Bændablaðið - 07.07.2016, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Lesendabás
Ingvar Gíslason, fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra,
hefur sent frá sér ljóðabókina
Úr lausblaðabók – ljóðævi.
Mér hefur verið sagt að skóla-
félagar Ingvars Gíslasonar í
Menntaskólanum á Akureyri hafi
fljótt fundið að hann var ekki
einungis hagmæltur og góður
vísnasmiður – heldur skáld – og
það yrði hans framtíðarstarf. Þetta
var í þann tíð er skáld voru metin
að verðleikum og fengu þann titil
af öðrum en ekki frá sjálfum sér.
Fyrir Ingvari átti hins vegar að
liggja að gera stjórnmálin að ævi-
starfi – þingmaður, þingforseti og
ráðherra mennta- og menningar-
mála.
Fyrir skömmu fagnaði Ingvar
90 ára afmæli sínu, hress að vanda
og vel ern. Ingvar var fæddur á
pálmasunnudag 1926 sem þá bar
upp á 23. mars sem er hinn lög-
boðni afmælisdagur hans, enda þótt
Ingvar telji með nokkrum rétti að
pálmasunnudagur sé hinn eini og
sanni þótt breytilegur sé á alman-
akinu.
Foreldrar Ingvars voru hjón-
in Gísli Kristjánsson, útgerðar-
maður í Neskaupstað, og kona
hans, Fanný Kristín Ingvarsdóttir.
Eiginkona Ingvars var Ólöf Auður
Erlingsdóttir, sem lést 2005.
Hér lætur staðar numið í
persónulegum upplýsingum um
Ingvar, enda ástæðan með þessum
skrifum önnur – það er að segja að
óska honum til hamingju með árin
öll og þó öllu fremur með útgáfu á
nýrri ljóðabók Ingvars – Úr laus-
blaðabók – ljóðævi, sem kom út
á þessum merku tímamótum í lífi
hans.
Ég er hvorki skáld né opinber
ljóðagagnrýnandi – kann ekki
formið – en tek mér þó heimild til
að lýsa mikilli ánægju með bókina,
sem sannar að skólafélagar Ingvars
forðum tíð, höfðu rétt fyrir sér –
Ingvar er skáld.
Fyrir tíu árum eða svo gaf
„góðkunningi“ Ingvars, er nefnist
Hringfari, út safn limra sem sumar
voru þá þegar orðnar landsfrægar;
„hittu naglann á höfuðið“; limran
bragfræðilega rétt og innihaldið
fylgir þeim lögmálum limrunnar
að frásögnin sé eiginlega um ekki
neitt, oft hrein vitleysa og endi úti
í flóa ef svo má segja; gjarnan á
slangurmáli, má vera nokkuð klúr
en þó ekki svo að klám ráði för –
andanum er ætlað að bæta upp það
sem á vantar. Má ég nefna eina vísu
„Hringfara“ þessu til skýringar:
Þetta er sagan af Laufeyju Lór,
sem lofaði að sænga hjá Thor,
en þegar til átti að taka
hún tók allt til baka
og hringdi á Hreyfil – og fór.
En nú eru það ekki limrur
Hringfara sem til umræðu eru
heldur ljóðabókin Úr lausblaðabók
– ljóðævi; safn valinna ljóða sem
Ingvar hefur ort á löngum tíma. Í
bókinni leikur Ingvar sér að mis-
munandi ljóðformum, órímuðum
sem hefðbundnum; vísum jafnt
sem sonnettum og bókin endar á
nokkrum ljóðaþýðingum, „Orð úr
öðrum tungum“.
Ingvar er mikill málunnandi
og íslenskan, með öllum sínum
orðaforða og tilbrigðum, fær að
njóta sín í ljóðum hans. Fjölmargt
hefur skáldinu orðið að yrkisefni;
full alvara, jafnvel réttmætar
ádrepur á eitt og annað en svo
stutt í eðlislægan húmor Ingvars
sem hvað eftir annað sér hlutina
í skringilegu ljósi og kveikir
bros. Má þar kalla til síðustu
vísu af fimm í Jörundarminni
(Hundadagakonungs), en „í gríni
hans verk voru fólgin“.
En nú skal það revíu-bírævils-
brall
betalast þökkum á Fróni:
Að heiðra hans ímynd og hefja
á stall
við hliðina‘ á spanskgrænum
Jóni!
Og hvað skal segja um ljóðið
Snapshot. Heitið eitt gefur fyrir-
heit um andlegt fóður – fullkomin
alvara en sett fram með grátbros-
legum hætti:
Í morgunbitru mætast tvö á
göngu
í marðarfeldum tiginn herra
og frú
með handskjól mjúk í skóm úr
skinni af slöngu.
Ó, skæra dýrð! Þú Fashion
Avenue!
En hryggðarmynd í ellibelgnum
blakka
þar ber að augum líkt og skítugt
gróm
og gengur stirt í gamalsnjáðum
jakka
við gisinn staf í ferðalúnum
skóm.
