Bændablaðið - 17.11.2016, Page 6

Bændablaðið - 17.11.2016, Page 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það er alveg með ólíkindum hvernig hagsmunaaðilar í viðskiptum leyfa sér að beita almennum neytendum fyrir sig í tilraunum við að skara eld að eigin köku. Þar hafa forsvarsmenn í Samtökum verslunar- og þjónustu því miður verið í fararbroddi og hafa nú algjörlega glatað trúverðugleika sínum samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Undanfarin ár, misseri og mánuði hefur hver fréttatíminn af öðrum í ljósvakamiðlum landsmanna verið undirlagður af áróðri um þá meintu bráðu nauðsyn að afnema hér öll innflutningsgjöld til hagsbóta fyrir neytendur. Allt átti það að snarlækka vöruverð. Samhliða hefur nær alltaf verið ráðist á bændur landsins og afurðastöðvar fyrir að hafa af almenningi stórfé í gegnum „ríkisstyrki“. Einnig fyrir að geta ekki boðið landbúnaðarvörur á samkeppnishæfu verði við „ódýran“ innflutning. Engu máli hefur skipt í áróðrinum þó bent hafi verið á að innfluttu landbúnaðarvörurnar séu stórlega niður- greiddar með stuðningskerfum í gegnum fyrirbæri eins og CAP hjá Evrópu- sambandinu. Spurningum er þá heldur í engu svarað um hvort þá sé siðferðilega verjandi að Íslendingar þiggi erlenda ríkisstyrki til að borga ofan í sig matinn. Þá er heldur engu um það skeytt þótt vitað sé að hættuleg ofnotkun sýklalyfja í innflutningslöndunum sé að leiða til eins mesta heilsufarsvanda sem þjóðir heims hafa staðið frammi fyrir frá því sýklalyfin voru fundin upp. Ekkert er heldur gert með eiturefnanotkun við framleiðslu matvælanna sem hingað eru flutt. Á sama tíma er vitað og ítrekað staðfest að íslenskir bændur eru að framleiða einhver heilsusamlegustu matvæli sem þekkjast um víða veröld. Bændur eru síðan stöðugt að ganga lengra í þeim efnum. Þannig hafa íslenskir sauðfjárbændur komið því í gegn að búið er að banna þeim sjálfum með reglugerð að nota erfðabreytt fóður fyrir sitt fé, knúnir áfram af metnaði til að skila sem bestri vöru. Þessi metnaður er þó greinilega lítils virði í augum landbúnaðarvöruinnflytjenda og popúlista í pólitíkinni. Í frétt sem ASÍ birti á vefsíðu sinni kemur fram að verslunin í landinu hefur EKKI verið að skila öllum gjaldaniðurfellingum til neytenda. Meira að segja í sumum tilfellum hefur vöruverðið hækkað. Er það rakið í fjölmörgum atriðum, eins og lesa má á blaðsíðu 10 í þessu blaði. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12% síðan í október 2015 og um 18% ef litið er tvö ár aftur í tímann. Almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% og vörugjöld afnumin af margvíslegum vörum. Við upphaf árs 2016 voru tollar afnumdir af fötum og skóm. Síðsumars samþykkti svo Alþingi samning við ESB um stórfelldar tollaívilnanir á landbúnaðarvörum. Hver man svo ekki eftir háværum áróðri úr ranni verslunarinnar um lífsnauðsyn þess að afnema tolla á buffalóosti. Engu var líkara en að þjóðinni steðjaði gríðarleg hætta vegna skorts á tollalausum buffalóosti, sem fáir vissu hvað var. Afnám hafta á innflutningi á hráu kjöti og óheftar heimildir til innflutnings á landbúnaðarvörum hefur líka ítrekað verið flaggað í umræðunni. Um leið leyfa hagsmunaaðilar sér að stilla sér upp nánast sem hluti af Neytendasamtökunum. Þeir segja allan þeirra áróður einungis