Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Uppvakningar eru draugar
sem vaktir eru upp af
lifandi mönnum til að þjóna
ákveðnum tilgangi, oftast til
illverka. Ekki er því að undra
að þeir séu bæði skapvondir og
úrillir, þegar verið er að raska
ró þeirra sem liggja í friði.
Ekki eru allir sammála um
hvernig vekja skal draug en í
þjóðsögum Jóns Árnasonar
má finna eftirfarandi lýsingu.
Fyrst skal þess að gætt að það
sé gert að nóttu til, sem er milli
föstudags og laugardags og það
sé milli 18. og 19. eða 28. og
29. mánaðardags, það er sama í
hvaða mánuði eða viku það er.
Særingarmaðurinn skal
kvöldið áður hafa snúið
faðirvorinu öfugt og skrifað
það á blað eða skinn með
keldusvínsfjöður úr blóði sínu
sem hann tekur úr vinstra
handlegg. Einnig skal hann rista
rúnir á kefli. Fer hann svo með
hvort tveggja út í kirkjugarð
um miðnætti og gengur að því
leiði sem hann hefur valið.
Þykir ráð að velja fremur hin
minni. Leggur hann keflið
á leiðið og veltir því fram og
aftur og þylur öfugt faðirvorið
ásamt töfraformúlum. Þegar
leiðið fer að ókyrrast, birtast
ofsjónir á meðan draugurinn er
að mjakast upp. Uppvakningar
eru sárnauðugir að hreyfa
sig og gengur þetta því seint
fyrir sig. Draugurinn biður
særingarmanninn að leyfa sér
að liggja í friði, en ekki má
særingarmaðurinn gefa undan né
láta sér bregða við ofsjónirnar.
Hann skal halda áfram við
gjörninginn uns draugurinn
er kominn hálfur upp. Þegar
draugurinn er kominn hálfur
upp á að spyrja hann tveggja
spurninga en ekki þriggja því
þá hverfur draugurinn niður
aftur, fyrir þrenningunni. Fyrsta
spurningin er vanalega hver
hann hafi verið í lífinu og sú
seinni hversu hraustur hann sé.
Ef draugurinn segist hafa verið
meðalmaður eða meir er ráðlegt
að hætta, því það liggur fyrir
særingarmanni að takast á við
drauginn. Draugar eru ákaflega
sterkir og sagt er að þeir magnist
um helming umfram það sem
þeir voru í jarðlífinu. Þetta er
ástæða þess að særingarmenn
velja helst börn, tólf til fjórtán
ára gömul, en ekki menn sem
komnir eru undir þrítugt. Sé
ákveðið að halda áfram, skal
særa uns hann er allur kominn
upp. Þegar draugar koma fyrst
upp úr gröfum sínum vella öll
vit þeirra, munnur og nasir,
í froðuslefju og saur, heitir
þetta náfroða. Froðu þessa á
særingarmaðurinn að sleikja
af draugnum. Síðan skal hann
vekja sér blóð undan litlu tá á
hægra fæti og vökva með því
tungu draugsins. Nú hefjast
slagsmálin við drauginn,
menn eru ekki á einu máli
um það hvor ræðst á hvern,
draugurinn eða kuklarinn,
en hafi draugurinn betur
dregur hann særingarmanninn
niður í gröfina með sér. Hafi
særingarmaðurinn betur, er
draugurinn skyldugur til að
þjóna honum. Karlar sem
vaktir eru upp nefnast Mórar
en kvenmenn Skottur.
Þeir uppvakningar sem
særðir eru upp áður en líkið nær
að kólna, þykja rammastir og
verstir viðureignar. Það verður
einnig að sjá þeim fyrir mat,
því þeir þurfa að nærast eins
og lifandi menn. /VH
Að vekja upp
draug
Eins og komið hefur fram á
síðustu vikum hefur færst mjög í
vöxt að sauðfjárbændur kjósi að
selja afurðir sínar sjálfir, meðal
annars vegna hins lága verðs
sem þeim stendur til boða hjá
afurðastöðvunum. Samkvæmt
nýlegum upplýsingum frá
Matvælastofnun (MAST) höfðu
17 umsóknir borist um starfsleyfi
frá 30. september síðastliðnum.
Til að bregðast við þessum áhuga
gaf stofnunin út leiðbeiningar
þann 27. október síðastliðinn;
um framleiðslu og sölu á
búfjárafurðum beint frá býli þar
sem tilslakanir á regluverkinu eru
útskýrðar.
Dóra S. Gunnarsdóttir
leiðbeinir varðandi þessi mál af
hálfu Matvælastofnunar, þar sem
hún er forstöðumaður á sviði
neytendaverndar. Hún segir að
ný reglugerð hafi verið gefin
út fyrir skemmstu sem hafi það
markmið að auka sveigjanleika
í lítilli og hefðbundinni mat-
vælaframleiðslu, til að auðvelda
framleiðendum að uppfylla kröfur
matvælalöggjafarinnar. „Lög nr.
