Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Rannsóknir sýna að
ef aukin áhersla verði
lögð á sjálfbæran
landbúnað í heiminum
þá geti það skilað af sér
2,3 billjónum dollara í
beinhörðum peningum.
Fyrirbæri sem
heitir „Business and
Sustainable Develop-
ment Commission“ og
hefur það að markmiði
að styðja við þróun
sjálfbærni á heimsvísu
(Sustainable Develop-
ment Goals - SDGs)
fjallaði um þessi mál
í sameiginlegri nýrri skýrslu með
samtökunum AlphaBeta nýverið
sem ber titilinn „Valuing the SDG
Prize in Food and Agriculture“.
Skilar sér sjöfalt til baka
Þarna er reynt að verðmeta fæðu
og landbúnað í samhengi við aukna
sjálfbærni. Kemur fram að aukin
sjálfbærni geti leyst úr læðingi 14
meiri háttar viðskiptatækifæri sem
sem séu að verðmæti 2,3 billjónir
dollara á ári fram til 2030.
Hver þáttur er metinn til ákveðinna
verðmæta. Þannig er talið að aukin
innleiðing sjálfbærni í nautgriparækt
muni fæða af sér árlegan hagnað upp
á 15 milljarða dollara. Minni sóun
matvæla í einkageiranum er metin
á 405 milljarða dollara. Endurheimt
lands sem búið er að skemma með
eiturefnum og ofnýtingu er metið á
85 milljarða dollara á ári.
Í skýrslunni segir að árleg
fjárfesting upp á 320 milljarða
dollara til að auka sjálfbærni
muni skila sér sjöfalt til baka.
Þetta muni opna á tækifæri til að
mæta margvíslegum áskorunum í
landbúnaði.
Landbúnaður á tímamótum
Núverandi matvæla- og landbún-
aðar kerfi heimsins standa nú á
tímamótum að
mati skýrslu-
höfunda þar
sem vöxtur og
afkoma grein-
arinnar helst ekki
lengur í hendur
við fjölgun
m a n n k y n s .
Það eigi bæði
við um þróun
matvælaöflunar á
landi og í hafinu.
Á sama tíma og æ
fleiri búa við meiri
og betri fæðu en
nokkur sinni, séu
800 milljónir manna vannærðir en
offitufaraldur sé um leið að hrjá 165
milljónir barna.
Í dreifbýlinu lifa 1,5
milljarðar smábænda enn undir
fátækramörkum. Auknar kröfur
og samkeppni um land, eldsneyti,
fæðu og skógarafurðir eru á sama
tíma að þrengja æ meir að skóglendi
og öðrum náttúrugæðum. Það
sé ekki bara að leiða til aukinna
gróðurhúsaáhrifa, heldur líka til
útrýmingar tegunda.
Sameiginleg skýrsla AlphaBeta
samtakanna og Business
Commission tekur til hvernig
viðskipti með mat og landbúnaður
geti vaxið með sjálfbærum hætti
og mætt sjálfbærnimarkmiðum
(SDG) sem sett voru 2015. Í þeim
eru 17 tímasett markmið sem
miða að því að stöðva fátækt og
hungur í heiminum fyrir 2030 og
taka á áskorunum til að koma í
veg fyrir frekari hlýnun loftslags.
Landbúnaðargeirinn fellur þar beint
undir SDG markmið 2 sem lýtur að
því að stöðva hungur í heiminum,
einnig SDG 3 sem fjallar um
aukið heilbrigði, SDG 8 sem lýtur
að auknum hagvexti, að draga
úr ójöfnuði samkvæmt SDG 10,
ábyrgri neyslu og framleiðslu í SDG
11, verndun loftslags samkvæmt
SDG markmiði 12, verndun
lífríkis undir vatnsyfirborði í SDG
14 og verndun lífríkis á jörðinni
samkvæmt markmiði SDG 15.
Samkvæmt skýrslunni ætti
aukin sjálfbærni í landbúnaði og
fæðuöflun að geta fætt af sér 80
milljón ný störf víða um heim,
þó aðallega í þróunarlöndunum.
Inni í því eru talin 21 milljónir
nýrra starfa í Afríku, 22 milljónir
á Indlandi, 12 milljónir í Kína og 15
milljónir starfa í öðrum Asíuríkjum.
/HKr.
Sjálfbær þróun og viðskipti í landbúnaði:
Fjárfesting í aukinni sjálfbærni
getur skilað sér sjöfalt til baka
FLÚRLAMPAR
RAKAHELDIR
afsláttur
20%
2x58 W perur
og 2x36 W perur
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Bakteríudrepandi, græðandi og
mýkjandi Tea Tree krem og sápa
fyrir þurrar og sárar hendur.
F áb t “b d ” k ár ær æn a rem og s pa
fyrir húð sem er undir miklu álagi.
Fæst í Lyfju
og Apótekinu
um allt land.
Bakteríu-
drepandi
krem og sápa
Fæst í Lyfju og Apótekinu um allt land.