fram settan með hag neytenda að leiðarljósi. Af hverju neytendur hafa síðan ekki fengið að njóta niðurfellingar ótölulegs fjölda gjalda er síðan spurning sem þessir ágætu menn verða að fara að svara af einhverju viti. Það dugar ekki að mæta ítrekað í Kastljós Sjónvarpsins með tóma steypu og bull í farteskinu. /HKr. Hagur neytenda? Ísland er land þitt Sumarkvöld á Kópaskeri. Kauptúnið Kópasker er á vestanverðri Melrakkasléttu. Þorpið stendur við Öxarfjörð og er eini þéttbýlisstaðurinn í Öxarfjarðarhreppi. Þann 1. janúar 2016 voru íbúar Kópaskers 124 talsins. Á Kópaskeri var löggildur verzlunarstaður um 1880 en kauptúnið fór að byggjast eftir 1910. Aðalatvinnuvegurinn er þjónusta við íbúa sveitanna í kring og stærsti vinnuveitandinn er sláturhúsið og kjötvinnslan var frá Kópaskeri fyrr á árum en nú eru aðeins gerðar út þaðan nokkrar trillur. Mynd / HKr. Það er slitnað upp úr fyrstu umferð stjórnarmyndunarviðræðna en áfram halda tilraunir til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Eins og rætt var um hér á þessum stað í síðasta blaði þá voru kosningaúrslitin ekki afgerandi. Vilji er til breytinga en ekki byltingar. Þessi niðurstaða er meiri áskorun en ef ein „blokk“ hefði unnið stóran sigur og talið sig hafa umboð til byltingar án þess að hlusta á minnihlutann. Núverandi staða gerir þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir leggi meira á sig til að ná saman – semja um niðurstöðu þannig að allir geti verið bærilega sáttir á eftir. Það getur verið vandamál og umræða síðustu daga hefur ekki verið mjög þroskuð. Það hefur verið mikið um útilokanir en minna um opnanir. Það eru engin drottinssvik að gera málamiðlun því að enginn einn flokkur getur gert tilkall til höfundarréttar á sannleikanum. Mismunandi skoðanir Við höfum öll mismunandi skoðanir og við deilum um fjölmarga hluti upp á hvern einasta dag. Vilji almennings fæst ekki afhentur í snyrtilegum gjafaumbúðum á Fésbókinni. Hann verður ekki til á einum stað, heldur út um allt samfélagið og hann er ekki ein skoðun heldur fjölmargar. Samfélagið okkar er einfaldlega fjölbreytt og margbrotið, þótt þjóðin teljist ekki fjölmenn á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að skilja samfélagið verða að lágmarki að skilja hvað það er fjölbreytt. Í því býr margs konar fólk sem hefur ólíkan bakgrunn, reynslu, þekkingu og menntun. Allt þetta skilar sér í ólíkum viðhorfum til þess hvernig við viljum haga sameiginlegum verkefnum. Um það myndum við hópa, stjórnmálaflokka eða annars konar samtök til að vinna okkar viðhorfum fylgi. Stjórnmálaflokkarnir keppa um hylli okkar í kosningum og við veljum þá sem við treystum best eða finnum mesta samsvörun með. Eða kjósum bara engan eins og einn af hverjum fimm kjósendum gerði því miður í nýliðnum kosningum. Var það vegna þess að þeir treystu engum eða að ekkert framboð höfðaði til þeirra? Á því eru vafalaust margar skýringar en það er áfellisdómur yfir öllum framboðunum að ekki tókst betur til. Það þarf alltaf málamiðlanir Stundum skila kosningar niðurstöðu sem okkur líkar ekki við. Fyrir suma virðist mikilvægara að einhverjum ákveðnum flokki gangi illa en að öðrum gangi vel og menn reiðast jafnvel þeim sem kjósa ákveðin framboð og kalla öllum illum nöfnum. Það mátti heyra að loknum kosningunum