93/95 um matvæli kveða á um
að matvælafyrirtæki skuli hafa
starfsleyfi. Matvælafyrirtæki er
fyrirtæki sem rekur starfsemi í
tengslum við framleiðslu, vinnslu
eða dreifingu matvæla á einhverju
stigi.
Dreifing er hvers konar flutningur,
framboð og afhending, þar með talið
innflutningur, útflutningur og sala.
Samkvæmt 9. gr. laganna þurfa öll
matvælafyrirtæki að hafa starfsleyfi
frá hlutaðeigandi opinberum
eftirlitsaðila,“ segir Dóra.
Slakað á kröfum í nýjum reglum
Í nýrri reglugerð (nr. 856/2016) eru
talsverðar nýjungar sem eiga að höfða
til lítilla matvælafyrirtækja, þar sem
vinnsla matvæla er hliðarbúgrein
með annarri starfsemi. Hún gefur
afslátt af ákveðnum kröfum í
hollustuháttareglum og skapar aukið
svigrúm til framleiðslu séríslenskra
hefðbundinna matvæla, svo sem
reykingar á kjöti í litlum reykhúsum
eða torfkofum og þurrkunar á fiski
í hjöllum og trönum. Ákveðinn
sveigjanleiki er veittur fyrir litlar
mjólkurvinnslur, litlar kjöt- og
fiskvinnslur, litlar eggjapökkunar-
stöðvar og litlar matvæla-vinnslur.
Til dæmis er
ekki skylt að
kljúfa skrokka
af ákveðnum
dýrum í slátur-
húsum fyrir
h e i l b r i g ð i s -
skoðun. Einnig
er veitt aðlögun
að kröfum fyrir
lítil sláturhús.
Dóra segir, varðandi kostnaðinn
við starfsleyfi, að gjald fyrir
reglubundið eftirlit með fyrirtækjum
í frumframleiðslu (þau hafa
ekki verið áhættuflokkuð) nemi
fastri fjárhæð í samræmi við þá
eftirlitsskyldu starfsemi sem
fram kemur í viðauka I með
gjaldskrá Matvælastofnunar (nr.
567/2012) og er greitt fyrir hverja
eftirlitsheimsókn. „Sauðfjárrækt er
ekki tilgreind í viðauka I, en gjald
fyrir annað eftirlit er 8.348 krónur
á klukkustund auk ferðakostnaðar,
samanber 8. grein gjaldskrárinnar.“
Vinnsla og geymsla heima á bæ
er áhættuflokkuð
„Vinnsla og geymsla heima á bæ
telst til síðari stiga og áhættuflokkun
nær til þeirrar starfsemi. Fyrirtæki
í vinnslu matvæla hafa verið
áhættuflokkuð og tímar í eftirliti
ákvarðast samkvæmt því. Lítil
fyrirtæki fá ekki marga tíma –
kannski 2–4 á ári. Gjald fyrir
reglubundið eftirlit með fyrirtækjum
sem hafa verið áhættuflokkuð er
20.870 krónur á klukkustund. Aðeins
er greitt fyrir eftirlit sem framkvæmt
er á eftirlitsstað og greitt er fyrir
hvern hafinn stundarfjórðung.
Til viðbótar við ofangreind gjöld
skal greiða 3.330 króna akstursgjald
fyrir hverja eftirlitsheimsókn,“ segir
Dóra.
Að sögn Dóru skiptir máli hver
meginstarfsemin er varðandi það
hvert framleiðandinn eigi að snúa
sér til að fá að sækja um starfsleyfi.
„Það er mismunandi hver gefur út
starfsleyfi. Ef það er í sauðfjárrækt
fer MAST með eftirlitið – og
því einnig með eftirlit með sölu
afurðanna. Það er reynt að koma
í veg fyrir að tveir aðilar fari í
matvælaeftirlit á sama stað.“
Nýju reglugerðina er hægt að
nálgast á vefnum reglugerd.is, undir
atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.
/smh
Tilslakanir í regluverki smáframleiðenda:
Aukið svigrúm til framleiðslu
séríslenskra hefðbundinna matvæla
STEKKUR
Skipulag er alltaf tengt
staðsetningu og er því nátengt
landinu. Gæði skipulags ráðast
meðal annars af því hve vel það er
sniðið að legu landsins.
