sjálfbærni, stað-
bundin sérstaða og sterk tenging við náttúru,
heilsu og hollustu eru mikilvægir áhersluþætt-
ir sem ferðaþjónusta og landbúnaður hafa
sameiginlega hagsmuni af að rækta og efla í
gagnkvæmu samstarfi.
Landbúnaðurinn og ferðaþjónustan
hafa tekið höndum saman um verkefnið
„Sumarilmur“ nú í sumar til að efla þessi
tengsl og undirstrika að greinarnar hafa mikla
þýðingu hvor fyrir aðra.
Aðstæður til að þróa enn öflugri
landbúnað
Landbúnaðurinn sjálfur býr við margvíslega
sérstöðu sem er eftirsóknarverð. Íslendingar
eru í þeirri stöðu að eiga verðmætt ræktun-
arland, nóg af vatni og þekkingu til þess að
nýta landsins gæði. Hér eru því aðstæður til
þess að þróa enn öflugri landbúnað.
Á Íslandi er við lýði opinber landbúnað-
arstefna sem endurspeglast meðal annars
í samningum sem ríkisvaldið gerir við
bændur. Í grunninn eru markmið hennar að
tryggja landsmönnum heilnæm matvæli í
hæsta gæðaflokki á sem hagstæðustu verði.
Landbúnaðinum er einnig ætlað að uppfylla
ströng skilyrði um aðbúnað og velferð dýra,
auk þess að tryggja byggð og atvinnu í sveit-
um landsins.
Neytendur gera æ ríkari kröfur til mat-
væla, t.d. um hreinleika, lágmörkun lyfja-
gjafar, gæði og ferskleika og velferð dýra. Í
íslenskum landbúnaði hefur verið unnið að
því að mæta þessum kröfum. Hann stendur
vel að vígi til þess að mæta þeim í flestum
greinum en talsvert skortir á rannsóknir og
vottun til þess að staðfesta þessa stöðu með
alþjóðlegum samanburði.
Notkun sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi
er með því minnsta sem þekkist í Evrópu. Í
þeim löndum sem hvað mest er flutt inn af
kjöti til Íslands, eins og Spáni og Þýskalandi,
er notkun sýklalyfja með því mesta í álfunni.
Þetta byggir á stefnu sem bændur mótuðu
sjálfir árið 1985. Vaxtarhvetjandi hormón-
ar eru ekki leyfðir í íslenskri landbúnaðar-
framleiðslu, samkvæmt ákvörðun sem tekin
var fyrir um hálfri öld síðan. Grænmeti er
framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum,
hreinu vatni, rafmagni og jarðhita. Öll lýsing
og hitun húsa í svína- og kjúklingaframleiðslu
er með hreinni orku. Það er minna umhverfis-
fótspor fólgið í því að framleiða vöru sem
næst markaðnum heldur en að flytja hana inn.
Bændur hafa kallað eftir því að innfluttar
landbúnaðarvörur beri merkingar sem upp-
lýsi almenning um mikilvæg atriði eins og
lyfjanotkun, aðbúnað og fleiri þætti sem eru
mikilvægir í huga fólks. Eins og staðan er
nú er ógjörningur að nálgast upplýsingar um
lyfjanotkun við framleiðslu þeirra matvæla
sem eru til sölu í verslunum hérlendis. Jafnvel
uppruni varanna sjálfra er í besta falli óljós.
Ísland hefur verið laust við nær alla alvar-
lega búfjársjúkdóma og náð góðum árangri í
baráttu gegn matarsýkingum. Sá árangur er
ekki sjálfgefinn og hefur meðal annars náðst
vegna þess að innflutningur á hráu kjöti hefur
verið takmarkaður og vegna virkra sóttvarna
á öðrum sviðum.
Fleira mætti telja. Vissulega er oft ágrein-
ingur um landbúnaðarstefnuna hérlendis og
svo verður vafalítið áfram. En við skulum
muna eftir því sem við höfum og þeim verð-
mætum sem í því felast.
Það sem við höfum
Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) tjorvi@bondi.is og Hörður Kristjánsson hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is –
Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is −
Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Mynd / Áskell Þórisson
Sigurður Eyþórsson
frkv.stj. Bændasamtaka Íslands
sigey@bondi.is