Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Íblöndunarefni við votheysverkun Notkun íblöndunarefna (einnig kölluð hjálparefni) við gróf- fóðuröflun verður sífellt algengara. Kemur þar til að bæði eru nú á boðstólum betri búnaður til að koma íblöndunarefni í fóðrið og ekki síður aukið framboð af hjálp- arefnum. Það eru skiptar skoðanir meðal bænda um gagnsemi af notkun íblöndunarefna. Sumir bænd- ur leggja mikla áherslu á notkun íblöndunarefna – sjá sér hag í notk- un þeirra. Á meðan aðrir bændur telja sig ekki hafa haft hag af notk- un þeirra. Ástæða þess að reynsla manna er svo ólík er einkum sú að það er samspil ólíkra þátta sem hefur áhrif á það hvernig tekst til við verkun gróffóðursins. Einhver dæmi eru um að bændur séu að nota íblöndunarefni í of þurru fóðri. Það er þegar þurrefni er komið yfir 55%, þá verður ekki eiginleg votheysverk- un í fóðrinu og því hefur íblöndun- arefni takmörkuð áhrif á verkun og geymslu fóðursins. Með notkun íblöndunarefna má bæta verkun og minnka fóðurtap. Íblöndunarefni stuðla að hraðari gerjun og ef vel tekst til þá geta íblöndunarefni aukið lystugleika fóðursins. Góðum árangri má ná án notkunar íblöndunarefna. En þá þarf líka að vanda verulega til verka og hafa þekkingu á því hvað þarf til að tryggja góða verkun. Til að votheysverkunin heppn- ist þurfa tvö meginskilyrði að vera uppfyllt. Hráefnið þarf að hafa ákveðna gerjunarhæfni og aðstæður þurfa að vera loftfirrðar. Síðslegið blautt gras hefur ekki mikla gerjun- arhæfni. Það er fyrir það fyrsta lítið af auðmeltum kolvetnum til staðar, en þau eru nauðsynleg næring fyrir mjólkursýrubakteríurnar sem stuðla að hraðri gerjun og nægilegu falli í sýrustigi til að votheysverkunin heppnist. Mikið vatn vinnur gegn lækkun sýrustigs. Það þarf meiri sýru eftir því sem fóðrið er blautara til að verkunin heppnist. Líklega var mikið af heyforðanum sumarið 2014 svona. Gróft, úr sér sprottið, hirt blautt og verkunin því léleg. Það má ná verulega góðum árangri við votheysverkun án notk- unar íblöndunarefna. Markviss vinnubrögð og gott hráefni tryggja góða verkun. Hins vegar má segja að með notkun íblöndunarefna verður verkunin öruggari, sérstaklega þegar hráefnið er ekki af þeim gæðum sem við helst vildum. Gera má gott fóður betra með notkun íblöndunarefna – einkum með því að bæta lystugleika fóðursins. Mikilvægt er að hafa stjórn á þurrefni fóðurs til að votheysverk- un heppnist sem skyldi. Með auk- inni forþurrkun verður sýrumynd- un minni og meira af sykrum eftir í fóðrinu. Jafnframt verður minna niðurbroð á próteinum. Báðir þessir þættir gera fóðrið lystugara. Æskilegt þurrefni við stæðuverkun er 30–35% þurrefni og við rúlluverkun 35–45% þurrefni. Þegar komið er upp fyrir 25% þurrefni verður afrennsli úr fóðri lítið sem ekkert. Tap á velli er lægst við þurrefni á bilinu 25–35%. Það er því ekki bara með hliðsjón af verkun fóðursins sem skiptir máli að þurrefnið sé á réttu bili heldur líka þegar horft er til þurrefnistaps við verkunina. Það er mikil flóra til af íblöndun- arefnum. Það má skipta þeim í fjóra megin flokka eftir eiginleikum og virkni. Þurrefni fóðurs og gerjun- arhæfni þess hefur afgerandi áhrif á val íblöndunarefna. • Sýrandi efni (t.d. Gras AAT, Ensil). Hér er sýru blandað við fóðrið þannig að sýrustigið fellur hratt og lítil sem engin virkni örvera verður. Til eru efni í þessum flokk sem einnig hafa virkni gegn vexti sveppa og myglu. Þessi efni eru oft kölluð Sýra + til aðgreiningar frá efnum sem hafa bara sýrandi áhrif. Megingalli við notkun þessara efna eru að þau eru ertandi og hafa tær- andi áhrif á vélar. • Efnablöndur (t.d. Kofasil LG, Kofasil Ultra) • Lífræn efni (t.d. Sil-All, Josilac). Þetta eru efni sem hvetja gerjun- arferlið og innihalda gjarnar mjólk- ursýrubakteríur og ensím. Þessi efni eru auðveld í notkun og hafa ekki tærandi áhrif á vélar. • Efni sem hamla myndun myglu (innihalda t.d. propion- sýru, benzosýru, sorbinsýru, Heteraógerjandi bakteríur) Mikilvægt er að fylgja leiðbein- ingum við notkun íblöndunarefna og nota hlífðarfatnað þar sem það á við. Stæðuverkun Almennt ætti alltaf að nota íblöndun- arefni við stæðuverkun. Ef verkunin tekst ekki þá spillir hún miklu fóður- magni. Við stæðuverkun gildir það að fá sýrustigið í fóðrinu til að falla hratt. Hér skiptir máli: • Forþurrkun að hámarki 30–35% • Ef þurrefni fóðurs er undir 30% er æskilegt að nota sýrandi íblöndun- arefni. Gott að hafa með efni sem hamla vexti myglu og sveppa. Ef nota á lífræn íblöndunarefni er mik- ilvægt að þurrefni sé komið yfir 30%. • Fylgið leiðbeiningum um skammta- stærðir • Notið aukið sýrumagn einkum þegar þurrefni er lágt, hirðing tekur langan tíma/löng flutningsvegalengd, þegar illa gengur að þjappa, fóður er lítið eða illa saxað, próteinríkt fóður, lítið af sykrum í fóðri, ekki mikið fóður tekið úr stæðu á hverjum degi við gjafir, til að auka gróffóðurát. Rúlluverkun Við verkun gróffóðurs í rúllur höfum við aðeins fleiri möguleika við val á hjálparefnum. Hér má nota hjálparefni úr öllum flokkum. Mælt er með að: • Forþurrka að lágmarki 35% þurr- efni. Þannig að tap á velli sé sem minnst. • Ef þurrefni við hirðingu er undir 25% er best að nota sýru. • Þegar þurrefni er á bilinu 25–35% er best að nota hjálparefni sem einnig innihalda efni sem draga úr vexti myglu og sveppa. • Fylgja ráðlögðum skammtastærð- um. Við ákveðnar aðstæður er ekki þörf á því að nota íblöndunarefni við rúlluverkun. • Þegar um er að ræða mikla forþurrk- un. Helst að pakka með 8–10 lögum af plasti í stað 6. • Þegar fóðrið hefur góða eiginleika til votheysverkunar og ekki er ætlunin að nota fóðrið fyrir gripi í mikilli framleiðslu. • Þegar grasið er orðið úr sér sprottið, næringarlítið og þurrlegt. Heimild: Einkum var stuðst við efni í bæklingnum Ensilering sem gefinn var út árið 2013 af Tine Radgivning. Unnsteinn Snorri Snorrason bútækniráðgjafi Myndir / USS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.