Bændablaðið - 07.07.2016, Page 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Frá því að Jóhannes, sem er fædd-
ur og uppalinn á Herjólfsstöðum
II, og Steina, sem er frá Nykhól
í Mýrdal, fengu ábúðarrétt á
Herjólfsstöðum I árið 1989 hefur
verið rekinn sameiginlegur búskap-
ur á ríkisjörðunum Herjólfsstöðum
I og II.
Fyrst með foreldrum Jóhannesar,
Gissuri Jóhannessyni og Sigurlaugu
Sigurðardóttur og um tíma einnig
Sigríði Lóu Gissurardóttur og
Sigurjóni Sigurðssyni – sem nú búa
á Efstu-Grund. Árið 2013 urðu ætt-
liðaskipti á Herjólfsstöðum II. Þá tóku
Örvar Egill og Arnfríður við ábúð og
hafa síðan smám saman verið að auka
sinn hlut í búrekstrinum.
Býli: Herjólfsstaðir I og II.
Staðsett í sveit: Álftaver í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Ábúendur: Jóhannes Gissurarson
og Steina Guðrún Harðardóttir
á Herjólfsstöðum I. Örvar Egill
Kolbeinsson og Arnfríður Sædís
Jóhannesdóttir á Herjólfsstöðum II.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Jóhannes og Steina eiga tvö börn:
Örvar Egil (30) og Hörpu Ósk (24).
Harpa er dýralæknanemi í Danmörku.
Örvar og Adda eiga tvo syni; Jóhannes
Birgi, (2) og Aðalstein Óskar, (5
mánaða). Til gæludýra teljast svo
hundarnir og kettirnir á bænum, þrátt
fyrir að vera líka notaðir sem vinnudýr.
Jói og Steina eiga tvo hunda og einn
kött. Örvar og Adda eiga þrjá hunda
og einn kött.
Stærð jarðar? Landstórar jarðir, þar
sem óskipt útjörð er sameiginleg með
Holti. Afgirt heimaland er um 300 ha,
þar af ræktað land um 100 ha.
Gerð bús? Blandað bú.
Fjöldi búfjár og tegundir? Kýrnar
eru 25, aðrir nautgripir eru 50, rétt um 500 vetrarfóðraðar kindur og hrossin,
– þau eru heldur fleiri en í fyrra. Svo
eru nokkrar gullfallegar landnáms-
hænur líka til á bænum.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Jói og Steina sjá um mjaltirnar og
önnur fjósverk og Örvar og Adda um
gegningar í kringum féð, að öðru leyti
eru engir tveir dagar eins.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Öll bústörf eru skemmti-
leg þegar vel gengur en leiðinlegt
þykir að girða í kringum hrossin og
svo var nýafstaðin grjóttínsla úr flagi
ekki í neinu sérstöku uppáhaldi.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Ef guð lofar og landeigandinn leyf-
ir verður búið að byggja nýtt fjós,
ný fjárhús eru á teikniborðinu og
jafnvel reiðskemma.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Við höfum fulla
trú á öllu því fólki sem gefur sig
í þessi, oft á tíðum, vanþakklátu
störf.
Hvernig mun íslenskum landbún-
aði vegna í framtíðinni? Við höfum
trú á að honum muni vegna vel ef
við förum ekki í ESB og verslunin
hætti að reka neikvæðan áróður gegn
bændum.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Í hvers kyns hreinum og heilnæmum
matvörum, jafnt í mjólk sem kjöti.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, smjör, súrmjólk og
rabarbarasulta.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambakjöt.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar við komum að
uppáhaldskúnni, henni Fríðu, hang-
andi aftur af báskantinum á leiðinni
ofan í haughús eftir að flórristin gaf
sig og einungis hálfónýtt hálsbandið
hélt við hana. Þá sannaðist, einu
sinni sem oftar, að það er gott að
eiga góðan nágranna.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Franska eldhúsið enn á ný
Íslensku knattspyrnukapparnir náðu
lengra á EM en nokkurn óraði fyrir.
Af því tilefni höldum við okkur
við franska matargerð. Þó svo að
síðasti leikurinn í París hafi verið
Íslendingum torsóttur þá var þar ein-
faldlega við ofurefli að etja. Gamla
sagan um það hvort menn séu eins
og „rúgbrauð“ eða „fransbrauð“ á
illa við í þessu tilviki. Frakkar borða
þjóða mest af hvítu brauði en bagu-
ette-brauðin þeirra eru þekkt um
allan heim. Kannski er fransbrauðið
ekki svo óhollt eftir allt saman?
