Bændablaðið - 17.11.2016, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Helstu nytjaplöntur heimsins
Kalkúnakjöt er tiltölulega nýtt
á matseðli Íslendinga. Fyrstu
heimildir um kalkúnakjöt hér
á landi tengjast bandaríska
setuliðinu í heimsstyrjöldinni
síðari sem flutti inn mikið af því
í tengslum við þakkargerðar-
hátíðina. Kaþólski presturinn
á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði
var með nokkra kalkúna í eldi á
fimmta áratug síðustu aldar.
Samkvæmt áætlun FAO,
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, nam
heimsframleiðsla á kalkúnakjöti
tæpum sex milljón tonnum árið
2015 og hefur framleiðslan aukist
um tæp milljón tonn frá síðustu
aldamótum.
Bandaríki Norður-Ameríku ala
allra þjóða mest af kalkúnum eða
um helming framleiðslunnar og er
framleiðslan mest í fimm ríkjum,
Minnesota, Norður-Karólínu,
Arkansas, Missouri og Virginíu.
Sé horft til annarra heimsálfa er
Evrópa í öðru sæti með um tvær
milljónir tonna og mest er ræktað
í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu,
Bretlandseyjum og Austurríki, frá
rúmri hálfri milljón tonna niður í
um hundrað tonn. Suður-Ameríka
er í þriðja sæti með um 700 þúsund
tonn og eru Brasilía og Síle þar
atkvæðamest. Tölur frá Asíu, Afríku
og Eyjaálfunni eru ónákvæmar
og ræktun á kalkúni óveruleg í
alþjóðlegu samhengi.
Erfitt er að segja til um fjölda
kalkúna í eldi í heiminum en
samkvæmt samantekt FAOSTAD
má gera ráð fyrir að þeir séu
rúmlega 800 milljón. Kalkúnar
eru í öðru sæti þegar kemur að
fjölda nytjafugla í heiminum á eftir
kjúklingum.
Samkvæmt upplýsingum
frá Matvælastofnun var slátrað
41.724 kalkúnum á Íslandi árið
2013 og framleiðslan rúm 227
tonn. Árið 2015 hafði fjöldi
slátraðra fugla aukist í 50.065 og
framleiðslumagnið í rúm 318 tonn.
Steingervingar
Elstu steingervingar fugla sem
teljast forverar nútíma kalkúna eru
um 23 milljóna ára gamlir og hafa
allir fundist í Norður-Ameríku. Af
steingervingunum að dæma voru
forverar minni og talsvert ólíkir
kalkúninum sem við þekkjum í dag.
Náttúruleg útbreiðsla og hegðun
Náttúruleg heimkynni villtra
kalkúna eru í Norður-Ameríku
og norðanverðu Mexíkó og er
kjörsvæði þeirra í blönduðum lauf-
og barrskógum með opnu gras- og
deiglendi á milli.
Fæðuval kalkúna er fjölbreytt og
þeir nánast alætur
Kalkúnar tilheyra samnefndri
ætt fugla sem inniheldur tvær
tegundir en var mun fjölbreyttari
fyrr á tímum. Tegundin Meleagris
gallopavo er forveri alikalkúna
og stór hluti villtra kalkúna
tilheyrir henni. Tamur kalkúnar,
M. ocellata, er fágætari og finnast
helst í skógum á Yucatánskaga í
Mið-Ameríku. Kalkúnar eru skyldir
skógarhænsnum og rjúpu.
Villtir kalkúnar, M. gallopavo, eru
stórir og háfættir fuglar. Fullvaxinn
karlfugl getur náð allt að þrettán
kílóum að þyngd en kvenfuglinn er
léttari. Í eldi geta fuglarnir orðið mun
þyngri og dæmi eru um alikalkúna
sem hafi náð tæpum fjörutíu kílóum
að þyngd.
Kalkúnar eyða mestum tíma
sínum á jörðinni og geta á góðum
spretti náð 40 kílómetra hraða á
klukkustund. Ungir fuglar geta
flogið stuttar vegalengdir á allt að
90 kílómetra hraða á klukkustund.
Vænghaf fullvaxinna fugla nær
allt að 1,8 metrum. Villtir kalkúnar
eru að mestu með dökkar fjaðrir,
brúnar, mórauðar, gráar eða svartar
með hvítum skellum eða yrjum
og bryddingum á fjaðurendunum.
Kvenfuglar eru ekki eins litríkir
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Kalkúnar eru félagsverur og hávaðarsamir og sýna greinileg
merki um streitu séu þeir einangraðir frá öðrum fuglum.
Samkvæmt áætlun FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, voru framleidd tæp sex milljón
tonn af kalkúnakjöti í heiminum árið 2015.
Kalkúnar í lausagöngu.