Bændablaðið - 07.07.2016, Side 35

Bændablaðið - 07.07.2016, Side 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Dúnhreinsunin ehf. Við Axarhöfða, 110 Reykjavík Sími 892 8080 Með nýjum viðskiptasamböndum okkar hefur spurn eftir íslenskum æðardúni aukist og verðmæti hans sömuleiðis. Nú þurfum við aukið magn til hreinsunar og sölu og borgum fyrir vikið hærra verð en fyrr. Við greiðum 215-220 þúsund krónur fyrir hvert kíló af fullhreinsuðum æðardúni og hvetjum bændur til að hafa samband við okkur sem fyrst. DÚNN HÆKKAR DUNHREINSUNIN Afrakstur vorsins Nú er liðið hjá sauðfjárbændum áfallalausasta vor veðurfarslega sem þeir hafa upplifað um mjög langt árabil. Ég vil meira að segja fullyrða að á sumum svæðum landsins séu menn komnir mjög til ára sinna sem muna hraðari breytingar á gróðri í úthaga en þær sem víða mátti sjá fyrri helm- ing júní í ár. Sumarið 2015 hafði skilað bænd- um víða um land gæðameira fóðri en oft áður. Þegar þetta tvennt lagðist saman var útkoman í vor góð. Ég leyfi mér að fullyrða að afurð þessa nú um mánaðamótin júní-júlí er þroskameiri og fallegri lambahjörð nánast um allt land en dæmi mun að finna um áður. Með þannig fjársjóð í höndunum er full ástæða til að velta örstutt fyrir sér hvernig hann verði best nýttur. Nú er óráðin veðrátta tveggja til þriggja mánaða sem miklu ræður um endanlega útkomu fjárbúanna í haust. Það er ekki á færi neins að segja fyrir um það. Hugleiðingar þær sem hér fylgja eru því allar með þeim fyrirvara. Augljóslega óskum við öll sem mestra árgæsku áfram. Verði veðrátta í meðallagi er ekki ólíklegt að síðsumars geti afréttir á sumum landsvæðum farið að tapa fóðurgildi sínu mögulega nokkuð snemma og þó frekar hraðar en oft þegar þær breytingar byrja. Í öllu falli er glapræði á þessari stundu að gera ráð fyrir árgæsku haustsins 2015. Á mörgum stöðum á landinu var hins vegar snjór í fjöllum með meira móti og þar mun beit í háfjöll- um halda fóðurgildi sínu eins og bændur á slíkum svæðum þekkja. Þar eru það fremur síðsumarhret sem hrekja fé úr háfjöllum sem þyrfti að bregðast við. Í öllu falli er óráð annað en að reikna með að beit- argildi síðsumarbeitar í úthaga geti orðið breytilegri en gerist í meðalári. Á svæðum þar sem úthagabeit fer að tapa næringargildi sínu fyrst er meiri ástæða en oftast að fylgjast vel með þeim breytingum og bregð- ast við þeim á viðeigandi hátt. Þetta er vegna þess að hin vænu og fal- legu lömb sem þar verður að finna gera kröfur bæði til meiri beitar að magni vegna þroska síns og ekki síður næringarríkari gróðurs en oft áður vegna þess að vöxtur þeirra verður kominn lengra en áður og við þær aðstæður þarf einfaldlega kraftmeira fóður til að fá fram við- bótarvöxt en hjá rýrum lömbum. Á þessum svæðum verða bændur því í haust að vera meira vakandi fyrir að flýta haustsmölunum en oft hefur verið. Minni þörf fyrir að bata sláturlömb Af því sem sagt er leiðir einnig hjá þeim bændum sem í haust ætla eins og oft áður að byggja á haustbötun verða kröfurnar meiri. Ástæða er að sjálfsögðu að benda á það að verði sumarið skapfellt þá ætti þörfin fyrir að bata sláturlömbin víða að verða umtalsvert minni en áður hefur verið. Þeir sem hins vegar hafa sterka búskaparhefð og kunnáttu mikla munu að sjálfsögðu beita haustbötum áfram að einhverju leyti. Þeim er hins vegar ástæða til að benda á að lömbin þeirra eins og önnur lömb gera meiri fóðurkröfum en oft og við því verður að bregð- ast. Þetta er við þessa búskaparhætti einkar mikilvægt verði lömbin farin mjög að hægja á vexti þegar þau koma af úthaganum vegna þess að hættan á að þau leggist þá í fitu- söfnun hefur stóraukist taki ekki við kröftug beit á ræktaða landinu. Fitusöfnun lambanna á þeim tíma mun seint skila fjærbændum mikl- um tekjum. Mikilvægi ómsjármælinga í ræktunarstarfinu Minnist þá á þann þátt í öllum þess- um verkferli sem ég tel mig þekkja betur en aðra. Þeir bændur sem sinna ræktunarstarfi á eigin búi hafa mikla hefð í því að láta ómsjármæla og stiga vissan hluta lamba áður en val ásetningslambanna fer fram. Full ástæða er til að hvetja alla sem ræktun sinna að gera það af sama krafti eða jafnvel betur en áður hefur verið gert. Við sem þekkjum þetta starf best vitum til viðbótar að bestu niðurstöðurnar til að velja eftir fást við mælingar strax þegar lömbin koma af fjalli. Þetta minnir bænd- ur á að panta ómælingar snemma og marga að láta framkvæma þær mun fyrr að haustinu en venjan hefur verið. Ómsjármælingar mikið eftir 10. október ættu ekki að sjást lengur nema hjá þeim bændum sem byggja sína dilkakjötsframleiðslu á mikilli og góðri haustbötum. Þeir menn eiga áfram að vera með sínar mælingar