Bændablaðið - 07.07.2016, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Hagsmunastríð
Stríðið milli baráttufólks umhverfis-
verndar og hagsmunaaðila í landbún-
aði hefur ummyndast í stríð vísinda-
manna gegn vísindamönnum (Hópur
vísindamanna á vegum stofnana
Evrópusambandsins hefur tekið að
sér að verja hagsmuni framleiðenda
og notenda svokallaðra hjálparefna
– innskot blm.).
Thoralf Küchler, talsmaður
Monsanto í Þýskalandi, segir:
„Þessi vara stenst ítrekað próf um
allan heim og er enn leyfð.“
Hver er sannleikurinn?
Á milli stríðandi fylkinga standa
síðan stjórnmálamenn og almenn-
ingur sem spyr sig hver fari með
sannleikann. Fyrsta svar er falið bak
við framhlið úr múrsteini, gleri og
stáli á Medizinisches Labor Bremen
– Lyfjarannsóknastofu Bremen. Á
þessari einkastofu starfar Hans-
Wolfgang Hoppe, efnafræðingur sem
mælir magn ýmissa efna í umhverfi
okkar. Þau eru í fæðu okkar, hús-
gögnum og fötum, plastþynnunni
sem við vefjum matvæli okkar inn
í, málningunni í veggjunum, leik-
föngum barnanna. Þessa dagana er
Hans-Wolfgang Hoppe að leita svars
við spurningunni:
„Hve mikið af glýfósati taka
Þjóðverjar upp í líkama sinn?“
Efnafræðingurinn gengur fram-
hjá tækjum úr ryðfríu stáli sem suða
hljóðlega. Þau líkjast kæliskápum en
eru álíka dýr og hús. Hvert þeirra
greinir ákveðið efni sem það finnur í
blóði eða þvagi. Til dæmis efnaflokk
polychlorobiphenyla eða PCB.
„Áður fyrr voru þau úti um allt,“
rifjar Hans-Wolfgang Hoppe upp.
En síðan 2001 eru þau bönnuð um
allan heim. Líka dichlorodiphenil-
trychloroethane, eða DDT, sem var
um tíma algengasta skordýraeitur í
heimi og átti sér uppfinningamann
sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknis-
fræði 1948. – Síðar var DDT flokkað
sem „líklegur krabbameinsvaldur“
og er bannað í flestum þróuðum
löndum síðan á áttunda áratugnum.
Ekki tekið mark á
viðvörunarbjöllunum
Hans-Wolfgang Hoppe segir mér
sögur í rannsóknastofu sinni af
ákvörðunum sem voru teknar of
seint. Nýtt efni kemur fram. Fyrstu
viðvörunarbjöllur hringja út í tómið.
Það er ekki fyrr en fyrstu mann-
eskjurnar veikjast alvarlega að vís-
indamenn fara að rannsaka virkni
þeirra til hlítar. Á endanum kemur
bann en það hefði mátt ákveða mun
fyrr. Ef sérfræðingarnir hjá WHO
hafa rétt fyrir sér þá verður sama
sagan með glýfósat.
Illgresiseyðir finnst í
margvíslegum matvælum
og þolir suðu
Illgresiseyðir þessi kemur fram í
sýnum af ostrusveppum, blómkáli,
jarðarberjum, hnetum, fíkjum, linsu-
baunum en einnig kartöflum. Fyrir
þremur árum lét þýska tímaritið Öko-
Test rannsaka hvort hann fyndist í
ýmsum kornafurðum. Leifar hans
fundust í 14 afurðum af 20 – afurðum
sem nær allir neyta daglega. Hans-
Wolfgang Hoppe furðar sig á að efnið
standist jafnvel suðu.
Þjóðverjar úða um 6.000 tonnum
árlega yfir ræktarland
Í Þýskalandi í dag er glýfósat notað á
um 40% ræktaðs lands, eða sem sam-
svarar um 6.000 tonnum árlega. Þótt
lífrænir ræktendur hafni efninu þá
nota það margir hefðbundir bændur
í stað plógs: í stað þess að fjarlægja
illgresi vélrænt, áður en grænmeti og
korni er sáð, þá er því útrýmt með
efnum.
Mest notkun samhliða ræktun
erfðabreyttra tegunda
Glýfósat er þó mest notað í lönd-
um, sem leyfa ræktun erfðabreyttra
tegunda, svo sem Bandaríkjunum,
Brasilíu og Argentínu. Bændur á
þessum svæðum sá erfðabreyttu
korni sem er ónæmt fyrir glýfósati
– en tekur það hins vegar upp.
Þannig geta þeir meðhöndlað akra
sína jafnvel eftir sáningu til að upp-
ræta illgresi sem komið hefur upp í
millitíðinni.
Notað við sojabaunaræktun á 90
milljónum hektara
Á síðustu tuttugu árum hefur land,
sem nýtt er undir erfðabreytt soja,
farið úr 0 í 90 milljónir hektara –
þar af eru 22 milljónir hektara í
Argentínu. Argentína er paradís fyrir
glýfósat.