Á vissan hátt er landslagið rammi
skipulagsins. Íslenska landslagið er
stórbrotið, mikilfenglegt og oft á
tíðum hrikalegt. Í því liggur fegurð
þess. Landslag táknar samkvæmt
Íslenskri orðabók „heildarútlit
landsvæðis, form náttúru á
tilteknum stað“. Merking orðsins
og hugtakið sem vísað er til með
orðinu landslag á sér aðrar rætur í
íslensku en í flestum germönskum
málum eins og Edda Waage fjallaði
um í doktorsritgerð sinni 2013.
Á ensku, þýsku og Norðurlanda-
málunum utan íslensku er notað orð
samstofna hinu forna landskapur
(landskab, landscape) þ.e. hvernig
landið er mótað. Samkvæmt
Morkin skinnuhandriti frá um
1275 þá notuðu Íslendingar orðið
landsleg, þ.e. hvernig landið liggur.
Landslag vísar í legu landsins eins
og það er í náttúrunni. Almennt
er ekki átt við hvernig það hefur
verið brotið undir ræktun eða aðra
starfsemi mannanna.
Landslag í hugum flestra
Íslendinga vísar í ósnortið landslag.
Víða erlendis er slíkt hugtak vart
til lengur og landslag (landscape)
vísar til landsins þótt ásýnd þess
stafi öll frá ákvörðunum manna um
hvað skuli rækta hvar. Byggakrar
og skógræktarreitir eru í hugum
margra Íslendinga fyrirbæri sem er
komið fyrir í landslaginu en verða
seint hluti af því. Menningarlegi
munurinn sem endurspeglast í
þessari hugsun er að maðurinn býr
í landslaginu og aðlagar líf sitt að
því frekar en að breyta landslaginu
til samræmis við þarfir sínar.
Það er nauðsynlegt að þekkja
og skilja landið sem maður býr
í. Landslagið og landgæðin hafa
áhrif á hvar maðurinn hefur valið
sér að búa í gegnum aldirnar. Smám
saman lærðu menn að lesa landið
og velja sér bústað út frá því sem
best hentaði.
Samkvæmt markmiðum
skipulagslaga 123/2010 þá ber
okkur að „tryggja vernd landslags“.
Nú er oft unnin landslagsgreining til
að gera sér grein fyrir staðháttum.
Segja má að landslagsgreining sé
bókstafslega unnin frá grunninum
og upp (e. bottom-up), þar sem
landið er greint allt frá berggrunni
að fuglalífi og veðurfari. Mikilvægt
er að taka tillit til landslags á
norðurslóðum þar sem skuggar eru
langir og vetur kaldir og vindasamir.
Með stóraukinni aðsókn
ferðamanna til landsins má segja
að landslag sé ein okkar helsta
útflutningsvara og mikið af
áskorunum sem við þurfum að
takast á við í skipulagsmálum.
Hingað til höfum við verið að
skipuleggja fyrir íbúana sem hafa
lært að búa í landinu. Nú þurfum við
líka að skipuleggja fyrir ferðamenn
– neytendur sem þekkja ekki landið.
Skipulagning fyrir ferðamennsku
er tvíeggjað sverð því margir
ferðamenn sækja í að upplifa þá
tilfinningu að vera einir í óspilltri
náttúrunni. Aðdráttaraflið er
ósnortið náttúrulegt landslag sem
er ólíkt því landslagi sem þekkist
í þéttbýlli löndum sem er oftar en
ekki mótað af manninum. Á Íslandi
upplifa ferðamenn fámenni, jafnvel
á eftirsóttum stöðum þar sem íbúum
landsins þykir orðið margt um
manninn. Þeir hafa aðrar hugmyndir
um margmenni en við Íslendingar
og hafa kannski vanist því að búið sé
að sníða umhverfið þannig að ekki
stafi hætta af náttúrunni.
Við þurfum að passa að landið
líði ekki fyrir ferðamannastrauminn
og þurfum að beina honum víðar
um landið. Að sjálfsögðu þarf að
huga að grunnþörfum mannsins
og koma upp aðstöðu, þar á
meðal salernum, sem víðast.
Þetta snýst líka um framboð og
eftirspurn. Ekki viljum við að nýja
„ferðamannatorfan“ hætti að ganga
inn í íslenska lögsögu. Því fylgir
áskorun að bæta öryggi, aðgengi
og aðstöðu á ferðamannastöðum og
skipuleggja þá þannig að þeir virki
náttúrulegir og spennandi en séu
jafnframt skipulagðir og öruggir. Að
ferðmannastaðurinn haldi yfirbragði
ósnortinnar náttúru þar sem hægt
er að njóta landslags sem ekki er
skapað af manninum.
Dóra S.
Gunnarsdóttir.
SKIPULAGSMÁL
Söluvaran landslag
Sigríður Kristjánsdóttir
lektor − auðlinda- og
umhverfisdeild LbhÍ
sigridur@lbhi.is