Í nokkrum ljóða sinna minnist
Ingvar liðinna stunda; tíminn –
örskot eitt – og í svipleiftri mætir
hann sjálfum sér sér á bryggju eða
götu Norðfjarðar eða hvar það
nú kann að hafa verið í ljóðinu
Minning.
Áðan mætti ég
ungum dreng
með ofurljóst hárstrý
stíft og úfið
sá til baka
um sjötíu ár
og strauk
á mér
skallann.
Og í lokin er hér ljóðið Gróður
jarðar, þar sem níræður
öldungurinn ber saman þá ungu
og öldnu og þar talar sá sem reynt
hefur:
Ungum er tamt að vakna með
vilja
til verka hvern rísandi dag.
En kappið og viljinn kúra sig
þreytt,
þegar kvöldar við sólarlag.
Öldnum er gjarnt þegar fjörið
fölnar
– og fátt er um virkan dag –
að hugsa til ferðar og halda á
brott
inn í heillandi sólarlag.
Um leið og ég óska Ingvari
Gíslasyni til hamingju með
merkisafmælið, þakka ég
ljóðabókina Úr lausblaðabók –
ljóðævi. Hún er kærkomin lesning
þeim mörgu sem unna fallegum
ljóðum og öllum kveðskap.
Níels Árni Lund.
Níræður og ný ljóðabók
Raforkuverð til
húshitunar, hvað ef?
Að undanförnu hefur mikið
verið hringt í Orkustofnun vegna
greinar sem Einar Kristinn
Guðfinnsson alþingismaður skrif-
aði í Bændablaðið þann 14. janú-
ar sl. Þar eru tíundaðar aðgerðir
sem stjórnvöld hafa farið út í á
undanförnum árum til að jafna
orkureikninga milli annars vegar
þéttbýlis og dreifbýlis og hins
vegar rafhitunar og jarðvarma.
Það sem um er rætt má taka saman
með eftirfarandi hætti:
• Notendur í dreifbýli munu
ekki greiða hærra raforku-
verð en notendur í dýrasta
þéttbýlinu.
• Notendur með niðurgreidda
rafhitun munu ekki greiða
fyrir dreifingu og flutning af
þeirri orku sem telst hitun frá
og með 1. apríl 2016.
Það sem gerir myndina óskýra er
að þessar aðgerðir hafa tikkað inn á
undanförnum árum í umhverfi sem
er langt frá því að vera fasti enda
hefur bæði verðlag og skattar breyst
samhliða aðgerðunum. Það er því
ekki nema von að mörgum íbúum í
dreifbýli hafi fundist breytingarnar
á raforkureikningnum verið held-
ur þunnar nú þegar aðgerðirnar eru
orðnar fullgildar. En til að fá sann-
gjarna mynd af áhrifum þessara jöfn-
unaraðgerða verður að líta á myndina
í heild með tilliti til vísitölu og tíma.
Einfaldasta leiðin til þess er líklega
að skoða hvernig staðan væri ef
EKKI hefði verið tekin ákvörðun
um að fara þessa vegferð til jöfn-
unar á orkukostnaði. Eftir að nefnd
um endurskoðun á niðurgreiðslum
til húshitunar skilaði tillögum 2011
hófust aðgerðir til jöfnunar jafnt
og þétt til 1. apríl á þessu ári þegar
síðustu hlutar jöfnunaraðgerða tóku
gildi. Því er rétt að taka stöðuna 1.
apríl 2010 til viðmiðunar og upp-
færa verðið þá miðað við verðlag í
dag. Niðurstöðuna má sjá í töflunni
en hér er aðeins tekin fyrir flutn-
ingur og dreifing raforku en það
er sá þáttur sem ríkisvaldið hefur
bein áhrif á með jöfnunaraðgerðum.
Orkusöluhlutinn er á samkeppnis-
markaði þar sem neytandi getur
valið á milli söluaðila sem ríkið
hvorki getur né má hafa áhrif á.
Í töflu hér fyrir ofan má sjá tvo
orkureikninga hjá notanda með
hámarks niðurgreiðslu, 40.000
kWst/ári. Annar reikningurinn er
frá 2010, uppfærður til verðlags
í apríl 2016, og sýnir hvað þyrfti
að greiða ef engar aðgerðir hefðu
komið til, og hinn sýnir hvað þarf
raunverulega að greiða í dag.
Eins og sjá má á þessu væri
reikningurinn 97 þúsund krónum
hærri á föstu verðlagi ef aukn-
ar jöfnunaraðgerðir hefðu EKKI
komið til. Þó að endanleg krónu-
tala fyrir samtölu orkureikninga
hafi að margra mati lítið haggast
breytir það ekki þeirri staðreynd
að auknar aðgerðir stjórnvalda til
jöfnunar á orkukostnaði í dreifbýli
hafa skilað miklu til íbúa. Ef ekki
hefði komið til þessara aðgerða væri
staðan miklu verri en hún er í dag,
hvort sem mönnum finnst of skammt
gengið eður ei.
