Bændablaðið - 07.07.2016, Page 41

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 C-SHIFT útgáfan er búin rafskiptingu á öllum gírum. Engin eiginleg gírstöng og aldrei þarf að kúpla til þess að skipta um gír. Við bjóðum nú takmarkaðan fjölda DEUTZ-FAHR Agrotron 6150.4 á sérstöku kynningarverði. Kr. 13.500.000,- án VSK Allt þetta og meira til á sérstöku kynningarverði: 4 strokka, 4 lítra DEUTZ mótor 120 L/mín Load Sensing vökvadæla 153 hö, 605 Nm Power Beyond vökvatengi C-SHIFT rafskipting, 6 gírar, 4 milligírar Rúmgott og glæsilegt hús með loftkælingu Sjálfskiptimöguleikar Farþegasæti og drykkjakælir Skriðgír 4 hraða aflúrtak (540/540e/1000/1000e) Aðgerðaminni Lyftigeta á afturbeisli: 9.200 kg. Fjaðrandi framhásing og fjaðrandi hús Dekkjastærð: 540/65R24 að framan, 600/65R38 að aftan. 50 km/klst aksturshraði Stoll FZ45 ámoksturstæki með dempara, vökvaskóflulás, 3 sviði og 2,40 m Heavy Duty Skóflu. Helsti búnaður: Aukabúnaðu r á mynd: Fra mlyfta og fra maflúrtak DEUTZ-FAHR Agrotron 6150.4 C-Shift - sívinsæl og klassísk dráttarvél ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Laxveiði fer vel af stað Laxveiði hefur farið vel af stað í sumar og segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifé- laga, að það lofi góðu. „Það er nokkuð áberandi að margar ár eru að skila stórum löxum núna í upphafi veiðitímabilsins og það gildir líka um Vesturlandið sem ekki er hefðbundið stórlaxasvæði. Almennt má segja að byrjunin lofi góðu en það gildir um laxveiði eins og margt annað að það skiptast á skin og skúrir, stundum veiðist vel og stundum ekki,“ segir Jón Helgi. Hlífa stórlaxi Hann segir að gaman sé að sjá þá hóf- sér hin síðari ár í veiðiskapnum. „Menn sleppa gjarnan stórlaxi, hlífa - menn sýna hófsemi, það er þróun sem smám saman hefur verið að festa sig í sessi undanfarin ár og er vel,“ segir hann. Vel hefur veiðst t.d. í Ytri-Rangá en þar voru komnir á land um miðja síðustu viku 477 laxar sem er 370 löxum meiri veiði en var 1. júlí árið 2015. Um mánaðamótin júní og júlí í fyrrasumar höfðu veiðst 107 laxar í Ytri-Rangá, þannig að þetta er besta byrjun í ánni frá því Landssamband veiðifélaga hóf að safna veiðitölum fyrir áratug, árið 2006. Þá fór veiði í Víðidalsá vel af stað, hafði skilað 128 löxum samanborið við 40 laxa um mánaðamótin júní-júlí í fyrra. Selá og Hofsá í Vopnafirði voru opnaðar nýverið og fór veiði vel af stað. Þrefalt meiri veiði í Blöndu Veiði í Blöndu er þrefalt meiri en var á sama tíma í fyrra, en einnig hafa Þverá, Kjarará og Norðurá skilað betri veiði en í fyrrasumar. Á vefnum angling, sem Landssamband veiðifélaga heldur úti, kemur fram að tveggja ára lax skili sér vel haldinn /MÞÞ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Draumur alda- mótabarnsins“ á Eyrarbakka Sýningin „Draumur alda-móta- barnsins“ var opnuð í Kirkjubæ á Eyrarbakka á þjóðhátíðardaginn á vegum Byggðasafns Árnesinga. Kirkjubær er hús sem stendur rétt við Húsið á Eyrarbakka. „Byggðasafn Árnesinga keypti Kirkjubæ árið 2011 og hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á húsinu og sýningar- gerð. Safnið hefur nýtt arf Helga Ívarssonar frá Hólum til þessa verk- efnis. Kirkjubær er lítið bárujárns- klætt timburhús frá 1920 byggt af alþýðufólki og var búið í því til 1983 er það varð að sumarhúsi. Umhverfis húsið er gróðurmikill garður,“ segir Lýður Pálsson, forstöðumaður safns- ins. Það verður opið í Kirkjubæ á sama tíma og Húsið og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og er kærkomin viðbót við sýningarhaldið. „Sýningin varp- ar ljósi á líf almennings á tímabil- inu 1920–40 og er bæði uppfull af safnmunum í réttu samhengi og skemmtilegum fróðleik um tímabil- ið. Húsakynnin sjálf tala sínu máli,“ bætir Lýður við. /MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.