ýmsar heitstrengingar um að þessi eða hinn myndu ekki vinna saman. Í stjórnarmyndunarviðræðum sem nú hefur slitnað upp úr var harkalega ráðist á einn þátttakanda, ekki vegna málamiðlana, heldur vegna þess að hann ætti ekki að tala við ákveðna aðila. En það er einmitt verkefnið sem kjósendur fólu hinu nýja þingi. Að ná niðurstöðu og gera málamiðlanir. Hafa áhrif í samvinnu við aðra. Það er erfitt fyrir marga, en það er það sem þarf að gera. Það er hægt að fara fram á að ráða öllu ef kjósendur hafa falið þér það vald, en hafi þeir ekki gert það þá er ábyrgðin að reyna að ná því fram sem hægt er – með því að leita sátta við önnur sjónarmið. Að skilja fólk sem er þér ekki sammála og vinna með því að lausnum sameiginlegra mála okkar samfélags. Ekki byggja andlegan múr til að skilja sig frá því. Þetta er ekkert nýtt. Á lýðveldistímanum hafa kjósendur aldrei falið einum flokki stjórn landsins. Það hefur alltaf þurft málamiðlanir til og svo er einnig nú. Landbúnaðarstefna í stöðugri mótun Eitt af því sem deilt er um eru vissulega landbúnaðarmálin. Landbúnaðurinn hefur notið mikils velvilja í íslensku samfélagi í gegnum árin og flestir, ekki þó allir, vilja að það sé stutt við bakið á honum. Það er erfiðara að ná saman um hvernig á að gera það. Lesendur þekkja vel umræðuna samhliða afgreiðslu búvörusamninga. Nú er að taka til starfa vinnuhópur til að endurskoða samningana næstu misserin. Mikilvægt er að nýta þann tíma vel til að ræða málin í heild. Oft er umræða um þessi mál of bundin við gagnrýni á landbúnaðarstefnuna – eða landbúnaðarkerfið eins og það er oft kallað. Við það þurfi að losna, en lítið um útfærðar hugmyndir á móti. Hverju vilja menn raunverulega breyta og er vilji til að leita sátta við bændur um það? Það er ekki gott að vita. Sumir vilja ganga í Evrópusambandið og væntanlega taka þá upp landbúnaðarstefnu þess. Það er heilmikið kerfi og verður ekki til einföldunar væri það tekið upp hér og bændur hafa lengi haft skýra stefnu þess efnis að þeir telji aðild að ESB ekki skynsamlega. Hávær innihaldslaus umræða En meginspurningin er; hvert vilja menn stefna? Í búvörusamningunum sem taka gildi um áramótin eru margs konar stefnubreytingar. Stundum er samt eins og umræðan nái aldrei undir yfirborðið eins og skemmtilega var orðað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um síðustu helgi: „...Næstbrýnast sé að uppræta hinn hræðilega „búvörusamning“ sem 0,0001% þjóðarinnar hefur lesið, en mun stærri hluti aðeins séð afskræmingu nettrölla á, en þau eru á meðal þeirra sem ekki hafa lesið hann [...] Búvörusamningur hefur um alllanga hríð tryggt stöðugleika innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Það væri skammsýni að grafa undan svo eftirsóknarverðum þætti íslensks þjóðlífs sem heilnæmur, hollur og góður landbúnaður er. Eyðilegging, einkum vegna sérvisku í bland við fordóma, yrði aldrei aftur tekin.“ En til þess að ná árangri þarf að kafa undir yfirborðið, hafa skýr markmið og vilja til að ná niðurstöðu sem allir við borðið geti sætt sig við. Bændur eru og hafa alltaf verið tilbúnir í þá umræðu. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Sigurður Eyþórsson frkv.stj. Bændasamtaka Íslands sigey@bondi.is Tölum um efnið

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.