Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Um aldamótin 1900 var þungt fyrir fæti í íslenskum landbúnaði. Tekið hafði verið fyrir útflutning lifandi sauðfjár til Bretlands og árferði var erfitt. Bændur leituðu úrbóta, renndu m.a. hýru auga til danskra bænda er náð höfðu góðum árangri í sölu mjólkur- afurða til Bretlands. Þótt mjólk- in hafi verið helsta fæðutegund okkar Íslendinga um aldir kunn- um við ekki að vinna úr henni afurðir sem hæfar væru á kröf- uhörðum erlendum mörkuðum. Hér skorti nýja verkþekkingu. Því var ákveðið að koma á fót íslenskum mjólkurskóla. Búnaðarfélag Íslands leitaði til þess faglegrar aðstoðar Danska Landbúnaðarfélagsins og fékk fjár- stuðning Alþingis til þess að koma málinu á rekspöl – með því að efla verklega kunnáttu í smjörgerð til útflutnings. Stofnaður Mjólkurskóli Til Danmerkur var leitað eftir manni er kennt gæti Íslendingum smjör- gerð og aðra nútíma mjólkurvinnslu. Danska Landbúnaðarfélagið mælti með nýútskrifuðum mjólkur- fræðingi, Hans Jepsen Grönfeldt frá Ølgod á Jótlandi, til kennslunnar. Hann kom til Íslands sumarið 1900 og tók þegar til starfa. Knappur tími var til undirbún- ings en samningar náðust um að Mjólkurskólinn fengi aðstöðu hjá Búnaðarskólanum á Hvanneyri. Ákveðið var að Mjólkurskólinn skyldi eingöngu vera fyrir stúlk- ur. Inntökuskilyrði voru að þær væru „... hraustar og vel þrifnar að upplagi. Þær þurfa einnig að vera fullþroskaðar, hafa lært skrift og 4 höfuð greinar í heilum tölum í reikningi...“ Á Hvanneyri hóf Mjólkurskólinn starf 1. nóvember 1900 og var aðeins einn nemandi í skólanum fyrsta kennslutímabilið. Það var Guðlaug Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ í Holtum. Aðsókn óx og skólastarfið dafnaði vel undir forystu Grönfeldts mjólkur- fræðings. Þannig hófst saga fyrsta og eina Mjólkurskólans sem starfað hefur hérlendis. Vegna hrikalegs húsbruna á Hvanneyri haustið 1903 hraktist skólinn þaðan til Reykjavíkur en var síðan færður að Hvítárvöllum þar sem hann átti flest starfsár sín. Stúlkurnar og námið Í Mjólkurskólanum lærðu stúlk- urnar nútíma mjólkurmeðferð, um fóðrun kúnna og um bókhald og rekstur rjómabúa. Námið, sem var bæði bóklegt og verklegt, miðað- ist við að stúlkurnar gætu að því loknu staðið fyrir rjómabúum sem vaxandi áhugi var fyrir að stofna. Mjólkurskólinn varð ein fyrsta menntabraut á sviði matvælafræði hérlendis – og ein fyrsta starfsmenntaleið íslenskra kvenna. Um 180 stúlkur stunduðu nám við skólann um lengri eða skemmri tíma á starfstíma hans. Komu þær úr flestum sýslum landsins. Stúlkurnar úr Mjólkurskólanum réðust margar sem bústýrur rjómabúanna er risu víða um land á fyrstu árum síðustu aldar. Þannig breiddu þær út nýja þekkingu í mjólkurvinnslu og verkavöndun óx. Mörg fengu rjómabúin ágætt verð fyrir smjörið á hinum kröfuhörðu erlendu mörkuðum. Mjólkurskólinn starfaði til ársins 1918 en þá höfðu starfsskilyrði hans sem og viðskiptaumhverfi rjómabúanna versnað svo að ekki var lengur grundvöllur fyrir rekstri hans: Bændur hættu að færa frá ám sínum en hluti rjómans sem tekinn var til smjörvinnslu í rjómabúun- um var sauðarjómi, heimavinnsla smjörs óx og gæði þess einnig, ekki síst vegna áhrifa Mjólkurskólans. Áhrif Mjólkurskólans Með sínum hætti var Mjólkurskólinn leið margra stúlkna til menntun- ar, frama og sjálfstæðis – raunar hljóðlátur þáttur í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Íslenska smjörið varð mark- aðsvara á kröfuhörðum mörk- uðum framboðs og eftirspurnar. Rjómabúin og rjómabústýrurnar áttu því veigamikinn hlut að því að bændur fengu peninga til frekari nýsköpunar á búum sínum, svo sem til jarðabóta og kaupa á verkfær- um til ræktunar og heyskapar (t.d. sláttuvélum). Bændur lærðu einnig að vinna saman að markaðssetningu afurða sinna. Utan skólatímans ferðað- ist Grönfeldt skólastjóri um á meðal rjómabúanna og leiðbeindi starfsmönnum þeirra og bændum. Starf Mjólkurskólans og nemenda hans bættu mjólkurmeðferð og smjörvinnslu hérlendis til muna og lagði grunn að nútíma mjólkur- iðnaði. Þótt Mjólkurskólinn legðist af svo og flest rjómabúin liðu fá ár þangað til iðnvæðing íslenskrar mjólkurvinnslu með mjólkurbú- unum/-samlögunum hófst af fullum þunga. Það gerðist á sama grund- velli og Mjólkurskólinn og rjóma- búin höfðu starfað: Með starfsþekk- ingu, vöruvöndun og samvinnu bænda. Og búhættir breyttust. Ný bók um sögu Mjólkurskólans Nú er væntanleg bók um Mjólkurskólann og starfssögu hans. Titill bókarinnar – Konur breyttu sem nemendur skólans höfðu með sínum hætti, beinum og óbeinum, á framvindu landbúnaðar hérlendis í byrjun 20. aldar. Það hefur verið afar hljótt um þennan skóla og aðgengilegar heimildir um hann eru ekki margar. Ef til vill er það til marks um hlut kvenna og menntun- ar þeirra á þessum árum. Um árabil hefur undirritað- ur unnið að söfnun fróðleiks um Mjólkurskólann sem birtur verður í þessari bók. Það eru Bókaforlagið Opna og Landbúnaðarsafn Íslands sem standa saman að útgáfu hennar en með stuðningi nokkurra aðila. Má þar helst nefna Mjólkursamsöluna og Uppbyggingarsjóð Vesturlands, Kaupfé lag Borgf i rð inga , Menningarsjóð Borgarbyggðar og Hagþenki. Bókin kemur út nk. laugar- dag, 9. júlí, og verður þá kynnt á Hvanneyrarhátíð. Þar mun gestum einnig gefast kostur á að kaupa bókina á sérstöku útgáfudags- verði. Andvirði hennar, að greidd- um útgáfukostnaði, mun renna til eflingar Landbúnaðarsafni Íslands, en þar verður bókin einnig fáanleg. /Bjarni Guðmundsson Bækur Konur breyttu búháttum – Ný bók um starfssögu Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum Hans J. Grönfeldt, mjólkurfræðingur og skólastjóri, og kona hans, Þóra Þórleifsdóttir. Mynd / úr einkasafni Sigurður Sigurðsson ráðunautur var helsti baráttumaður fyrir Mjólkur- skólanum og rjómabúunum. Mynd / úr einkasafni Mjólkurskólastúlkur, sennilega á Hvítárvöllum; því miður eru nöfn stúlknanna enn óþekkt. Mynd / Héraðsskj.s. Borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.