Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Ungir og gamlir Hvanneyringar koma saman: Hvanneyrarhátíðin haldin um næstu helgi Hvanneyrarhátíðin 2016 fer fram þann 9. júlí nk. frá kl. 13.30 til 17.00. Þennan dag taka heima- menn vel á móti gestum og gang- andi með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Upphaf hátíðarinnar má rekja til Safnadagsins sem Landbúnaðarsafn Íslands tók þátt í, og bauð þá velunnurum sem og gömlum nemendum að koma á Hvanneyri og kíkja á safnið sér að kostnaðarlausu og hitta gamla félaga og vini. Nú hefur Safnadagurinn verði færður fram í maí og Hvanneyrarhátíðin stendur nú sem sér viðburður sem hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og fjöldi gesta margfaldast á milli ára. „Hátíðin fer fram að mestu leyti á gömlu bæjartorfunni svokölluðu sem var friðlýst í fyrra við hátíðlega athöfn. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin með þessum hætti og er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd af heimamönnum sem vilja bjóða gestum að njóta skemmtilegrar dagskrár í fallegu umhverfi á Hvanneyri,“ segir Bára Sif Sigurjónsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar í ár. 130 ára saga skólasamfélagsins á Hvanneyri Saga íslensks landbúnaðar, bændaskólans og Hvanneyrar er samtvinnuð og mikilvæg í búnaðarsögu landsins og er henni gerð góð skil í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Tenging fyrrverandi nemenda Bændaskólans við Hvanneyri er sterk og hjá mörgum er það orðinn fastur liður að sækja Hvanneyrarhátíðina heim þar sem gamlir og góðir tímar eru rifjaðir upp. „Í ár verður rykið dustað af gömlu skólaspjöldum Bændaskólans á Hvanneyri og verða þau til sýnis í skólastofum Gamla skóla ásamt myndum frá skólastarfinu og ýmsu fleiru. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur einhverja tengingu við Hvanneyri; fyrrverandi nemendur eða ættingjar þeirra og vinir. Með sýningunni getum við vonandi veitt innsýn í skólasamfélagið á Hvanneyri sem á sér nærri 130 ára sögu,“ segir Bára. Geitalatté í kaffihúsinu Meðal dagskrárliða eru heyvagna- akstur, opið fjós, pönnuköku- baksturskeppni, leiðsögn verður um Yndisgarða á Hvanneyri, markaður, danshópurinn Sporið tekur sporið, húsdýr með ungviði, andlitsmálun og leikir, og margt fleira. Erfðalindasetur Íslands verður með upplýsingar um íslensku húsdýrin og leggur til geita- mjólk frá Háafelli sem notuð verður í sérlagað geitalatté sem verður til sölu í kaffihúsinu Skemmunni. Þá mun Bjarni Guðmundsson, forstöðumað- ur Landbúnaðarsafnsins, lesa upp úr nýrri bók sinni, Konur breyttu búháttum – saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og á Hvítárvöllum. Rjómabúið á Erpsstöðum ætlar að taka þátt í hátíðinni í ár með kynn- ingu og sölu á vörum sínum. Enginn aðgangseyrir Frír aðgangur verður að Land- búnaðarsafni Íslands og ætla konurn- ar sem standa að Ullarselinu að sýna listir sínar á tröppum safnsins. Einn að vinsælustu viðburðunum er inn- koma Fornbílafjelags Borgarfjarðar sem stillir bifreiðum sínum upp, ungum sem öldnum til gamans. Þá verður gamli Andakílsskóli opinn svo fólk geti kynnt sér starfsemina sem þar fer fram. Við grunnskólann verður einnig úrval skemmtilegra leikja og þrauta, t.d. leitin að nál í heystakki, sem var mjög vinsæl í fyrra. Formleg dagskrá hefst kl 13.30 og lýkur henni kl. 17.00. Allar nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá má finna á Facebook-síðunni www. facebook.com/hvanneyrarhatid. Bára Sif Sigurjónsdóttir. Mynd / Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Myndir / Valdimar Gestsson Landgræðsla ríkisins Héraðsfulltrúi Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróð- urs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða héraðsfulltrúa með aðalstarfssvæði í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum með aðsetur á Húsavík. Hann þarf að hafa sveigjanleika og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á starfinu og vinnustaðnum. Starfs- og ábyrgðarsvið • Öflun upplýsinga, ráðgjöf og eftirlit með verkefnum í Bændur græða landið, Landbótasjóði og öðrum landgræðsluverkefnum. • Áætlanagerð og umsjón landgræðsluverkefna á starfssvæðinu. • Vöktun á ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgjast með að lögum um landgræðslu sé fram- fylgt. • Aðstoð við gerð beitar- og uppgræðsluáætlana fyrir einstakar bújarðir og stærri svæði. • Skráning landgræðsluaðgerða og eftirlit með árangri þeirra. • Fræðsla og ráðgjöf til sveitarstjórna, landnotenda, skóla og almennings. • Önnur verkefni Menntun og hæfni • Krafist er BSc-prófs í náttúruvísindum, t.d. landnýtingu, beitarfræðum eða umhverfisfræðum • Almenn þekking eða reynsla af landbúnaði • Skipulagshæfni, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni • Góð kunnátta í notkun tölvu og upplýsingatækni og góð íslenskukunnátta, skilyrði. • Þekking og reynsla af landgræðslustarfi, kostur • Þekking og reynsla af notkun landupplýsingakerfa, kostur Um er að ræða 100% stöðu, starfinu geta fylgt talsverð ferðalög, megin starfssvæðið er Norður- land. Stafið hentar bæði konum og körlum. Laun er skv. kjarasamningi ríkisins og FÍN félags náttúrufræðina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Stefánsson sviðsstjóri (gudmundurst@land.is) í síma 899 3096. Umsóknir ásamt ferilskrá og afriti af prófskírteini skal senda til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 850 Hella eða á netfangið sigurbjorg@land.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.