Ratatouille er hins vegar
meinhollur og kraftmikill
grænmetisréttur með suðrænu
ívafi. Hann á rætur sínar að
rekja til Nice þar sem Albert
Guðmundsson ól manninn forðum
og Englandsleikurinn eftirminnilegi
fór fram.
Epi baguette (franskt langbrauð)
Fyrir þrjár lengjur af 300 g brauði.
› 500 g af hveiti
› 325 g vatn við 20 °C hita
› 100 g af fljótandi súrdeigi sem auðvelt
er að gera eða fá í næsta sælkera-
bakaríi. (Eða 25 g af þurrgeri.)
› 3 g af geri til að fá aukakraft í súrdeigið
› 10 g salt
Aðferð
Hnoðið saman í skál, hveiti og vatni.
Blandið í hrærivél í 4 mínútur á
hægum hraða með deigkrók. Látið
skálina hvíla með rökum klút og
látið standa í 1 klukkustund. Þá má
bæta fljótandi súrdeigi við (ef það er
notað), ger og salti. Blandið 4 mínútur
á litlum hraða og 7 mínútur á miklum
hraða. Hnoðið deigið þar til það er
slétt og fallegt og myndið bolta. Látið
bíða 1 klst. og 30 mín. undir klút.
Setjið smá hveiti á borðplötuna.
Skiptið deiginu í þrjá jafna bita (um
300 g). Rúllið út í lengjur og látið
standa í 30 mínútur undir klút.
Fletjið deigið varlega með lófa. Rúllið
það í höndunum uns það nær um 50
cm lengd. Setjið á smjörpappír með
rökum klút og látið það vaxa í 1 klst.
og 40 mín.
Hitið ofninn í 230 °C. Vandlega setj-
ið lengurnar á heita bökunarplötu.
Klippið í deigið (sem kallast epi og
á að minna á hveitigras). Rétt áður en
bakstur hefst, bætið 50 ml af vatni í
ofninn og bakið 20 mínútur. Takið úr
ofninum og látið kólna á grind.
Skerið í brauðið og smyrjið með
lúxusskinku, tómötum og góðum osti.
Ratatouille
› 1 lítil krukka tómatmauk
› 1/2 laukur, saxaður
› 1–2 geirar af söxuðum hvítlauk
› 1 msk. ólífuolía
› salt og svartur pipar eftir smekk
› 1 lítið eggaldin, snyrt og mjög fínt
sneitt
› 1 kúrbítur, mjög fínt sneiddur
› 1 rauð paprika, kjarnhreinsuð og mjög
fínt sneidd
› 3 matskeiðar ólífuolía, eða eftir smekk
1 tsk. ferskt timjan-lauf eða basil-lauf
Aðferð
Hitið ofninn í 190 °C
Stráið lauk og hvítlauk í fat og hrærið
í 1 msk. ólífuolíu og kryddi (basil eða
timjan) saman.
Raðið til skiptis sneiðum af eggaldin,
kúrbít og papriku. Byrjið að raða frá
ytri kanti á forminu og vinnið í átt að
miðju. Úðið grænmetið með 3 msk.
af ólífuolíu og kryddið með salti og
svörtum pipar.
Bakið í ofni þar til grænmetið er
mjúkt, í um 15 mínútur. Berið fram
með smá mascarpone-osti eða sýrðum
rjóma.
Til að fullkomna þessa frönsk/
íslensku blöndu þarf að setja íslenskt
lambakjöt á grillið.
Gott er að kryddleggja lambið með
rósmarin og hvítlauk, kjötið skal grilla
vel svo það sé með stökka fitu með
mjúku íslensku bragði og steikingu
eftir smekk.
Svo er kalt lambakjötið skorið og sett
á milli baguette-brauðsneiða og fram-
reitt með kaldri sósu að eigin vali.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Herjólfsstaðir I og II
Fjölskyldumynd tekin við skírn Jóhannesar Birgis. Jóhannes, Steina, Örvar
Egill. Arnfríður heldur á Jóhannesi Birgi og lengst til hægri er Sigurlaug,
móðir Jóhannesar.
Mynd / Haukur Snorrason