Sigurður Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkuseturs
Benedikt Guðmundsson,
verkefnisstjóri hjá Orkustofnun
Sveitarstjórn Skaftárhrepps
hefur kannað möguleika á að
bæta netsamband í sveitarfé-
laginu.
Sótt var um í sjóð Póst- og
fjarskiptastofnunar en umsóknin
hlaut ekki brautargengi. Skýringa
er einna helst að leita í því að mesta
vægi var í markaðslegum forsend-
um. Jafn víðfeðmt sveitarfélag og
Skaftárhreppur getur aldrei keppt á
þeim forsendum, því var ákveðið að
athuga hvort áhugi væri á að koma á
örbylgjunetsambandi sem víðast um
Skaftárhrepp. Unnið var með Jakobi
Kristinssyni hjá Feris en hann
hefur langa reynslu af fjarskiptum,
örbylgjusambandi og slíku. Hringt
var í íbúa og athugað hvort áhugi
væri á að tengjast örbylgjunni. „Á
fundi sveitarstjórnar í maí var sveit-
arstjóra falið að fá ítarlega kostn-
aðaráætlun ásamt bindandi tilboði
m.v. fyrirliggjandi upplýsingar frá
Loka telecom ehf. og leita eftir lána-
möguleikum hjá Lánasjóði sveitar-
félaga ef með þarf þegar kostnaður
vegna verkefnisins liggur fyrir,“
segir Eva Harðardóttir oddviti. Eftir
nánari skoðun sér sveitarstjórn sér
ekki fært að skrifa undir fyrirliggj-
andi samning við Loka Telecom
vegna uppbyggingar á örbylgjuneti
í Skaftárhreppi þar sem það fer yfir
leyfilega samningsfjárhæð sam-
kvæmt innkaupareglum sveitar-
félagsins. „Á síðustu vikum hafa
fjarskiptafyrirtæki sýnt ljósleiðar-
alagningu í Skaftárhreppi aukinn
áhuga. Jafnframt eru væntingar um
að byggðasjónarmið fái aukið vægi
í úthlutunarreglum fjarskiptasjóðs.
Sveitarstjórn mun leggja áherslu á
að ljúka undirbúningsvinnu vegna
kostnaðaráætlunar og hönnunar á
ljósleiðarakerfi í Skaftárhreppi á
næstu mánuðum og sækja um fjár-
magn í verkefnið að nýju í fjarskipta-
sjóð í haust,“ segir Eva.
/MHH
Vilja hanna ljósleiðara-
kerfi í Skaftárhreppi
Mynd / M.W. Lund
Markaðsráð kindakjöts og
Icelandair Hotels hafa skrifað
undir ótímabundinn samstarfs-
samning þess efnis að þjóðar-
rétturinn íslenskt lambakjöt
verði í öndvegi á matseðlum
veitingastaða fyrirtækisins.
Verður lambakjöti gert sér-
staklega hátt undir höfði á öllum
veitingastöðum Edduhótelanna
nú í sumar ásamt tveimur
Icelandair hótelum, á Akureyri og
á Egilsstöðum, en ritað var form-
lega undir samninginn á því síðar-
nefna, Icelanair hótel Héraði. Að
auki verður lambakjöti sérstaklega
hampað á veitingastaðnum VOX
við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Klúbbur matreiðslumeistara
fékk Gallup nýverið til að gera
könnun á því
hvað Íslendi-
ngar teldu
vera sinn
þjóðar ré t t .
Niðurstaðan
varð sú að um
74% þeirra
telja lambakjöt og ýmsa lamba-
kjötsrétti vera þjóðarréttinn.
Áhersla á sérstöðu,
uppruna og gæði
Samstarfssamningurinn er hluti af
átaki Markaðsráðs kindakjöts sem
hrundið var af stað í lok liðins árs.
Lögð er sérstök áhersla á sérstöðu,
uppruna og gæði íslensks lamba-
kjöts ásamt annarra íslenskra
sauðfjárafurða. Fram undan er
margvísleg kynning á íslenskri
sauðfjárrækt og afurðum fyrir
erlenda ferðamenn.
Alls eru á milli 60 og 70
veitingastaðir, verslanir, framleið-
endur og dreifingaraðilar í sam-
starfi við Markaðsráð kindakjöts
í þessu verkefni og fer þátttak-
endum fjölgandi. Í þeim hópi eru
margir af þekktari veitingastöðum
landsins. Þátttakendur í átakinu
geta notað upprunamerkið í öllu
sínu markaðsefni.
Aðrar íslenskar sauðfjárafurð-
ir, ull, gæra, lopapeysur og hand-
verk af ýmsu tagi verða einnig
auðkenndar með merkinu, enda
sé hráefnið sannarlega íslenskt.
/MÞÞ
Þjóðarrétturinn lambakjöt í öndvegi á fjölda veitingastaða