Bændablaðið - 17.11.2016, Síða 14

Bændablaðið - 17.11.2016, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Matvælastofnun minnir á að frestur til að skila haustskýrslu rennur út sunnudaginn 20. nóvember nk. Matvælastofnun hefur sent þeim sem eru skráðir umráðamenn/eigendur búfjár tölvupóst eða bréf þess efnis. Þar er minnt á að samkvæmt lögum um búfjárhald, nr. 38/2013, skulu umráðamenn búfjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir. Eins og síðustu ár skal skrá haustskýrslu með rafrænum hætti á vefsíðunni Bústofn, á vefslóðinni www. bustofn.is. Hestaeigendur í þéttbýli skili líka tölum um hrosseign Vakin er athygli á skyldu eigenda hesta, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, að þeir skili inn tölum yfir fjölda hrossa í eigu þeirra. Þeir umráðamenn/eigendur búfjár sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn er bent á að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins veitir aðstoð við að ganga frá haustskýrslu. Fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML. Haustskýrsluskil eru grundvöllur stuðningsgreiðslna Matvælastofnun vekur athygli á að haustskýrsluskil eru grundvöllur stuðningsgreiðslna sem og undirstaða hagtalna í landbúnaði. Búfjáreigendur eru minntir á að Matvælastofnun skal fara í skoðun til þeirra umráðamanna búfjár sem ekki skila inn fullnægjandi upplýsingum í haustskýrslu og er slík heimsókn framkvæmd á kostnað umráðamanns. Bjarki Pjetursson, sérfræðingur á Búnaðarstofu Matvælastofnunar ...frá heilbrigði til hollustu Frestur til að skila haustskýrslu rennur út 20. nóvember Fréttir Framlag til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða Alls bárust 27 rafrænar umsóknir vegna jarðræktar og 27 rafrænar umsóknir vegna affallsskurða til Matvæla - stofnunar. Fram kvæmdir eru komnar í úttektarferli hjá úttektar aðilum á vegum búnaðar sambanda, og átti úttekt um að vera lokið 15. nóvember 2016. Styrkir eru síðan greiddir út fyrir árslok 2016. Styrkhæf ræktun vegna jarðræktar er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin til lífdísilolíuframleiðslu enda sé hratið nýtt til fóðurs, ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Beit búpenings telst vera uppskera sem og nýting kornhálms. Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á uppskeruári. Greitt er út á hundruð metra vegna hreinsunar affallsskurða og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög má aðeins veita ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar. Breidd skurðanna skal minnst vera 6 metrar að ofan. Úttektaraðili sannreynir stærð, lengd og breidd skurðar og hvort skilyrði til styrkveitingar eru að öðru leyti uppfyllt. Framlag til vatnsveitna á lögbýlum Alls bárust 28 rafrænar umsóknir til Matvæla stofnunar. Famkvæmdir eru komnar í úttektarferli hjá úttektaraðilum á vegum búnaðarsambanda og skal úttektum vera lokið eigi síðar en 20. nóvember 2016. Styrkir eru síðan greiddir út eigi síðar en 15. febrúar 2017. Fyrirvari er gerður um að framkvæmdin standist kröfur til úttektar í samræmi við reglugerð nr. 180/2016 gefin út af innanríkisráðuneytinu og þá þarf Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endanlega að samþykkja fjárveitingu. Ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar 1. nóv. 2015 til 31. okt. 2016 Lokauppgjör vegna ullarnýtingar verður greidd til bænda 21. nóvember 2016. Skilyrði fyrir greiðslu fjármuna til bænda er að ullin hafi verið flokkuð og metin í samræmi við lög nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, og reglugerð nr. 856/2003, um ullarmat. Fjárhæðinni skal deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember–31. október. Guðrún S. Sigurjónsdóttir fulltrúi, Búnaðarstofu. Það getur valdið heilabrotum að raða hrútum í sæti. Mynd / Aldís Gunnarsdóttir Hrútasýning í Svalbarðshreppi: Biskup valinn fegursti forystuhrúturinn Mánudaginn 31. október var haldin hrútasýning á vegum sauðfjárræktarfélagsins Þistils í Þistilfirði. Sýningin var haldin í fjárhúsunum í Garði og mættu allmargir bændur með hrúta sína. Mikil hefð er fyrir hrútasýningum í Þistilfirði og hefur þátttaka yfirleitt verið góð þar. Sýningin var í þremur hlutum, veturgamlir hrútar, lambhrútar og fegursti forystuhrúturinn. Ráðunautarnir Steinunn Anna Halldórsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson dæmdu hrútana. Af veturgömlu hrútunum var efstur hrútur frá Svalbarði, Óður 15-101 undan Ljúflingi 11-101 frá Hagalandi. Móðir Óðs er 11-110 undan hrút frá Sandfellshaga 2, Gunna 09-103. Í öðru sæti var hrútur frá Gunnarsstaðabúinu, Keisari 15-043. Faðir hans var Kóngur 122- 044, heimaalinn undan Gosa frá Ytri- Skógum. Móðir Keisara, 10-081 er undan Hróa frá Geirmundarstöðum. Í þriðja sæti var hrútur frá Hófataki á Gunnarsstöðum. Hann heitir Viti 15-340 undan Fjarka 10-150 frá Sandfellshaga 2 og móðir Vita er Elska 08-190 undan heimahrút, Kóng Gosasyni. Af lambhrútunum var efstur hrútur no. 171 frá Flögu, í eigu Fjólu Runólfsdóttur í Hófataki á Gunnarsstöðum. Hrúturinn er undan Dofra 15-261 frá Flögu undan Hvata 13-926 og Kríu 07-027 sem er undan Lóðasyni. Í öðru sæti var hrútur no. 16-150 frá Hagalalandi, undan Grím 14-955 frá Ytri-Skógum og Klöppu 14-468 í Hagalandi en hún er undan Saum 12-915 frá Ytri-Skógum. Í þriðja sæti var einnig hrútur no. 10 frá Hagalandi, í eigu Gunnarsstaðabúsins, sonur Jökuls 13-158 í Hagalandi, Válasonar. Móðir hrútins er 11-120 í Hagalandi undan Ljóma 10-151 frá Hafrafellstungu. Í annað sinn er valinn fegursti forystuhrútur Þistilfjarðar. Þar eru aðrar áherslur í ræktuninni. Þar eru kostirnir að vera háfættur, litfagur, athugull, að bera sig vel og að vera ekki of villtur. Í ár var það hrútur frá Laxárdal, í eigu Friðgeirs Óla Eggertssonar, Biskup 16-325 undan Draumi 15-325 Flórgoðasyni og Etnu 12-084 sem er frá Holti. Biskup er af langræktuðu forystukyni í Þistilfirði og hefur flesta þá kosti sem forystuhrútur þarf að hafa. Fræðasetur um forystufé gefur eignabikar fyrir fegursta hrútinn og er það hvatning til þeirra sem rækta forystufé en í Þistilfirði eru forystukindur á flestum bæjum. Þær eru mikið notaðar við rekstra milli hólfa og þegar sleppt er á fjall á vorin og á haustin eru þær notaðar við innrekstur og þegar verið er að flytja fé milli hólfa. Að lokinni sýningunni bauð Þistill upp á kaffi og meðlæti. Þar spjallaði fólk saman, karpaði um hvort rétt væri raðað í sæti en þar eru menn sjaldan sammála. Nokkrir hrútar skiptu um eigendur enda er þetta góður vettvangur til að skoða hrútakost annarra og skipta á hrútum. /DH Friðgeir Óli Eggertsson með forystuhrútinn sinn, Biskup. Mynd / Soffía Björgvinsdóttir Lambhrútarnir. Fjóla á Gunnars- stöðum og Ómar í Flögu halda í efsta hrútinn en Haike og Gunnar í Hagalandi halda í hrúta sem voru í öðru og þriðja sæti. Mynd / AG Veturgömlu hrútarnir og eigendur þeirra. Frá vinstri: Jóhannes með Vita, Axel með Keisara og Einar með Óð. Mynd / Soffía Björgvinsdóttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.