Barnalæknir uppgötvar
vansköpun barna í
landbúnaðarhéruðum
Í Argentínu starfar barnalæknirinn
Avila Vásquez. Þessi barnalækn-
ir stýrir nýbura-gjörgæsludeild
heilsugæslustöðvar í borginni
Córdoba í Argentínu. Til að byrja
með tók hann eftir því að æ fleiri
börn komu í heiminn með vansköp-
un af einhverju tagi. Þarnæst áttaði
hann sig á að mæður þessara barna
bjuggu oft í landbúnaðarhéruðum,
sveitarfélögum eins og Monte Maíz.
Avila Vásquez brá sér til
Þýskalands síðastliðið haust. Hann
veit að ESB-framkvæmdastjórnin
þarf brátt að ákveða hvort leyfið fyrir
það verður framlengt eða afturkallað.
Og hann vill vara Evrópubúa við.
Í Berlín ýtir Avila Vásquez á takka
á fartölvu sinni. Á endurvarpsskjá
sjást hvítmáluð hús í þorpi: Monte
Maíz. Umhverfið er eins og grænt
haf gert úr milljónum sojaplantna.
Avila Vásquez tjáir sig á spænsku en
túlkur snarar frásögn hans á þýsku.
En skýrasta tungan er myndmálið.
Blóðstokkið kýli á brjósti konu. Opið
sár sem hefur grafið sig inn í bak
ungbarns. En í lokin er mynd sem
tengir saman landbúnaðarumhverfið
og þjáningu mannanna: Brúsar með
illgresiseyði í geymslu.
„Glifosato“ bætir Avila Vásquez
við. Hann sýnir tvö kort af Argentínu.
Á því fyrsta sjást í dökkum lit þau
svæði þar sem mest er ræktað af soja-
baunum og þar sem glýfósat er mest
notað. Á hinu eru svæðin þar sem
dauðsföll af völdum krabbameins eru
yfir landsmeðaltali. Kortin tvö eru
næstum eins.
Ræktun erfðabreyttra tegunda
bönnuð en innflutningur
leyfður í stórum stíl
Ár hvert flytur Evrópusambandið inn
35 til 40 milljón tonn af erfðabreyttu
soja framleiddu í Norður- og Suður-
Ameríku. Þótt ræktun erfðabreyttra
tegunda sé að mestu bönnuð í Evrópu
á það ekki við um innflutning þeirra.
Erfðabreytt soja lendir m.a. í jötum
hjá evrópskum nautgripum, svínum
og fiðurfé. Árum saman voru kýr
Svens Krey fóðraðar á því. En er
það glýfósatið sem olli veikindum
gripanna?
Talsmenn Monsanto geisla af
sjálfsöryggi
Þýskar höfuðstöðvar amerísku sam-
steypunnar Monsanto fylla tvær
hæðir skrifstofubyggingar í Rath-
hverfi í Düsseldorf. Úti lemur bylur-
inn rúðurnar; inni geisla tveir menn
af sannfærandi sjálfsöryggi.
„Við höfum þekkt glýfósat í
mjög langan tíma og við þekkjum
það einstaklega vel,“ fullyrðir Holger
Ophoff, yfirmaður leyfisveitinga-
deildar Monsanto í Þýskalandi.
„Glýfósat er búið að vera á markaðn-
um í meira en fjörutíu ár. Það stenst
ítrekað próf um allan heim og er enn
leyft,“ bætir Thoralf Küchler, tals-
maður Monsanto í Þýskalandi, við.
Rétt er að vísindamenn amerísku
samsteypunnar uppgötvuðu fyrir
mörgum áratugum hvernig glýfósat
grípur inn í efnaskipti plantna: það
hindrar ensím sem hefur hlutverki
að gegna við myndun ákveðinna
amínósýra. Án þessa ensíms drep-
ast plönturnar á nokkrum dögum.
Glýfósat-sameind er mynduð úr
glýsíni, amínósýru, og fosfórsýrlingi.
Í upphafi áttunda áratugarins
fékk Monsanto einkaleyfi á sam-
setningunni. Fyrir utan Roundup
frá Monsanto eru í Þýskalandi einu
um 80 glýfósat-afurðir á markaði.
Fjórtán fyrirtæki framleiða glýfósat
á evrópskri grund. Monsanto á þar
langmesta hagsmuni í húfi. Því sam-
steypan selur ekki aðeins glýfósat um
allan heim heldur líka erfðabreytt
útsæði sem þolir illgresiseyðinn
undir nafninu „Roundup Ready“,
þ.e. í beinni þýðingu „varið gegn
Roundup“.
/Þýðing úr frönsku: Óskar Bjarnason.
– Meira um þessi mál síðar.
Askalind 4, Kópavogi
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is
IÐNAÐARHURÐIR
BÍLSKÚRSHURÐIR
• Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning.
• Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli.
• Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum.
• Hágæða hráefni.
• Þolir íslenskt veðurfar.
• Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi.
• Stuttur afgreiðslutími.
ER HÁVAÐA-
MENGUN Á ÞÍNU
BÝLI?
Notið alltaf heyrnarhlífar þegar þess
er þörf. Farðu yfir það í huganum hvar
er mesta hávaðamengunin á býlinu og
hvað það er sem býr til hávaðann. Þegar
þú kaupir nýjan búnað eða vélar þá
skaltu íhuga hversu hljóðlátar þær eru.
ER ÞITT BÚ
ÖRUGGUR
OG GÓÐUR
VINNUSTAÐUR?
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
PO
RT
h
ön
nu
n