eins stuttu fyrir slátrun lambanna og líflambavalið leyfir. Bréfaskipti Bjarna Guðmundssonar og Halldórs Pálssonar Sem millispil í þessum pistli langar mig örlítið að segja frá bréfaskiptum Bjarna Guðmundssonar þá kaup- félagsstjóra á Höfn í Hornafirði og Halldórs Pálssonar sem þá var landsráðunautur í sauðfjárrækt um 1950. Þeir ræða flest málefni sauð- fjárræktar á þessu svæði (Austur- Skaftafellssýslu) á þeim tíma. Þá voru dilkar almennt rýrir á þessu svæði. Það hefur síðan gerbreyst með ræktunarbyltingu í tún- og grænfóðurrækt. Samt má velta því fyrir sér hvort þeir sáu ekki ef til vill enn lengra fram í tímann en við mörg sem varla sjáum framfyr- ir tærnar á okkur. Þeir velta fyrir því hvers vegna á þessu svæði með sauðburð og vorkomu fyrr en á flest- um öðrum svæðum landsins væri ekki mesta framleiðsla hérlendis á sumarmarkað dilkakjöts. Þeir voru sammála um að einhvers staðar væri brotinn hlekkur í framleiðsluferlinu. Nú vil ég biðja ágæta vini mína á þessu svæði að velta þessu aðeins fyrir sér. Er mögulega enn einhver ófundinn brotinn hlekkur? Er ekki eitthvað sem ástæðra er til að skoða betur þegar á þessu besta gróður- svæði landsins hefur verið erfiðara en annars staðar að koma slátrun í fullan gang að haustinu og dilkar eru líklega færðir eldri á blóðvöll að haustinu en í nokkru öðru héraði? Sjónarmið afurðastöðva og bænda Þá langar mig að snúa mér að hinni hlið málsins sem eru afurðastöðv- arnar. Ég vil staðhæfa að nú sé vegna hinna jákvæðu aðstæðna eftir vorið auðveldara en nokkru sinni áður að láta sjónarmið afurðastöðva og bænda mætast. Að lokum er það líklega það sem skiptir sauðfjár- framleiðsluna meginmáli. Á síðustu áratugum hefur starfs- umhverfi afurðastöðvanna breyst með ólíkindum hratt. Fyrir rúmum þrem áratugum voru enn mörg sláturhús vítt um land. Mörg þeirra voru að vissu leyti rekin sem hluti af samfélagsgrunni. Sú tíð er liðin. Ekkert segir að lítil sláturhús eigi ekki áfram fullan rétt á sér. En þá er það til að sinna ákveðinni eftir- spurn nýs markaðar eins og slátur- húsið í Seglbúðum. Flest bendir til að þróunin muni kalla á fleiri slík fyrirtæki á næstu árum. Eðlis þeirra vegna geta þau hins vegar aldrei orðið burðarásar afurðastöðva í sauðfjárframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nú er í landinu. Það verða áfram þær tiltölulega stóru einingar sem fyrir hendi eru. Þær starfa á hörðum samkeppnis- grundvelli og sú starfsemi hefur því miður ekki verið að skila eigendum sínum, sem oftar en ekki eru bændur sjálfir, gulli og grænum skógum. Það eitt að meira og meira hefur færst í vöxt að mönnun þessara fyr- irtækja byggir á erlendu vinnuafli ætti að sýna að tæplega getur það verið skynsamlegt að reksturinn sé aðeins á litlum hluta mögulegra afkasta fyrstu viku sláturtíðar vegna þess að fé fæst ekki til slátrunar. Það ætti að vera ljóst að fæstum geta slík vinnubrögð verið til góðs nema mögulega einhverju af hinu aðfengna vinnuafli sem slappað getur af á fullum launum. Gæði kjötsins í hámarki Hin vænu lömb sem þið bændur eigi núna í stærri hópum en nokkru sinni áður á að gera ykkur mögu- legt að skila í haust til slátrunar lömbum af sama vænleika og undangengin ár þó nokkru yngri en áður hefur verið. Gæði kjöts- ins sem þannig fæst ætti að vera í hámarki. Auk þess þá bjóða afurða- stöðvarnar, í öllu falli þær sem gefið hafa út verðlista, betra álag á fyrstu vikum slátrunar í haust en oft hefur verið. Mín skoðun er að bændum beri að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að koma sem best til móts við óskir afurðastöðvanna síðsumars og í haust. Hið góða forskot vor- mánaðanna gefur ykkur betra tæki- færi til þess en nokkru sinni. Fátt bendir til að markaðurinn í haust kalli á aukna dilkakjötsframleiðslu að magni til. Þess vegna ætti mar- mið bænda í haust að vera að skila óbreyttu magni til slátrunar í haust. Það kemur hins vegar af lömbum sem eru allnokkrum dögum yngri en sláturlömbin undanfarin haust. Gæðin verða þá um leið meiri en áður. Þetta getið þið, bændur, ef allir leggjast á eitt og líklegt er að það styrki sauðfjárræktina í bráð betur en nokkuð annað. Jón Viðar Jónmundsson LBHÍ − jvj111@outlook.com Ljósmynd / ÁÞ Á Íslandi í 15 ár - 10 ára verksmiðjuábyrgð Á Íslandi eru 2,6 ha gólfbita frá Andersbeton Gólf - Einstök hönnun léttari - sterkari - hreinsa sig betur - hálkuvörn Þolir 4000kg öxulþunga www.andersbeton.com G. Skaptason, Starengi 13, 800 Selfoss. Sími 481 1020 gsm 893 4334, netfang: gskapta@internet.is Sala og ráðgjöf Norðurlandi: Benedikt Hjaltason, Akureyri. Sími 894 6946, netfang: bigben@simnet.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.